Morgunblaðið - 30.12.2021, Page 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Píratinn Björn Leví Gunnarsson
hefur tekið forystuna í keppninni um
ræðukóng Alþingis eftir fyrstu lotu
nýs þings, 152. löggjafarþings.
Alþingi var sett 23. nóvember að
loknum alþingiskosningum 25. sept-
ember og því var frestað 28. desem-
ber. Þing mun koma saman á ný
mánudaginn 17. janúar nk.
Heimsfaraldur kórónuveirunnar
hefur sett sitt mark á þingstörfin og
margir varamenn hafa verið kallaðir
inn vegna veikinda og sóttkvíar
þingmanna. Samkvæmt yfirliti á vef
Alþingis hafa 89 alþingismenn og
varamenn þeirra tekið til máls á
þinginu það sem af er 152. löggjaf-
arþinginu, en þingmenn eru sem
kunnugt er 63 talsins. Björn Leví
Gunnarsson hefur flutt 25 ræður og
gert 96 athugasemdir. Hann hefur
talað í samtals 374 mínútur, eða
rúmar sex klukkustundir. Björn
Leví vék af þingi fyrir varamanni
milli jóla og nýárs. Næstur á eftir
Birni kemur annar Pírati, Andrés
Ingi Jónsson. Hann flutti 90 ræður/
athugasemdir og talaði í 312 mín-
útur. Í þriðja sæti er Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, formaður
Viðreisnar, sem flutti 88 ræður/
athugasemdir og talaði í 253 mín-
útur. Þorgerður greindist með Covid
og vék af þingi 20. desember. Í
fjórða sæti er Bergþór Ólason, Mið-
flokki (87/250), og í fimmta sæti
kemur Jóhann Páll Jóhannsson,
Samfylkingu (75/216).
Ræðukóngur þriggja síðustu
þinga, Birgir Þórarinsson, hafði
fremur hægt um sig að þessu sinni.
Hann flutti 13 ræður/athugasemdir
og talaði í 59 mínútur. Birgir var
kosinn á Alþingi fyrir Miðflokkinn
en gekk í Sjálfstæðisflokkinn fljót-
lega eftir kosningar.
Á vef Alþingis kemur fram að það
sem af er 152. löggjafarþinginu voru
fluttar 581 þingræða í 3.315 mínútur
(55,25 klst.) og 1.256 athugasemdir í
1.834 mín. (30,57 klst.). Meðallengd
þingræðu var 5,7 mínútur og aths.
1,5 mínútur.
Björn Leví hefur
tekið forystuna
- Hefur talað í rúm-
ar sex klukkustundir
í fyrstu lotu Alþingis
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Björn Leví hefur komið í
121 skipti í ræðustólinn í vetur.
Netverslun www.curvy.is // Fellsmúli 26, 18 RVK // Sími 581-1552
NÝ SENDING AF JÓLAKJÓLUM
Stærðir 14-30 eða 42-58
Satin kjóll
Stærðir 14-24
5.990 kr
Síð skyrta
Stærðir 14-30
9.990 kr
Glimmer kjóll
Stærðir 14-24
8.990 kr
Túnika
Stærðir 14-30
11.990 kr
Síður toppur
Stærðir 16-26
8,990 kr
Velúr kjóll
Stærðir 14-24
9.990 kr
veg
* Frí heimsending hvert á land sem er ef verslað er fyrir 5.000 kr eða meira
Með úrskurði Héraðsdóms Reykja-
víkur uppkveðnum 15. desember
2021 var bú Knoll og Tott ehf. tekið
til gjaldþrotaskipta
Í tilkynningu í Lögbirtinga-
blaðinu er skorað á alla þá, sem
telja til skulda eða annarra réttinda
á hendur búinu eða eigna í umráð-
um þess, að lýsa kröfum sínum fyrir
skiptastjóra innan tveggja mánaða.
Kröfulýsingar skulu sendar Alex-
ander Erni Júlíussyni lögmanni f.h.
skiptastjórans, Birgis Tjörva Pét-
urssonar, Lækjargötu 2, Reykjavík.
Knoll og Tott ehf. var stofnað ár-
ið 2017. Tilgangur félagsins er
húsasmíði og önnur verktaka-
starfsemi, eignarhald og útleiga
fasteigna, lánastarfsemi og skyldur
rekstur.
