Morgunblaðið - 24.12.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 24.12.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjöldatakmarkanir vegna sóttvarna ráða því hversu margir verða í guðs- þjónustum í Hallgrímskirkju í Reykjavík nú um hátíðarnar. Aðeins 400 manns komast á aðfangadag og jóladag í messurnar, sem verður streymt bæði á heimasíðu kirkj- unnar á hallgrimskirkja.is og mbl.is. Á aðfangadag verður hægt að fylgjast með aftansöng klukkan 18 og guðsþjónustu á jólanótt klukkan 23.30. Einnig verður streymt frá há- tíðarguðsþjónustu á jóladag kl. 14. Um tvö þúsund manns sækja Hallgrímskirkju að jafnaði fyrstu jóladagana ár hvert. Vegna sótt- varna þarf að takmarka þennan fjölda, en í streyminu geta allir verið með í messunum óháð staðsetningu. Á aðfangadag, í aftansöng og mið- næturmessu, auk hátíðarmessu á jóladag, þarf að framvísa neikvæðu hraðprófi við innganginn í Hall- grímskirkju og rúmast þá 400 manns í kirkjunni miðað við sótt- varnareglur, 200 í hvoru hólfi. Í fjöl- skylduguðsþjónustu klukkan 14 á öðrum degi jóla geta 100 manns ver- ið í kirkjunni en þá er ekki krafist hraðprófs. – Messuhald um jólin verður víða með líku lagi og nú er í Hallgrímskirku. Helgihaldi er streymt yfir netið enda eru kirkj- urnar aðeins opnar fáum. „Himneskast af öllu í heimi er að vera í Hallgrímskirkju á jólanótt, syngja sálmana og heyra boðskap- inn. Á Covid-tímum eru skorður settar og þá er streymi á guðsþjón- ustum næstbesti kosturinn,“ segir sr. Sigurður Árni Þórðarson sóknar- prestur. „Ég veit um marga sem ætla að fylgjast með útsendingum, til dæmis fólk sem er í sólinni suður á Flórída og í samfélagi landa okkar í Skandinavíu. Kirkjuhefðin meðal Íslendinga er sterk og gaman að geta mætt henni með útsendingu á netinu, nú á óvenjulegum tímum í heimsfaraldri.“ sbs@mbl.is Jólamessum streymt á mbl.is - Þrjár messur verða í Hallgríms- kirkju um jólin Morgunblaðið/Íris Jól Hallgrímskirkja á holtinu. Inflúensa vetrarins er enn ekki far- in að herja á landsmenn. Gunn- laugur Sigurjónsson, stjórnar- formaður Læknavaktarinnar, segist hafa heyrt af einu tilviki og sé nokkuð um liðið frá því það kom upp. Töluvert er um öndunarfærasýk- ingar en þó minna en í haust, sam- kvæmt upplifun starfsmanna Læknavaktarinnar. Veirusýkingar sem leggjast á börn hafa verið mest áberandi enda sumar þeirra alvarlegar. Gunnlaugur segir að það vanda- mál sé vaxandi að erfitt sé að greina á milli einkenna Covid-19 og kvefpesta nú þegar Ómíkron- afbrigðið er að verða allsráðandi. Hjá flestum bólusettum og hraust- um einstaklingum séu einkennin ekki verri en í kvefpestum. Hann segir ekki gott að fá kórónuveiru- smit inn á biðstofur Læknavakt- arinnar, heilsugæslustöðva eða ann- arra heilbrigðisstofnana, nema vitaskuld ef fólk er bráðveikt svo bregðast þurfi strax við. Þess vegna er fólki með slík einkenni ráðlagt að fara fyrst í sýnatöku vegna Covid. helgi@mbl.is Inflúensan ekki farin að herja - Minni sýkingar en á haustmánuðum Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Fyrrverandi formaður Dómara- félags Íslands, Ingibjörg Þorsteins- dóttir, segir í samtali við Morgun- blaðið að dómur Björns Þorvalds- sonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafi engin áhrif á stöðu Ástríðar Grímsdóttur, dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Málið sé þó afar óvanalegt og kveðst hún ekki muna í fljótu bragði eftir sambæri- legum dómi. „Ég get ekki betur séð en að dómarinn við Héraðsdóm Reykjavíkur vísi til þess að fyrri dómur sé rangur og hún hafi átt að vita betur. Þetta er náttúrlega dóm- ari á sama dómstigi svo ég geri ráð fyrir að menn láti á þetta reyna.“ Vísar hún til þess að líklegt sé að málið fari lengra í dómskerfinu. Saknæm háttsemi dómara Björn Þorvaldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, dæmdi í gær íslenska ríkið og flugvélaleiguna ACL bótaskyld og gerði þeim að greiða Isavia 2,5 milljarða króna vegna kyrrsetningar flugvélar ACL, sem þá var í notkun hjá WOW air, en Isavia gerði kröfu á ACL um að greiða niður tveggja milljarða króna skuld WOW air. Í úrskurði héraðs- dóms sem dæmdi í málinu fyrir tveimur dögum var tekið fram að niðurstaða fyrra máls hefði verið röng og háttsemi dómarans í málinu, Ástríðar Grímsdóttur, saknæm. Vís- ar það til þess að Ástríður taldi ekki þörf á að fresta réttaráhrifum úr- skurðarins og því hægt að fljúga þot- unni úr landi. Staða dómara trygg Niðurstaða Héraðsdóms Reykja- víkur hefur engin áhrif á stöðu Ástríðar að mati Ingibjargar. Staða dómara sé tryggð í stjórnarskrá. „Dómarar verða að geta dæmt á eigin ábyrgð eins vel og þeir geta, alltaf óhræddir við það að dómarnir hafi einhver áhrif á stöðu þeirra. Það er grundvallarregla í kerfinu. Það þarf eitthvað stórkostlegt að fara úr- skeiðis til að eitthvað geti gerst.“ Afar óvanalegur dómur - Staða dómara er tryggð í stjórnarskrá - Líklegt að málið fari á æðri dómstig Mogunblaðið/Hari Á brott Flugvélinni, sem var kyrrsett, var flogið frá Íslandi í júlí árið 2019. Það var margt um manninn í miðborg Reykja- víkur í gærkvöldi. Veður var milt og margir lögðu lokahönd á jólagjafakaupin. Eflaust hafa svo einhverjir verðlaunað sig með heimsókn á veitingahús að því loknu, í skjóli undanþágu frá sóttvarnareglum. Þau Grýla og Leppalúði voru á vappi á Laugaveginum og heilsuðu upp á ung- viðið. Margir höfðu á orði að þau hefðu betur verið með grímu, svo ófrýnileg voru þau. Morgunblaðið/Árni Sæberg Grýla og Leppalúði grímulaus á Laugaveginum Morgunblaðið kemur næst út mánudaginn 27. desember. Öflug fréttaþjónusta verður á mbl.is yfir jólin. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftar- deildar er opið í dag, að- fangadag, kl. 8-12. Lokað er á jóladag og annan dag jóla. Netfang áskrifendaþjónust- unnar er askrift@mbl.is og síminn er 569-1100. Áskrifendaþjónustan verð- ur opnuð aftur mánudaginn 27. desember kl. 7. Auglýsingadeild er lokuð til 27. desember. Netfang hennar er augl@mbl.is. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is um jólin Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.