Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.2018, Qupperneq 25

Bjarmi - 01.10.2018, Qupperneq 25
Turn Bíldudalskirkju. Kirkjuklukkan eða klukkurnar eru yfirleitt í turni kirkjunnar. Klukkurnar eru því ekki aðeins rödd sem kallar saman söfnuðinn, heldur hefur hún sem slík boðskap fram að færa. í 29. Davíðssálmi er fjallað um raust Drottins og hún tengd m.a. við klukkur en þar segir: „allt í helgidómi hans segir: Dýrð!“ (Slm 29.9). Hér ber að hafa í huga að Guð er í Ritningunni oft settur í samhengi við þrumur. Nægir hér að huga að opinberun Guðs forðum á Sínaífjalli (2Mós 19) eða að frásögnum Nýja testamentisins um krossfestingu og upprisu Jesú Krists. í þessum frásögum er minnst á þrumur og innan kristninnar er hefð fyrir því að tengja þær kirkjuklukkum. Það kemur því lítt á óvart að frá fornu fari hafi kirkjuklukkum verið hringt er þrumuveður eða óveður var í aðsigi. Það er vissulega gert til viðvörunar en einnig til að sefa þann ótta sem þá getur búið um sig í brjóstum manna og jafnvel dýra. Fyrr á tímum álitu margir — minnugir frásögunnar úr Matteusarguðspjalli þar sem Jesús hastaði á vatn og vind (Matt 8.23-27) — að klukkuhringingin varaði ekki bara við fárviðri, heldur gæti hún bægt því frá. f hugum fólks endurómaði því rödd Krists í hljómi klukknanna. Alla jafnan eru kirkjuklukkur tengdar kirkjulegu starfi, þar sem hringt er til guðsþjónustu, bænastunda, kirkjulegra athafna o.s.frv. Áður en þessi guðfræðilegi þáttur þeirra og hljóms verður skoðaður, er nauðsynlegt að huga aðeins að tilurðarsögu kirkjuklukkna. 2. SÖGULEGUR BAKGRUNNUR KIRKJUKLUKKNA Uppruna klukkna og bja.lla rekja fræðimenn til Kína en þar hafa fundist klukkur frá 12. öld fyrir Krist. í öðrum löndum Asíu hafa fornleifafræðingar rekist á hljóðfæri lík klukku og hið sama er uppi á teningnum í löndum við Miðjarðarhaf. Ails staðar í heiminum eru klukkur notaðar jafnt á sviði veraldlegs og andlegs vafsturs. Það lítur út fyrir að í djúpi vitundar mannsins búi sú vissa að klukkur bægi jafnt hættum frá, sem og að þær vari fólk við þeim, þá hvort sem þær eru af völdum manna eða náttúru. Þær eru einnig notaðar í tengslum við eiða, lækningar, innsetningu í embætti, við ýmsar vígsluathafnir o.s.frv. Algeng er sú trú að hljómur þeirra fæli frá illa anda og aðra óáran. í fjölda íslenskra þjóðsagna er þess getið að illar vættir eða draugar þola illa hljóm kirkjuklukkna og inntak skáldverka hefur snúist um hann. Nægir hér að minna á bók Halldórs Laxness, fslandsklukkuna. Innan kristindómsins koma kirkjuklukkur fyrst fram á sjónarsviðið í tengslum við klaustrin, þar sem þær leystu af hólmi tréplötur og litlar handtrommur sem slegið var á til að kalla klausturfólk til bæna o.fl. Á 6. öld hafa kirkjuklukkur fastan sess í öllu kirkjulífi og er nú komið fyrir í kirkjuturnum. írskir og skoskir munkar stuðluðu meðal annars að því að breiða kirkjuklukkur út og tengja við guðsþjónustuhald og kirkjulíf almennra safnaða. Á 12. öld gátu margar kirkjur státað af fjölda klukkna, þar sem hver klukka hafði vissu hlutverki að gegna og var það bundið við eða kom fram í hljómi klukkunnar. Þannig voru til vissar skírnarklukkur en aðrar voru notaðar við jarðarfarir svo eitthvað sé nefnt. Menn áttuðu sig þegar á, af hljómi klukkna, hvaða tíma dags þær ómuðu, hve mörg slögin voru og/eða margar klukkur hringdu, hvað var verið að boða eða tilkynna. Klukkurnar voru og eru fréttamiðill. bjarmi | apríl 2018 | 25

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.