Knoll og Tott til gjaldþrotaskipta
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Að loknum kosningum 2013 var VG
orðinn breyttur flokkur og skal fús-
lega viðurkennt að hjarta mitt var
dapurt. Gleðin var horfin.“ Þetta
segir Ögmundur Jónasson, fyrrver-
andi alþingismaður, í niðurlagi bók-
ar sinnar, Rauði þráðurinn. Í
Morgunblaðinu í gær sagði frá bók-
inni sem kemur formlega út á nýárs-
dag. Þar fer höfundurinn yfir póli-
tíska vegferð sína sem spannar
áratugi. Vegferð þessi hófst þegar
Ögmundur var í forystu félags
starfsmanna sjónvarpsins, sem létu
mjög til sín taka í verkfalli BSRB
haustið 1984. Fjórum árum seinna
var Ögmundur kjörinn formaður
BSRB og gegndi því embætti allt til
2009, þá fjórtán árum áður orðinn
þingmaður, fyrst Alþýðubandalags-
ins og óháðra og síðar Vinstri hreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
Andstaðan
þyngdi andrúmsloftið
Ögmundur var – með hléi – einn af
ráðherrum VG í ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur sem var við völd
2009-2013. Var fyrst heilbrigðis- en
síðar innanríkisráðherra. Í síðar-
nefnda embættinu lagðist hann gegn
boðuðum kaupum Kínverjans Huans
Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum, en
sú afstaða hans þyngdi mjög and-
rúmsloftið í ríkisstjórninni, svo hún
riðaði til falls.
„Að skrifa söguna sjálfa tók ekki
ýkja langan tíma. Þó lagði ég mikla
vinnu í að skrifa suma kaflana af
sagnfræðilegri nákvæmni. Þar nefni
ég Icesave-samningana og aðildar-
umsókn að Evrópusambandinu sem
voru stórmál í tíð ríkisstjórnarinnar
2009-2013. Aðildarumsókn að ESB
var Vinstri grænum raunar afar erf-
ið,“ segir Ögmundur í samtali við
Morgunblaðið.
„Á þessum tíma voru mikil átök í
stjórnmálunum og sýn fólks á hlut-
ina ólík. Ýmsir hafa skrifað um
þennan tíma og mál sem þá voru í
deiglunni. Mitt innlegg þarna verður
þá sem flísar í stóra mósaíkmynd.
Árin fyrst eftir hrunið og atburðir þá
eru þó sennilega of nálægt okkur í
tíma þannig að heildarmyndin verði
hlutlæg í hugum fólks. Móðurinn er
enn að renna af mönnum.“
Atli átti nafnið
Í bók sinni gagnrýnir Ögmundur
stefnu og störf VG á líðandi stundu.
Afsláttur hafi verið gefinn í afstöðu
til markaðshyggju og utanríkismála.
Þá þykir honum afstaða flokksins til
markaðsvæðingar Evrópusam-
bandsins, sem birtist meðal annars í
afstöðu til orkumála, fullkomið frá-
hvarf frá fyrri stefnu. Svo margt hafi
raunar breyst að rétt sé að skoða
hvort ekki sé rétt að stytta nafn
flokksins og sleppa tilvísun í vinstri
og grænt svo eftir standi Hreyfingin
framboð og þá skammstöfunin skv.
því HF.
Upplýst er í bókinni að hug-
myndin að nafninu Vinstri hreyf-
ingin sé komin frá Atla Rúnari Hall-
dórssyni fjölmiðlamanni, sem hafi
verið til ráðgjafar við flokksstofnun
sumarið 1998. Skilaboð Atla þar hafi
verið að hreyfing væri stærra hug-
tak en flokkur og niðurstaðan hafi
því orðið sem fyrr greinir. Í samtali
við Morgunblaðið í gær staðfesti Atli
Rúnar að hér væri rétt farið með.
Vinstri hreyfingin hefði verið sín til-
laga, en grænt framboð væri frá öðr-
um komið.
Skrá söguna á eigin forsendum
Í bókinni Rauði þráðurinn segir
frá ætt og uppruna Ögmundar og
hefur hún að geyma líflegar frásagn-
ir af samferðamönnum hans úr Sjón-
varpinu, BSRB og pólitíkinni. Bókin
er þannig í senn persónusaga og þó
fyrst og fremst söguleg sýn á stjórn-
mál og verkalýðsbaráttu síðustu
áratuga.
„Mér var í mun að skrá sjálfur og
á eigin forsendum sögu atburða og
framvindu sem ég þekki vel og átti
þátt í að móta. Að því leyti er frá-
sögnin mín sýn á málefnin, verka-
lýðsbaráttuna og pólitíska þróun á
síðustu árum. Í atburðum í fortíð og
samtíð má greina rauðan þráð sem
nú teygir sig inn í framtíðina,“ segir
Ögmundur Jónasson um bókina sem
forlagið Sæmundur gefur út.
Nubo felldi næstum ríkisstjórnina
- Icesave og ESB voru erfið mál VG í Jóhönnustjórninni, segir Ögmundur í nýrri bók - Flokkurinn
gaf eftir í markaðshyggju - Fullkomið fráhvarf frá fyrri stefnumálum - Vinstrihreyfingin verði HF
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sögumaður Frásögnin er mín sýn á málefnin, verkalýðsbaráttuna og póli-
tíska þróun síðustu ár, segir Ögmundur Jónasson um bókina Rauði þráðurinn.