Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.2018, Qupperneq 32

Bjarmi - 01.10.2018, Qupperneq 32
Er eitthvað nýtt á döfinni? Nú er talað um að bjóða meira en eina ráðstefnu á ári. Tii stendur að hafa fræðslufundi með stökum fyrirlestrum og spjalli, og jafnvel með áður ósýndu efni því margir hafa haft orð á því að vöntun sé á fræðslu árið um kring til að missa ekki þráðinn á milli ráðstefna. Það er líka stefnan hjá samtökunum úti. Hverjar eru helstu áskoranir nefndarinnar? Áskoranirnar hafa m.a. falist í því að kynna ráðstefnuna nógu víða og er það á ábyrgð okkar í undirbúningsnefndinni að finna leiðir til þess og framkvæma það. Við myndum líka gjarnan vilja sjá fleiri frá þjóðkirkjunni, en lögð var áhersla á það frá upphafi að ná til allra sem þjóna á einhvern hátt í stærstu kirkjudeild landsins, þjóðkirkjunni. Á þeim vettvangi hafa ákveðnir sigrar unnist síðustu árin en við höfum trú á því að þar séu enn tækifæri til að gera enn betur. Frá upphafi hafa þjóðkirkjuprestur eða -prestar verið með í undirbúningnum með því augnamiði að ná til þjóðkirkjunnar. Annars er þetta mjög breiður hópur fólks með bakhjarl í mismunandi kirkjum og kristilegum samtökum og víða virkt í atvinnulífinu sem er í undirbúningsnefndinni. Eitthvað að iokum? Já, er það ekki bara „allir á GLS, í FHáskólabíói, 2.- 3. nóvember." Skráning fer fram og nánari upplýsingar eru á www. gls.is. Með þeirri hvatningu sláum við botninn í gott samtal og þökkum fyrir spjallið um leið og við hvetjum lesendur Bjarma til að kynna sér vel komandi ráðstefnu og reyna að mæta. (111 fyrirlesara á GLS 2018 Craig Groeshel T.D. Jakes Craig Groeshel er aðalprestur Life. Church sem rekur frumkvöðlastarf víða í Bandaríkjunum. Kirkjan hannaði YouVersion Bible-smáforritið sem notað er um allan heim, m.a. af Biblíufélaginu hér á landi. Groeshel er þekktur fyrirlesari og höfundur, en nýjasta bókin hans, Hope in the Dark, er nýkomin út. T. D. Jakes er aðalprestur The Potter's Flouse, frumkvöðull og hugsjónamaður í forsvari fyrir mannúðarsamtök og 30 þúsund manna kirkju. Flann er þekktur prédikari og hefur beitt sér í kvikmyndagerð, sjónvarpi og útvarpi og gefið út bækur, þar á meðal er bókin Soar! Build your Vision from the Ground Up og kvikmyndin Faith under Fire. Erwin McManus John C. Maxwell Danielle Strickland Erwin McManus framtíðarfræðingur og stofnandi Mosaic í Los Angeles. Nýjasta bók hans er The LastArrow. John C. Maxwell, sérfræðingur um forystu og metsöluhöfundur. Maxwell hefur skrifað fjölda bóka og beitt sér fyrir bættri forystu innan kirkjulega geirans sem og þess veraldlega. Danielle Strickland, prestur, höfundur og málsvari réttlætis. Flún hefur verið í forystu kirkna og beitt sér fyrir stofnun ráðuneyta réttlætis víða um heim. Vann í 22 ár fyrir Fljálpræðisherinn sem sendiherra verkefninins Stop The Traffic gegn mansali. Önnur nöfn eru Carla Harris. áhrifakona á Wall Street; Rasmus Ankersen, framarlega í frumkvöðlastarfi knattspyrnufélaga í Danmörku og á Englandi; David Livermore, sérfræðingur í samskiptum þvert á menningarheima; Angeia Aredts, yfirmaður smásölumála Apple og Danny Meyer. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu GLS, gls.is. 32 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.