Bændablaðið - 26.08.2021, Side 42

Bændablaðið - 26.08.2021, Side 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 42 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Sojasósa á stóran sess í matargerð landa í austan- og suðaustanverðri Asíu og vægi hennar sem krydds í matargerð hefur aukist á Vesturlöndum og víðar um heim. Uppruni sojasósu er rakinn til Kína og talið að hún hafi verið notuð þar til matargerðar í yfir 2.000 ár. Sósan barst til Evrópu með hollenskum kaupskipum á 17. öld. Í grunninn er sojasósa gerjuð kryddsósa sem er aðallega gerð úr vatni, sojabaunum, salti og ristuðu korni eða hveiti. Sósan er notuð til matargerðar og sem krydd á eldaða rétti. Hefðbundin soja í dag er súpa af vatni, sojamjöli, hrísmjöl eða hveiti og slettu af Aspergillus-gersveppi. Sveppurinn er fenginn úr eldri sojablöndu þar sem hann er ræktaður og viðhaldið. Upprunnin í Kína Frumgerð sojasósu í Kína kallaðist jan og var lögurinn sem fékkst af matvælum úr saltpækli, aðallega ávöxtum, grænmeti, korni og þangi en einnig kjöti og fiski. Mjölið í pæklinum var að meginuppistöðu hrísgrjón, hveiti og sojabaunir. Talið er að uppruni sojasósu í Kína sé á síðari hluta Han-tímabilsins, sem stóð frá 202 fyrir og til ársins 220 eftir upphaf vestræns tímatals. Sojasósugerðar er getið í rituðu máli á bambusberki sem fannst við uppgröft við Mawangdui í Hunan- héraði og talið er að sé frá um 200 fyrir Krist. Soja og zen í Japan Ekki er vitað fyrir víst hvenær þekkingin á jan-gerð barst til Japan en þar fékk sósan heitið hishi og seinna shōyu, grunnur hennar þar var að mestu soja og seinna misó- mauki sem búið er til úr sojabaunum, og varð vinsæl við hirð keisarans. Í dag kallast sósa sem unnin er úr misó-mauki tamari sojasósa. Samkvæmt einni heimild barst framleiðsluaðferð sojasósu með zen-munki til Japan frá Kína á 7. öld. Vitað er að neysla á grænmeti jókst samfara auknum áhrifum búddisma í Japan og samhliða henni jukust vinsældir sojasósu á kostnað sósu sem kallaðist uoshōyu og að mestu unnin úr fiski, sardínum og kolkrabba. Aðrir vilja meina að uppruni soja í Japan sé í Kansai-héraði, sem meðal annars borgirnar Kyoto og Ósaka tilheyra. Á tréristum sem teknar voru saman í bók, um landbúnað á Edo-tímabili, 1603 til 1867, japanskrar sögu, er meðal annars fjallað um framleiðslu á sojasósu. Á tréristunum, sem kallast Koeki Kokusanko, segir að sá sem fyrstur bjó til sojasósu í Japan hafi fæðst í hafnarborginni Kishu við Ósakaflóa um 1580. Einnig eru til ritaðar heimildir frá 1588 sem greina frá flutningi á um 18 þúsund lítrum af tamari sojasósu frá Kishu til borgarinnar Ósaka og því líklegt að framleiðsla á sojasósu eigi sér langa hefð í Kishu. Samkvæmt Koeki Kokusanko naut sojasósa mikilla vinsælda meðal íbúa í Kansai-héraði enda gæði sósunnar sem þar var framleidd sögð mikil. Þrátt fyrir einangrun Japan frá umheiminum á Edo-tímabilinu áttu þeir í viðskiptum við Hollendinga í gegnum borgina Nagasakí. Hollensk kaupskip fluttu japanska sojasósu, sem var aðallega framleidd í Ósaka, Kyoto og borginni Kynshu í tunnum og leirkrukkum, til Kína, hafna í Suðaustur-Asíu og alla leið til Hollands og annarra landa í Evrópu. Sojasósa er gerjaður lögur Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Sushi og sojasósa eru samheldið par. Sojasósugerðar er getið í rituðu máli á bambusberki sem fannst við uppgröft í Hunan-héraði í Kína. Sojabaunir, hveiti og Aspergillus-gersveppur eru undirstöðuhráefnið í sojasósu. Sojaplanta, Glycine max. Sojabaunir eru sú plöntuafurð sem næst kemst kjöti hvað innihaldsmagn af próteini varðar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.