Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 34
sem við segjum ætti að vera í samræmi við
stöðu okkar og lífsgöngu.
Og þó svo við þurfum ekki að segja
öllum að lífið sé erfitt, þá þurfum við að
segja einhverjum það. Ef við viðurkennum
fyrir fólki sem við þekkjum ekki vel að allt sé
nú ekki í stakasta lagi leiðir það til samræða
sem eru réttar og sannar. Við þurfum ekki
að útlista allt í smáatriðum en gætum sagt:
„Það eru nokkrar áskoranir sem við glímum
við en erum þakklát fyrir tækifærin sem við
höfum. En hvernig hefur þú það?“
Þetta er rétt svar, nógu nákvæmt og
ekki þörf á að segja mikið meira. Því betur
sem við þekkjum fólk þeim mun nánar
getum við leyft okkur að fara ímálin.
Það er einnig mikilvægt að vera
algjörlega opinskár við nokkra einstaklinga
og einnig, að sjálfsögðu, við Guð.
3. AÐ BREYTA ÁHERSLUM TIL AÐ
RÉTTLÆTA STÖÐUNA
Það er undarlegt hversu margar þessara
freistinga tengjast því að segja ekki satt.
En ef við höfum umgengist presta og
forstöðufólk um stund, höfum við trúlega
áttað okkur á því að sannleíkurinn er oft
fyrstur látinn róa í umhverfi mikilla væntinga.
Tökum dæmi um „árangur" af starfinu.
Segjum svo að safnaðarstarfið vaxi ekki,
hver er tilbúinn að viðurkenna það? Þá er
auðvelt að segja, „starfið snýst ekki um
breidd, heldur dýpt,“ eða „við erum ekki
ein þessara kirkna sem gabba fólk til að fá
það til að mæta.“
Eða það er vöxtur en einnig straumur
út um bakdyrnar, þá er auðvelt að segja:
„Við reynum að ná til fólks en ekki endilega
halda í það.“ Hvort heldur sem er, þá höfum
við gefið eftir með hugsjónina vegna þess
að hlutverk kirkju og kristilegs starfs er að
ná til fólks með kærleika Krists og að verða
vitni að því að það þroskast í kærleika
Krists. Það er ekki nóg að prédika um
sannleikann, við þurfum að lifa í honum.
4. AÐ VERA TALSMENN FALSKRAR
EININGAR
Eitt af einkennum kirkju Nýja testamentisins
er eining. En það er auðvelt að vinna að
A
34 | bjarmi | apríl 2018