Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.2018, Side 35

Bjarmi - 01.10.2018, Side 35
falskri einingu, eins og í óeðlilegri fjölskyldu sem lætur eins og allt sé í lagi þegar sú er ekki reyndin. Eða fjölskylda sem metur útlitið meira en sannleikann („Allt ( góðu, krakkarnir í góðum málum...“). En við þurfum ekki að lesa lengi í Nýja testamentinu til að sjá að eining frumkirkjunnar var hvorki auðunnin né fölsk. Páll og aðrir ræddu málin vel og lengi og háðu fleiri en eina baráttu til að ná því. Lestu t.d. Fyrra Korintubréf. Sönn eining byggir á heiðarleika. Fölsk eining sópar ýmsu undir teppið, horfir fram hjá viðvörunarljósum og lætur eins og allt sé í himnalagi þegar sú er ekki reyndin. Heiðarlegar samræður sem eiga sér stað í auðmýkt geta leitt til sannrar einingar. 5. AÐ RÁÐAST AÐ FÓLKI, EN EKKI VANDANUM Að tala um ágreining þegar maður er sjálfur hluti af honum tekur á. Þá er auðvelt að ráðast á fólk en ekki vandamálin. Satt að segja telja margir í forystu að fóik sé vandinn. En viturt fólk veit betur. Þegar við ráðumst að vandanum, ekki fólkinu, getum við farið að taka framförum. Fólk er ekki vandinn..., vandinn er vandamálið. Lausnin er, þótt ótrúlegt sé, einmitt fólk. EKKI BÚAST VIÐ ÞVÍ VERSTA Þó svo fólk sé okkur ekki sammála er það ekki á móti okkur. Sumt fólk reynir reyndar að koma höggi á okkur en fæst fólk gerir það. Það er einlægt í því að vinna eða taka þátt í starfi sem skiptir sköpum fyrir framtíðina. Munurinn liggur í því að hugsjón þess gengur þvert á hugsjón okkar og okkar hóps. Ef okkur hættir til að taka hlutina persónulega þótt þeir séu það ekki (eins og mér hættir til að gera) er auðvelt að gera ráð fyrir illum ásetningi þegar hann er ekki fyrir hendi. Ef einhver ógnar hugsjón minni, gæti virst sem viðkomandi sé á móti mér. En því meira sem mér tekst að trúa því besta um annað fólk, ekki síst það sem er mér ósammála, þeim mun betri verður forysta mín og ég sem persóna. Þannig tekst mér að aðgreina persónu og vandamál og snúa mér að vandanum, ekki viðkomandi einstaklingi. Trúum því besta um þau sem eru okkur ósammála, ekki því versta. Sá sem býst við því versta fær oft það versta. SÝNDU SAMKENND Er það erfitt? Þá getum við reynt að setja okkur í þeirra spor. Það getur verið freistandi að forðast þessa einstaklinga, hætta samskiptum við þá, ráðast á eða gera lítið úr þeim. En það skulum við forðast. í stað þess að hefja samræður á því að benda á muninn á okkur, getum við byrjað á því sem við erum sammála um og reynt að skilja hvers vegna hinn er í uppnámi. Til dæmis getum við látið vera að segja: „Jón, við erum algjörlega ósammála og ég er ekki viss um að við getum gert neitt í því. Ég skil ekki þitt sjónarhorn og þú ekki mitt." f stað þess getum við sagt: „Jón, ég er þakklátur fyrir að við viljum báðir þjóna Kristi sem Drottni. Og ég þakka þér fyrir það sem þú gerir til að efla starfið. Ég skynja einhverja óánægju hjá þér með það hvert við stefnum.Ég vil að þú vitir að ég skil það og vona að við getum rætt ólíkar áherslur okkar.“ Sjáum við muninn þarna á milli? Ef við værum ósammála einhverju og værum í hinum hópnum þá myndum við kunna að meta að okkur væri mætt með seinni afstöðunni, ekki þeirri fyrri. Ef við sýnum skilning og samkennd hjálpum við fólki að skilja að á það er hlustað. Það eitt skiptir miklu máli. Stundum er það allt og sumt sem fólk vili, að rödd þess sé heyrð og viðurkennd. Við gætum uppgötvað að sumir (ekki allir) sem eru á öndverðum meiði skipta um skoðun og jafnvel styðja stefnu okkar. Slíkur er máttur samkenndar. https://careynieuwhof.com/the-5- temptations-of-a-pastor/ Þýtt og birt með leyfi höfundar sem nýverið sendi frá sér bókina Didn’t see it coming, en hann hefur skrifað nokkrar bækur, heldur námskeið og veitir fólki í kirkjulegu starfi í Kanada og víðar um heim ráðgjöf. HEIÐAR- LEGAR SAM- RÆÐUR SEM EIGA SÉRSTAÐ ÍAUÐ- MÝKTGETA LEITTTIL SANNRAR EININGAR bjarmi apríl 2018 | 35

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.