Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 42 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Sojasósa á stóran sess í matargerð landa í austan- og suðaustanverðri Asíu og vægi hennar sem krydds í matargerð hefur aukist á Vesturlöndum og víðar um heim. Uppruni sojasósu er rakinn til Kína og talið að hún hafi verið notuð þar til matargerðar í yfir 2.000 ár. Sósan barst til Evrópu með hollenskum kaupskipum á 17. öld. Í grunninn er sojasósa gerjuð kryddsósa sem er aðallega gerð úr vatni, sojabaunum, salti og ristuðu korni eða hveiti. Sósan er notuð til matargerðar og sem krydd á eldaða rétti. Hefðbundin soja í dag er súpa af vatni, sojamjöli, hrísmjöl eða hveiti og slettu af Aspergillus-gersveppi. Sveppurinn er fenginn úr eldri sojablöndu þar sem hann er ræktaður og viðhaldið. Upprunnin í Kína Frumgerð sojasósu í Kína kallaðist jan og var lögurinn sem fékkst af matvælum úr saltpækli, aðallega ávöxtum, grænmeti, korni og þangi en einnig kjöti og fiski. Mjölið í pæklinum var að meginuppistöðu hrísgrjón, hveiti og sojabaunir. Talið er að uppruni sojasósu í Kína sé á síðari hluta Han-tímabilsins, sem stóð frá 202 fyrir og til ársins 220 eftir upphaf vestræns tímatals. Sojasósugerðar er getið í rituðu máli á bambusberki sem fannst við uppgröft við Mawangdui í Hunan- héraði og talið er að sé frá um 200 fyrir Krist. Soja og zen í Japan Ekki er vitað fyrir víst hvenær þekkingin á jan-gerð barst til Japan en þar fékk sósan heitið hishi og seinna shōyu, grunnur hennar þar var að mestu soja og seinna misó- mauki sem búið er til úr sojabaunum, og varð vinsæl við hirð keisarans. Í dag kallast sósa sem unnin er úr misó-mauki tamari sojasósa. Samkvæmt einni heimild barst framleiðsluaðferð sojasósu með zen-munki til Japan frá Kína á 7. öld. Vitað er að neysla á grænmeti jókst samfara auknum áhrifum búddisma í Japan og samhliða henni jukust vinsældir sojasósu á kostnað sósu sem kallaðist uoshōyu og að mestu unnin úr fiski, sardínum og kolkrabba. Aðrir vilja meina að uppruni soja í Japan sé í Kansai-héraði, sem meðal annars borgirnar Kyoto og Ósaka tilheyra. Á tréristum sem teknar voru saman í bók, um landbúnað á Edo-tímabili, 1603 til 1867, japanskrar sögu, er meðal annars fjallað um framleiðslu á sojasósu. Á tréristunum, sem kallast Koeki Kokusanko, segir að sá sem fyrstur bjó til sojasósu í Japan hafi fæðst í hafnarborginni Kishu við Ósakaflóa um 1580. Einnig eru til ritaðar heimildir frá 1588 sem greina frá flutningi á um 18 þúsund lítrum af tamari sojasósu frá Kishu til borgarinnar Ósaka og því líklegt að framleiðsla á sojasósu eigi sér langa hefð í Kishu. Samkvæmt Koeki Kokusanko naut sojasósa mikilla vinsælda meðal íbúa í Kansai-héraði enda gæði sósunnar sem þar var framleidd sögð mikil. Þrátt fyrir einangrun Japan frá umheiminum á Edo-tímabilinu áttu þeir í viðskiptum við Hollendinga í gegnum borgina Nagasakí. Hollensk kaupskip fluttu japanska sojasósu, sem var aðallega framleidd í Ósaka, Kyoto og borginni Kynshu í tunnum og leirkrukkum, til Kína, hafna í Suðaustur-Asíu og alla leið til Hollands og annarra landa í Evrópu. Sojasósa er gerjaður lögur Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Sushi og sojasósa eru samheldið par. Sojasósugerðar er getið í rituðu máli á bambusberki sem fannst við uppgröft í Hunan-héraði í Kína. Sojabaunir, hveiti og Aspergillus-gersveppur eru undirstöðuhráefnið í sojasósu. Sojaplanta, Glycine max. Sojabaunir eru sú plöntuafurð sem næst kemst kjöti hvað innihaldsmagn af próteini varðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.