Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Síða 13

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Síða 13
Nýtt námsefni fyrir grunnskóla um slys og slysavarnir G eimálfurinn frá arslys - leikinn af Árna Salomonssyni, félaga í Sjálfsbjörg. Um nokkurt skeið hafa íslendingar verið með hæstu slysatíðni á börnum og unglingum af öllum Norður- landaþjóðunum. Fyrir nokkrum misserum gaf heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið út heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Helstu markmið þeirrar áætlunar eru m.a. að draga úr slysum og dauðaslysum á þessum aldurshópi um 25%. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur því ráðist í gerð námsefnis fyrir grunnskóla um slys og slysavarnir, sem ber heitið Geimálfurinn frá Varslys. Höfundur efnisins er Unn- ur María Sólmundardóttir, en hún er mörgum félögum í Sjálfsbjörg vel kunn þar sem hún hefur starfað með Hala- leikhópnum, leikfélagi fatlaðra og ófatlaðra. Unnur María samdi m.a. handritið að leikritinu Á Fjölum félagsins sem Halaleikhópurinn sýndi fyrir skömmu við góðar undirtektir. Arni Salomonsson í hlutverki geimálfs- insfrá Varslys. Mynd/Hreinn Magnússon. Unnur María var við nám í Kenn- araháskóla Islands þegar Slysa- varnafélagið Landsbjörg auglýsti eftir nemanda til að gera handrit að námsefni um slys og slysavarnir. Unnur María hreppti hnossið og notaði handritið sem lokaverkefni sitt við skólann. Handritið hlaut m.a. viðurkenningu úr Minningar- sjóði Asgeirs S. Björnssonar, sem árlega er veitt fyrir framúrskarandi B.Ed. ritgerð við Kennaraháskóla Islands. Unnur María starfar nú hjá Slysa- vamafélaginu Landsbjörg þar sem hún vinnur að gerð námsefnisins, en áætlað er að gefa það í alla grunn- skóla landsins næsta haust. Náms- efnið, sem er lífsleikniverkefni, fjallar um geimálf frá plánetunni Varslys, sem brotlendir á Islandi. Unnur María leitaði til vinar síns Árna Salomonssonar, sem einnig hefur starfað með Halaleikhópnum, til að leika geimálfinn. „Ámi var strax til í þetta. Við höfum þegar heimsótt grunnskólaböm þar sem hann hefur hreinlega brillerað sem geimálfur,“ segir Unnur María. „Hann lifir sig alveg inn í hlutverkið og gefur geimálfinum bæði líf og kraft. Hann hefur spáð mikið í hlut- verkið og hefur þróað sérstakt 13

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.