Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 1
ISSN 1023-2672 3. tbl. 39. árg. – September 2021 Kolviðarhóll, vestan undir Hellisheiðinni, varð mörgum til bjargar á liðnum öldum, en margir tróðu þar helveg og dóu í kofaskriflunum örmgna af hungri og kulda. Þar var fyrst reist sæluhús 1844. Sigurður Guðmundsson málari var hvatamaður að söfnun fyrir nýju húsi á Kolviðarhóli 1870. Þar vildi hann hafa ljós í gluggum, lúðra sem blésu og hunda sem leituðu manna. Þótt draumar Sigurðar málara um lúðrana rættust ekki, þá var í nýja sæluhúsinu þessi koparklukka, sem hringt var í dimmviðrum, vegfarendum til leiðbeiningar heim á Hólinn. Varð hún mörgum til bjargar. Hún hringdi frá 1885 allt fram til ársins 1907, var þá geymd á Hólnum, týndist svo í 30 ár, 1927-1957, fannst þá af tilviljun og er nú geymd á Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka. Meðal efnis í þessu blaði: Samantekt: Guðfinna Ragnarsdóttir Kolviðarhóll Guðfinna Ragnarsdóttir: Grímsnesið góða Gullmolinn Gáfaða stúlkan að vestan... Vorgangan Jónas Hallgrímsson, Skjaldbreiður, Skógarkot og hesturinn Baldur

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.