Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.2018, Page 13

Bjarmi - 01.10.2018, Page 13
BÆN ER EKKIBARAORÐ, VIÐ BIÐJUM MEÐ LIKAMANUM, KRJÚPUM, GÖNGUM, LEGGJUMST OG FÖRUM í PILAGRÍMSFERÐIR er alvara og getur leitt til píslarvættisdauða. Hetjukirkjan á píslarvotta á tímum ofsókna, og einnig á hún fólk sem velur meinlæti, eða afneitun ákveðinna gæða og sjálfsaga og klausturlíf á tímum friðar. Hið kristna Iff kallar á fórnir en án þeirra verður kirkjan veraldleg. LÆRT AF ÁHERSLUM SÉRA FRIÐRIKS Sumir hafa bent á að myndin af Jesú í boðun og starfi kirkjunnar sé helst til kvenleg eða höfði meira til kvenna en karla. Minni áhersla sé á andlega baráttu, sigurvegarann og Drottin drottnanna. Drengir og karlmenn þurfi fyrirmynd sem undirstrikar karlmennsku. Mikilvægt er að drengir sjái karlmann sem þeir bera virðingu fyrir, biðjast fyrir og taka trúna alvarlega. Drengir eru oft tilbúnir að ganga langt í íþróttum. Þess vegna mætti læra það af séra Friðriki að kynna fyrir þeim meinlætalífi, bæn, föstu, sjálfsafneitun, sjálfsstjórn og annan kirkjulegan aga. Bæn er ekki bara orð, við biðjum með líkamanum, krjúpum, göngum, leggjumst og förum í pílagrímsferðir. Ein öflugasta mynd hins kristna lífs er af ferðalagi eða vegi. Nýja testamentið notar myndir af hermönnum og íþróttamönnum til að leggja áherslu á sjálfsaga, þjálfun og markmíð lífsins. Meinlætalíf eða sjálfsafneitun og agi er meðalið en ekki tilgangurinn sjálfur. Þjálfun leiðir til betra lífs og sjálfsagi hjálpar manni að ná markmiðum sínum. Við sjálfsögun á sér stað kerfisbundin útilokun ákveðinna þátta, s.s. hroka, sjálfsvorkunnar, skorts á kærleika, sem allt eru hindranir á vegi andlegs þroska. Fasta er álitin vera frábær leið til sjálfsögunar.3 Þessi tvö þemu, ást og stríð, geta gefið ákveðið jafnvægi í boðun og áherslum kristílegs starfs, ekki aðeins meðal drengja og ungra manna, heldur beggja kynja og allra aldurshópa. Að fylgja Jesú er spurning um það hver og hvað ræður í lífi okkar, ást til hans eða jarðneskra hluta. Að fylgja Jesú er einnig alvarlegt mál og kallar okkur til baráttu gegn syndinni, hinu illa í eigin lífi og samfélagi þeirra manna sem við erum hluti af. Að lokum fylgja tvö vers, fyrst er fjórða og síðasta vers söngsins Sigurför (Nú sonur Guðs á sigurför): Og sonur Guðs á sigurför þeim sendir þessi boð: „Þér ungu menn, ég óska mér afyður lið og stoð!" Þá svara góðir sveinar strax: „Ó sjá þú Drottinn oss! Vér allir viljum vígjast þér og verja'hinn helga kross!“ Síðan er lokavers söngsins Sigrandi og til sigurfara þar sem kallið til eftirfylgdar og baráttu í her Drottins er skýr og markið hins andlega stríðs skýrt, að heimurinn heyri og taki við boðskapnum um Jesú Krist: Guðs alvæpni GuSs alvœpni taktu og trufastur ver, pó viðnám þú veitir, er vopnum pú beitir, pá sigrinum heitir hinn Sigrandi pér. Guds alvcepni taktu og öruggur ver, svo óvinir eigi á orrustu degi að óvörum megijá unnið á pér. Guðs alvæpni berðu og vakandi ver, og beittu á verði Guðs blikandi sverði pótt veröldin herði sín vélráð að pér. Guðs alvœpnijágað íjylkingu ber, og berðujram skjöldinn, er skelflr pig óldin, pá myrkranna völdin ei mega við pér. Guðs alvœpni dýrast mun duga pér vel á œvinnar vegi, á úrslita degi pá bugast pú eigi, en brosir við hel. Þennan sálm er einnig að finna í Sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar (1972) nr. 260 Sigrandíog til sigurfara saman skundar Drottins her. Sigurhátíð helg vor bíður, heiðurs-sveiginn öðlumst vér! Siguriaunin sjálfum Jesú sæma einum: Dýrð og völd, allar þjóðir heims að hylli, hann sem bar öll syndagjöld.4 ’Lára Halla Sigurðardóttir: Þú æskuskari á íslands strönd. Um æskulýðssöngva og sálma séra Friðriks Friðrikssonar. https://skemman.is/handle/1946/13829 2SjáOp. 19:11-21. 3Sbr. umfjöllun Sigríðar Hrannar Sigurðardóttur: Viðhengi við BA-ritgerð við guðfræðideild HÍ sumarið 2006: Brúður Krists i dimmu nóttinni, borginni og á fjallinu. Þar er vísað í skrif McGrath 1999: Christian Thrology, An Introduction. og Podles 2001. 4Stuðst er við Söngbók KFUM og KFUK og Sambands ístenskra kristniboðsfélaga frá árinu 1973 og Sáima, kvæði, söngva eftir Friðrik Friðriksson frá 1968 við birtingu söngtexta séra Friðriks. bjarmi | apríl 2018 | 13

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.