Bjarmi - 01.10.2018, Page 2
I iimróíi hugmjnda og breytílegs gildismats
íslenskt samfélag, eins og flest samfélög
Vesturlanda, er á miklu breytingaskeiði.
Markvisst er unnið að því að breyta
grundvallarviðmiðum og gildum. Alls kyns
menningarstraumar flæða yfir landið með
ferðamönnum, nýbúum og hnattvæðingu
þar sem ekkert er lengur of fjarlægt til að
nálgast það. Lykilorð til að lýsa ástandinu
eru fjölhyggja og fjölmenning, andstæður
hins einsleita samfélags.
Fjölmenningin leiðir af sér að fleiri spyrja
um sannleiksgildi og erindi kristinnar trúar
við manninn í nútímasamfélagi. Með allt
þetta framboð virðist sem trúverðugleiki
hins gamla sé minni en var og sumt fólk
lítur svo á að kirkja og kristin trú séu úr leik.
Og víst er það að ekki er reiknað með eða
hugsað markvisst út frá kristnum gildum í
sama mæli og var. Hvert það leiðir okkur á
eftir að koma í Ijós.
Við aðstæður sem þessar getur verið
freistandi að draga sig í hlé, gefast upp
eða fyllast vonleysi. En Biblían hvetur
okkur til hins andstæða. Sannleikur
fagnaðarerindisins hefur ekki breyst. Þess
vegna er hvorki í boði að þegja eða draga
rí^lNGI
HÓPFERÐIR
5544466
úr sannleiksgildi hans með málamiðlun.
Aðeins Jesús hefur sýnt okkur hver Guð
er í raun og veru. Aðeins hann er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til
föðurins nema fyrir hann. Það hefur ekkert
breyst með fjölmenningu og breytist ekki þó
svo fjöldinn snúi baki við Jesú. Ekkert annað
nafn er til um víða veröld sem getur frelsað
manninn og leyst hann frá sekt, skömm og
ótta. Allt stefndi til hans og frá honum - að
það verður hann, ekkert og enginn annar,
sem kemur að dæma lifendur og dauða.
Okkur er trúað fyrir fagnaðarerindinu
og þurfum bæði að sjá og nýta tækifærin.
Margir eru innst inni trúarlega leitandi,
ekki síst þegar fólk stendur andspænis
dauðanum og spurningunni um tilgang
lífsins. Við þurfum kjark, kraft heilags anda
og auðmýkt kærleikans sem hann vill
einnig veita okkur, til þess að fólk sjái Jesú
og snúi sér til hans. Með Bjarma viljum við
beina sjónum okkar og annarra að hinum
krossfesta og upprisna, vera til hvatningar
og uppörvunar, efla trú okkar og þjónustu
í Guðs ríki með bæn um að Drottinn leiði
okkur um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
í þessu tölublaði tengjumst við
áfram séra Friðriki í tilefni þess að
150 ár voru frá fæðingu hans í maí sl.
Viðtal er við Helga Gíslason, formann
KFUM og KFUK á íslandi, og grein um
ást og stríð í söngvum séra Friðriks.
Einnig er horft til annars stórmennis í
Guðs ríki, Billys Graham sem lést fyrr á
árinu en í nóvember verða 100 ár liðin
frá fæðingu hans. Framundan er GLS
ráðstefnan í tíunda sinn hér á landi
og rætt við frumkvöðla og lykilmenn á
þeim vettvangi. Sigurjón Árni Eyjólfsson
skrifar um kirkjuklukkurnar, Vigfús
Ingvar Ingvarsson um miskunnsama
Samverjann og systurnar í Betaníu
og um nýtt hugsanlegt hagkerfi. Þá
birtist einnig yfirlýsing Alkirkjuráðsins
um sköpunina og sjálfbær samfélög
ásamt inngangi Gunnþórs Þ. Ingasonar.
Uppáhaldsversið, Bjarmabrosin, hug-
vekju og fleira er einnig að finna í þessu
tölublaði. Við biðjumst afsökunar á
nokkrum töfum við útgáfu þess og
horfum fram til þess næsta í desember.
Ragnar Gunnarsson
S. Waage ehf.
Garðabæ
____ Hjáiparstarf
\V[J kirkjunnar
GA
SMÍÐAJÁRN
WAMIS
Bjarmi 2. tbl. 112. árgangur, október 2018. ISSN1026-5244
Útgefandi: Salt ehf í samstarfi við Samband íslenskra kristniboðsfélaga
Ritstjórn: Ragnar Gunnarsson, Vigfiís Ingvar Ingvarsson, Haraldur Jóhannsson og Böðvar Björgvinsson
Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson og Vigfus Ingvar ingvarsson.
Afgreiðsla: Háaleitisbraut 58-60,108 Reykjavik, sími 533 4900, fax 533 4909.
Kennitala Salts: 600678 0789, reikningsnúmer 0117 26 017476,
IBAN: IS18 0117 2601 7476 6006 7807 89, SWIFT: NBIIISRE
Vefslóðir: www.bjarmi.is,www.sik.is og www.saItforlag.is. Netpóstur: ragnar@sik.is
Argjald kr.4.950 (þrjú tölublöð), kr. 5.950 til útlanda. Gjalddagi 1. júní. Verð í lausasölu kr. 1.750.
Forsíðumynd: Lightstock
Umbrot og hönnun: Emil Hreiðar Björnsson
Prentun: Litróf
bjarmi.is