Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Síða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021
http://www.ætt.is aett@aett.is19
sem mjög vel gefinn maður. Þetta vakti undrun allra.
Pólastrákurinn og systir málfræðingsins, sem í hverri
viku uppfræddi landslýð, voru orðin par. Hvernig gat
það farið saman???
Á þessari stundu hvarf hugur Guðrúnar greinilega
aftur um nær heilan mannsaldur og hún sá fyrir sér,
eitt augnablik í fyrsta sinn, stúlkuna hans Ragga, hans
Ragga úr Pólunum, gáfuðu stúlkuna að vestan....
Pólastrákurinn hann
pabbi minn og móðir
mín, „gáfaða stúlkan
að vestan“.
Munum að skrá sögu gömlu hlutanna
Hún er svo oft okkar saga
Snældustokkur
og halasnælda
ásamt snældum
Þessir gripir voru í eigu Ingveldar Rutar
Ásbjörnsdóttur föðurömmu minnar. Hún var
fædd að Ási í Hafnarfirði 12. des. 1872 og lést
í Reykjavík 14. jan. 1964. Ingveldur var 6. lið-
ur frá Bergi í Brattholti, sem Bergsætt er við
kennd. Langalangafi hennar var Guðni Jónsson í
Reykjakoti í Ölfusi sem Reykjakotsætt er frá tal-
in.
Ingveldur var alla tíð mjög fátæk. Hún var ein-
stæð móðir með þrjú börn.
Faðir Ingveldar var Ásbjörn b. á Leiðólfsstöðum
í Flóa Ólafsson b. Hvoli í Ölfusi. Móðir Ásbjörns
var Inghildur Þórðardóttir sterka b. í Bakkarholti
í Ölfusi Jónssonar. Inghildur var langalangamma
Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara, föð-
ur Kjartans Ragnarssonar leikara og langamma
Meivants Sigurðssonar á Eiði. Móðir Inghildar
var Ingveldur Guðnadóttir b. í Reykjakoti
Ölfusi Jónssonar. Ingveldur var langalangamma
Halldórs Laxness.
Guðni Jónsson í Reykjakoti er ættfaðir
Reykjakotsættarinnar. Móðir Ingveldar Rutar
ömmu minnar var Svanhildur Illugadóttir b.
Svalbarða og Skógtjörn á Álftanesi Árnasonar.
Svanhildur var dóttir Halldóru Gamalíelsdóttur
Jónssonar b. Dysjum á Álftanesi Þorgrímssonar
Bergssonar Sturlaugssonar ættföður Bergs-
ættarinnar. (Guðfinna Ragnarsdóttir)
Smælki
Mannlýsing
Margar sögur eru sagðar af Sigmundi Magnússyni í
Akureyjum. Hann var sonur Magnúsar Ketilssonar
sýslumanns. Hann var hæfileikamaður, en mikill
drykkjumaður. Sagt var að hann drykki þó aldrei
svo mikið að hann slagaði eða í honum drafaði.
Þvert á móti óx honum við drykkjuskapinn fjör,
áræði og stórkostleg ógætni. Séra Eggert, faðir
Friðriks Eggerz, lýsir Sigmundi svo: Hann var
stærri en í meðallagi á vöxt, flatvaxinn, hálslang-
ur og herðabreiður, útlimaþrekinn, lágur á niður-
vöxt, en manna hæstur í sessi og manna best á
fót kominn, með fallega hönd, flata og breiða,
vöðvamikla, tilþrifaharða og óslysna. Höfuð
og andlit í stærra lagi, andlitið vel fallið, mik-
il brúnabein, móeygður og hýrlegt augnatillitið,
þá hann var í góðu skapi, fast og óskeikult, og
líktist um það, að sögn, móður sinni. Fremur var
hann digurrómaður og mikill yfirmáli, og sem
væri nokkuð skipandi í rómnum, heldur sein,
en fljótmæltur og gaf málhvíld öllum þeim sem
við hann ræddu. Stundum var hann hljóður og
gjörðist með aldrinum tortryggur, og má því hafa
valdið, að oft þóttist hann narraður og svikinn
af öðrum. Á hár og skegg var hann rauðbirkinn,
en dökknaði með aldrinum og var hvorttveggja
þykkt og mikið... Sigmundur lést 1837. (Sögur af
Snæfellsnesi 1. Oskar Clausen)