Bjarmi - 01.10.2018, Síða 14
Verid í Kristi
rins og greínln á
víiiviáiiiiiin
„ÉG ER VÍNVIÐURINN, ÞÉR ERUÐ GREINARNAR."
JÓH 15.5.
ANDREW MURRAY
Það var í líkingunni um vínviðinn, að
frelsarinn notaði orðin „verið í mér“. En
með þessari skýru og innihaldsríku líkingu
lýsir hann því samfélagi við sig er hann
býður okkur.
Við lærum það af þessari líkingu, í
hverju hin sanna eining er fólgin. Það er
lifandi samband milli stofns og greina;
ekkert ytra samband getur komið í þess
stað. Hvort heldur greinin er náttúruleg
eða hefur verið grædd á stofninn þá er hún
verk skaparans og stofninn veitir henni líf
og næringu svo að hún ber ávöxt.
Þannig er því einnig farið með trúaðan
mann. Samband hans við Drottin er ekki
verk mannlegs vilja eða vísdóms heldur
verk Guðs. Hann hefur sjálfur komið á
hinu nána, fullkomna lífssamfélagi milli hins
trúaða og sonar síns með því að „hann
hefur sent Anda sonar síns í hjörtu okkar.“
Andi sonar hans skapar lífið í hjörtunum.
Og í einum anda og einu lífi, í Kristi, erum
við eitt með honum, líkt og greinin og
vínviðurinn þar sem sambandið er svo
fullkomið, að hvorugt getur án hins verið
heldur lifir greinin fyrir tréð og tréð fyrir
greinina.
Án vínviðarins getur greinin ekki borið
ávöxt. Hún á tilverurétt sinn í víngarðinum
trénu að þakka, líf sitt og frjósemi. Því segir
Drottinn: Án mín getið þér alls ekkert gert“.
Trúaður maður getur þóknast Guði aðeins
að svo miklu leyti sem kraftur Krists, er (
honum býr, kemur því til vegar. Líf Heilags
anda, er sífellt streymir til hans, er eina
orsök þess, að hann ber ávexti Guði til
dýrðar. Hann lifir sakir Krists og er hvert
augnablik upp á hann kominn.
Vínviður getur heldur ekki án greina
verið. Tré án greina getur ekki borið ávöxt.
Náð Krists er svo dásamleg, að hann
þarfnast lærisveina sinna, til þess að ná
til mannanna með ávexti blessunar sinnar.
Hann lætur þá bjóða syndurum vínþrúgur
hins himneska Kanaans. Hneykslist ekki!
Hann hefur í vísdómi sínum hagað því svo
sjálfur. Hann hefur kallað sína endurleystu
til þessa mikla heiðurs. Þeir þarfnast hans,
eigi ávextir þeirra að vera frá honum. Og
hann þarfnast þeirra, til þess að ávextir
hans opinberist í lífi þeirra. Hugsaðu um
þetta, vinur, þar til sál þín lýtur Guði í
tilbeiðslu, sakir vísdóms hans og náðar, er
birtist í undursamlegu samfélagi Krists og
hans trúuðu.
Ailt vínviðinum tilheyrandi er einnig
greinanna. Tréð dregur ekki til sín næringu
úr jarðveginum sjálfs sín vegna, heldur
greinanna, svo að þær fái næga næringu.
Eins og stofninn er upphaf greinanna, er
hann og þjónn þeirra.
Jesús, sem veitt hefur okkur lífið, iagði
sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur. ,,[É]g hef
gefið þeim þá dýrð sem þú gafst mér“ (Jóh
17.22). „Sá sem trúir á mig mun einnig
gera þau verk sem ég geri. Og hann mun
14 | bjarmi | apríl 2018
gera meiri verk en þau“ (Jóh 14.12). Oll
hans fylling, allur hans vísdómur, er í boði
til hjálpar, þér sem trúir. Allt, sem Kristur
er á himnum, er hann vegna okkar. Öll
umhyggja hans snýst um okkur. Hann er
meðalgangari okkar og árnaðarmaður hjá
föðurnum.
Allt, sem greinarinnar er, heyrir einnig
vínviðinum til. Greinin lifir ekki sjálfri sér
heldur ber hún ávöxt til þess að opinbert
verði, hve gott tréð er. Hún á tilverurétt og
hefur tilgang aðeins sem þjónn trésins.
Yndislega líking köllunar okkar og
fullkominnar vígslu til þjónustu í Guðs ríki.
Eins og Kristur helgar sig okkur til heilla
algerlega, eins finnum við okkur knúin
til að vera algerlega hans. Hvert minnsta
verk okkar, hvert augnablik lífs okkar, hver
hugsun og hver tilfinning er helgað Jesú,
til þess að ávextir okkar séu frá honum
og fyrir hann. Þegar okkur skilst hvert gildi
vínviðurinn hefur fyrir greinina og hvað