Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Page 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Page 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 http://www.ætt.is aett@aett.is17 inum árið 1838, en enginn vildi, vegna hjátrúar, vera hinn fyrsti til að hvíla í nýjum kirkjugarði. Guðrún var sýslumannsfrú og lést í nóvember 1838. Saga hennar var harmsaga. Hún missti fyrri mann sinn, en með honum átti hún eitt barn, giftist síðan Þórði Sveinbjarnarsyni, háyfirdómara í lands- yfirréttinum, og átti með honum fjögur börn. Börnin sín fimm missti hún, öll ung að árum. Heilsa hennar gaf sig, andleg og líkamleg. Hún lést aðeins 58 átta ára gömul. Barnið sem hún átti með fyrri manni sínum dó síðast, og það: „beygði loks hugarkjark hennar, er aldrei framar náði sjer..“ segir Þórður í sjálfsævisögu sinni, sem kom út 1916, og að hún hafi fyllst sjúkleg- um kvíða yfir því að missa hann og standa ein eftir. Önnur sorgarsaga fylgdi líka Steinunni blessaðri frá Sjöundá sem lá lengi í sinni dys við alfaraleiðina út úr bænum á Skólavörðuholtinu. Það var ekki fyrr en eft- ir hafnargerðina í Reykjavík um 1913, að Steinkudys stóð ein eftir á Holtinu, þar sem grjótið hafði verið tek- ið. Líkamsleifar Steinunnar voru þá jarðaðar í vígðum reit í Hólavallargarði. Steinn var settur á gröf hennar og oft eru blómvendir og styttur á uppsteyptu leiðinu, eins og hér má sjá á einni myndinni. Já, það var margur og margvíslegur fróðleikurinn sem mætti okkur í garðinum. Listfræðingurinn Björn Th. Björnsson kall- aði Hólavallargarð „stærsta og elsta minjasafn“ Reykjavíkur í bókinni Minningarmörk í Hóla valla- garði og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörð- ur hefur tekið í sama streng. Garðurinn er, segir hún, heimild um list- og táknfræði, persónusögu og ætt- fræði og stefnur í byggingarlist, minningarmörkum, garðyrkju og handverki. Við þökkum Heimi Birni Janusarsyni fyrir frábæra leiðsögn og hlökkum til fleiri vorferða um þennan sælureit.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.