Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á vormánuðum 2024 er nýtt upp-
sjávarskip væntanlegt til Horna-
fjarðar, en Skinney-Þinganes hefur
samið við skipasmíðafyrirtækið
Karstensens í Skagen í Danmörku
um smíði á nýju skipi. Skipið er
hannað með það í huga að djúp-
rista þess verði sem minnst og
segir Aðalsteinn Ingólfsson for-
stjóri að forsenda þess að nú sé
ráðist í smíði nýs skips sé að farið
verði í dýpkun og aðrar nauðsyn-
legar aðgerðir á Grynnslunum ut-
an við Hornarfjarðarós. Þær virð-
ist vera í augsýn og eftir því sem
hann viti best sé Vegagerðin að
undirbúa útboð í verkefnið.
Sérhannað af Karstensens
Nýja skipið verður 75,40 metrar
á lengd, breiddin 16,50 metrar og
djúpristan 6,50 metrar. Þá er mið-
að við að í skipinu verði um tvö
þúsund tonn, en lestir skipsins
verða um 2.400 rúmmetrar. Tvö
uppsjávarskip eru nú í flota fyrir-
tækisins og ristir Ásgrímur Hall-
dórsson SF 250 um 7,40 metra og
Jóna Eðvalds SF 200 um 6,60
metra.
Nýja skipið er sérhannað af
Karstensens fyrir Skinney-
Þinganes og kom danska fyrir-
tækið með tillögu að nýju skipi
með þessa eiginleika. Aðalsteinn
segir að það sé á margan hátt
svipað og Vilhelm Þorsteinsson EA
og Börkur NK, sem komu ný til
landsins fyrr á þessu ári, bæði
smíðuð hjá Karstensens. Skip
Hornfirðinga er þó heldur styttra
og botnlagið aðeins öðruvísi.
Aðalsteinn segir að endanlegt
verð fyrir skipið liggi ekki fyrir, en
eftir er að velja vélargerð, spil og
ýmsan annan búnað. Smíði skrokks
skipsins byrjar upp úr miðju ári í
stöð Karstensens í Póllandi. Þaðan
verður það dregið til Skagen þar
sem smíðinni verður lokið.
Eldri skipin mikið endurnýjuð
Jóna Eðvalds var smíðuð í
Flekkefjord í Noregi 1975 fyrir
norska útgerð og bar áður nöfnin
Krossey SF, Björg Jónsdóttir ÞH
og Birkeland. Ásgrímur Hall-
dórsson var smíðaður á sama stað
árið 2000 fyrir skoskt fyrirtæki og
hét áður Lunabow.
Bæði skipin hafa verið mikið
endurnýjuð að sögn Aðalsteins
Hann nefnir að búið sé að taka
Jónu tvisvar í gegn. Húsvíkingar
hafi sett nýtt stýrishús á skipið,
vélar og spil hafi verið endurnýjuð
og hluti íbúða tekinn í gegn. Skin-
ney-Þinganes hafi endurnýjað
íbúðir, kælitanka og fleira þannig
að í raun sé ekki mikið uppruna-
legt í skipinu. Ásgrímur og Jóna
bera um 1.500 tonn í kælitönkum,
en nýja skipið verður talsvert
burðarmeira.
Aðalsteinn segir að innsiglingin
til Hafnar geti verið erfið og hafi
heldur farið versnandi síðustu ár.
Meðal annars vegna þessa hafi
verið beðið með endurnýjun upp-
sjávarskipanna, en nú segist hann
gera sér vonir um að duglega verði
tekið til hendinni við að bæta inn-
siglinguna á næstu mánuðum. „Það
er forsenda endurnýjunar að staðið
verði við fyrirheit um aðgerðir,“
segir Aðalsteinn.
Bjartsýnn á loðnuvertíðina
Fram undan er stór loðnuvertíð
eftir áramót, en Skinney-Þinganes
er með 8,13% loðnukvótans eða um
51 þúsund tonn. Skip fyrirtækisins
eru búin að veiða um 11% kvótans.
„Það þýðir ekki annað en að vera
bjartsýnn á vertíðina,“ segir Aðal-
steinn. „Við sjáum til hvernig árið
fer af stað, hvernig veiðist og viðr-
ar, og það þarf margt að ganga
upp á þessari stóru vertíð.“
Hann segir að byrjað verði á því
að bræða loðnuna í janúar, en er
líði mánuðinn verði hugsanlega
farið að frysta hluta af aflanum
fyrir markaði í Austur-Evrópu.
Eftir því sem líði á vertíð aukist
frysting og vinnsla til manneldis.
