Morgunblaðið - 30.12.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 30.12.2021, Síða 16
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umfjöllun kínverskra fjölmiðla um framlag íslensks listamanns til Vetrarólympíuleikanna í Peking hefur þegar skapað mikil tækifæri til landkynningar. Meðal annars hafa kínverskir sjónvarpsmenn sýnt áhuga á að fjalla um íslenska nátt- úru. Þetta segir Runólfur Oddsson sem hefur komið listamanninum á framfæri í Kína. Vísar hann til þess að sjónvarps- stöðin China International Tele- vision Network valdi lækninn Victor Guðmundsson, „Doctor Victor“, til að semja lag fyrir Vetrarólympíu- leikana, ásamt tónlistarmönnum frá Mongólíu, Kína og Ítalíu, en leik- arnir hefjast 4. febrúar nk. í Peking. Fór á 450 útvarpsstöðvar Runólfur hafði milligöngu um þátttöku Victors í þessu samstarfi. „Árið 2020 kynnti ég einum þekktasta útvarpsmanni Kína tón- smíðar Victors. Úr varð að lag hans var spilað á útvarpsstöðinni China Radio International og í framhaldi af því á yfir 450 útvarpsstöðvum um heim allan. Lagið sló í gegn,“ segir Runólfur. Eftir þessar góðu viðtökur hand- söluðu þeir frændur, Victor og Run- ólfur, samstarf og sér sá fyrrnefndi um tónlistina en sá síðarnefndi um kynningarmálin. „Framlag Victors er frábær land- kynning fyrir Ísland. Hann var kynntur í hinum þekkta fréttaskýr- ingarþætti The Vibe á sjónvarps- stöðinni CGTN [China Global Television Network] 22. desember síðastliðinn og var þátturinn sýndur í Kína og um allan heim. Talið er að á annað hundrað millj- ónir manna hafi séð þáttinn sem er sýndur um allan heim. Þar með tal- ið í New York, San Francisco, St. Pétursborg, París og í Mexíkóborg. Í þættinum eru sýndar fallegar myndir af náttúru Íslands, þannig að þetta er frábær kynning á Ís- landi,“ segir Runólfur. Mikil áform í pípunum Hann upplýsir að þeir hyggi á frekara samstarf í Kína og Asíu. Stórt verkefni sé í burðarliðnum. „Við Victor erum frændur. Oddur Eyjólfsson á Sámsstöðum í Fljóts- hlíð var langafi okkar og Ingibjörg Ketilsdóttir langamma okkar. Við kynntumst þegar Victor tók inn- tökupróf við læknadeild Jessenius- háskóla í Martin í Slóvakíu, sem þreytt var á Grand hóteli í Reykja- vík,“ segir Runólfur, sem er um- boðsmaður skólans á Íslandi. „Victor útskrifaðist sem læknir frá skólanum í fyrra. En þess má geta að systir Victors, Eva May, sem er á fjórða ári hjá læknadeild Jessenius-háskóla í Martin, gerir það gott sem plötusnúður í Slóvakíu og Ungverjalandi,“ segir Runólfur. Ásamt áhuganum í Kína hafi ein helsta sjónvarpsstöð Slóvakíu lýst yfir áhuga á að bjóða Victori í morgunþátt í tilefni af laginu sem samið var í tilefni Vetrarólympíu- leikanna. - Tónlist Doctors Victors hefur ómað hjá hundruðum útvarpsstöðva í Kína Ljósmynd/Skjáskot úr þætti The Vibe Tónlistarmaður Victor Guðmundsson, „DJ Victor“, hefur verið til umfjöllunar á sjónvarpsstöðinni CGTN. Íslenskur læknir slær í gegn fyrir Vetrarólympíu- leikana í Kína Frændur Runólfur Oddsson og Victor Guðmundsson fagna því að sá síðar- nefndi var valinn maður ársins í háskólabænum Martin í Slóvakíu 2019. 16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021 Land hefur nú risið um tuttugu sentimetra við eldstöðina Öskju frá ágústmánuði samkvæmt síðustu mælingum sem bárust Veðurstof- unni rétt fyrir jól. Skýrt merki er um að kvika sé að safnast þar undir þó að ekki sé víst að það endi með eld- gosi á næstunni. Þetta segir Bene- dikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðing- ur Veðurstofunnar á sviði jarð- skorpuhreyfinga. Þensla hófst við eldstöðina um mánaðamótin júlí-ágúst en dregið hefur verulega úr hraðanum síðan þá. Sömuleiðis hefur skjálftavirkni minnkað. Að sögn Benedikts er fyllsta ástæða til að fylgjast vel með stöðunni áfram en hann telur þó lík- legt að fleiri fyrirboðar muni gera vart við sig í aðdraganda eldgoss, til að mynda aukin skjálftavirkni. „Ef það kemur til eldgoss myndi það hafa mun meiri aðdraganda en þetta landris. Það væri alla vega mjög óvanalegt ef svo væri ekki. En við eigum ekki von á því að neitt ger- ist alveg á næstunni.“ Askja, sem er virk eldstöð, gaus alls átta sinnum á síðustu öld, þar af sjö sinnum á tímabilinu 1921 til 1929 en síðasta eldgos var árið 1961. Að sögn Benedikts voru gosin fyrir tíma mælinga og eru því engin gögn til staðar um landris í aðdraganda þeirra. Hins vegar hófust hallamæl- ingar snemma á sjöunda áratugnum sem benda til að landris hafi byrjað í kjölfar gossins sem varð árið 1961 og varði þenslan eitthvað fram á átt- unda áratuginn. Hlé var gert á mæl- ingum árið 1972 og er því ekki vitað með vissu hvenær henni lauk. Síðan hefur land sigið við eldstöðina og var það ekki fyrr en í sumar að sú staða breyttist. hmr@mbl.is Enn mælist land- ris við Öskju - Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni Morgunblaðið/Eggert Askja Land heldur áfram að rísa. Vetrarólympíuleikarnir í Peking fara fram 4. til 20. febrúar nk. Opnunarhátíðin verður haldin í „fuglahreiðrinu“, leikvang- inum þar sem Ólympíuleikarnir sumarið 2008 voru settir, og þar fer lokahátíðin líka fram. Keppnisgreinarnar verða 109 sem er metfjöldi. Nokkur mannvirki sem voru notuð við keppnishald á Ólympíuleikunum 2008 verða einnig notuð á komandi leikum. Leikarnir 2008 skipa sér- stakan sess í íslenskri íþrótta- sögu en karlalið Íslands í hand- bolta vann þá silfurverðlaun. AFTUR LEIKAR Í PEKING Tákn Merki Ólympíuleikanna. Metfjöldi greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.