Vertíðinni lýkur svo með hrogna-
frystingu þegar kemur fram í
mars.
Nýtt skip sniðið að aðstæðum
- Skinney-Þinganes lætur smíða uppsjávarskip - Úrbætur við innsiglinguna til Hafnar forsenda endurnýjunar
Nýtt skip Teikning af skipi Skinneyjar-Þinganess, sem byrjað verður að smíða hjá Karstensens síðar á þessu ári. Það er væntanlegt til Hafnar vorið 2024.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þetta er fyrsta skrefið í að koma
fluginu af stað aftur. Betur má þó ef
duga skal. Nú þarf fleiri ferðir og
framtíðarlausn,“ segir Íris Róberts-
dóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyj-
um. Eftir nokkurra mánaða stopp
hófst áætlunarflug til Vestmanna-
eyja að nýju í gær. Ernir flaug til
Eyja frá 2010 og næstu tíu árin þar á
eftir. Hætti haustið 2020 og sagði
dæmið ekki ganga upp. Þá tók Ice-
landair við, en gafst upp af sömu
ástæðu í september síðastliðnum.
Síðan þá hafa Eyjamenn herjað á
samgönguráðuneytið að bæta úr, en
ljóst er að meðgjöf frá ríkinu þarf
svo dæmið gangi upp.
Tvær ferðir í viku
Samningur ríkisins við Erni um
Eyjaflug gildir út maí á næsta ári og
í anda aðstæðna í heimsfaraldri.
Gerð var verðkönnun hjá þremur
flugfélögum, þar sem Ernir bauð
lægst. Ferðirnar verða tvær á viku
og sitt í hvorum enda vikunnar, það
er mánudögum og föstudögum. Til
viðbótar koma þrjár ferðir nú fyrir
áramót, það er ferðin í gær og svo 27.
og 30. desember.
Til lengri tíma litið hefur sam-
gönguráðuneytið falið Vegagerðinni
að annast útboð á ríkisstyrktu flugi,
sem þarf að samrýmast markaðs-
reglum EES-samningsins. „Því mið-
ur virðist fullreynt að fljúga hingað á
markaðslegum forsendum,“ segir Ír-
is bæjarstóri.
Fraktin með flugi
Skrúfuþota af gerðinni Jetstream
var farkostur Ernis í gær. Dornier-
vél félagsins verður einnig notuð í
Eyjafluginu. Ferðin í gær gekk eins
og í sögu og flugtíminn á hvorum
legg um 15 mínútur. Farþegar voru
næsta fáir en þeim mun meiri frakt.
„Ýmsir nýttu sér flugið undir síð-
ustu vörusendinguna fyrir jólin,“
segir Ásgeir Örn Þorsteinsson,
markaðsstjóri Ernis.
Markaðsflug fullreynt
- Eyjaflug að nýju - Ernir með áætlun - Ríkisstyrkt í far-
aldri - Samningur gildir út maí - Þörf á framtíðarlausn
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Vestmannaeyjar Ernisvélin var affermd. Á myndinni eru Guðmundur Þengill Vilhelmsson flugmaður, lengst til
hægri, og Bergur Ingi Bergsson flugstjóri á tali við Hannes Kristin Sigurðarson vallarstarfsmann í gulu vesti.
Stjórn FEIF, alþjóðasamtaka um íslenska hestinn, hef-
ur ákveðið að ganga til samninga um að Heimsleikar
íslenska hestsins verði haldnir í Sviss sumarið 2025.
Tvær umsóknir bárust eftir auglýsingu, frá íþrótta-
svæðum í nágrenni Zürich í Sviss og í Mannheim í
Þýskalandi, og varð það niðurstaða stjórnarinnar að
ganga til samninga við umsækjendur frá Sviss.
Næsta mót verður raunar haldið í Oirschot í Hol-
landi 8. til 13 ágúst 2023 og er unnið að undirbúningi
þess. Miðasala er hafin þótt eitt og hálft ár sé í viðburð-
inn. Eins og fram hefur komið var ákveðið að fella nið-
ur Heimsleikana í ár en þeir höfðu verið skipulagðir í
Herning í Danmörku í sumar. helgi@mbl.is
HM Íslenskir knapar
eru alltaf öflugir.
Stefna til Sviss með Heimsleika 2025
Suðurlandsbraut 52
Sími 533 6050
www.hofdi.is
Óskum viðskiptavinum
okkar og landsmönnum
öllum gleðilegra jóla
og farsældar
á nýju ári
Starfsfólk
Höfða
fasteignasölu