Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2018, Síða 36

Bjarmi - 01.10.2018, Síða 36
M aðuriim §em prédikaði fyrir tugmilljómim iiiaiiua iiiii allan heim í MINNINGU BILLYS GRAHAM (1918-2018) RAGNAR GUNNARSSON Fyrr á þessu ári lést prédikarinn heimsfrægi, Billy Graham. Hann var á hundraðasta aldursári og hefði náð því að verða aldargamall í nóvember. Á langri sögu tímaritsins Bjarma hefur oft verið sagt frá starfi Grahams og áhrifum hans um víða veröld. Hver svo sem skoðun manna er á áherslum hans og boðskap er engum vafa undirorpið að hann naut mikillar virðingar fyrir einfaldan og skýran boðskap, fyrir að nýta sér nýja tækni óspart til að ná til fleira fólks, fyrir að hafa kallað ótal fjölda fólks til Jesú Krists sem síðan hefur farið og borið honum vitni í daglegu lífi eða þjónustu á akri Drottins - og þannig má lengi telja. Graham leit ekki á sig sem merkilegan mann heldur sem ker sem Drottinn fékk að nota og bæði óttaðist og forðaðist að kastljósinu yrði beint að sér, því skyldi beint að Jesú Kristi. Graham var heilsteyptur, varfærinn en um leið djarfur og sýndi öðrum virðingu í auðmýkt. Á rúmlega sextíu ára starfsferli náði starf hans til 186 landa. Hann var því án efa einn merkasti forsvarsmaður kirkju og kristni á liðinni öld og af sumum talinn vera mikilvægasti leiðtogi evangelískrar kristni, eða mótmælenda, í sögunni. AÐDRAGANDINN AÐ VIÐTÆKU STARFI OG ÁHRIFUM Billy Graham fæddist 7. nóvember árið 1918 í bænum Charlotte í Norður- Karólínu. Hann var nefndur Wllliam Franklin Graham Junior, og var skírður inn í Öldungadeildarkirkjuna. Sextán ára gamall heyrði hann Mordecai Ham prédika sem varð til að hann tók ákvörðun um að trúa á og fylgja Jesú Kristi. Upphaflega fór hann á samkomur með honum sem bílstjóri og hafði ekki hugsað sér að sækja samkomurnar sjálfur. Hann sótti ýmsa skóla næstu árin, m.a. Bob Jones College, Florida Bible Institute og Wheaton College. Hann var með BA-gráðu í guðfræði og aðra í mannfræði. Árið 1939 hafði hann verið vígður sem prestur eða forstöðumaður fyrir Kirkju suðrænna baptista. f Wheaton kynntist hann Ruth Bell, dóttur kristniboða á vegum Öldungadeildakirkjunnar í Kína. Ruth hafði ekki hugsað sér að giftast, stefnan var sett á Kína þar sem hún hafði hugsað sér að eldast sem einhleypur kristniboði. En hún dróst að krafti og útgeisiun Billys ásamt auðmýkt og heilindum þegar kom að samfélaginu við Drottin. Þau gengu í hjónaband árið 1943, strax að loknu námi. Ruth sem lést árið 2007, 87 ára að aldri, var sálufélagi Billys og samferða honum andlega. Hún gat verið ákveðin og Billy sagði brandara um það að þegar hann hefði velt því fyrir sér að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, hafi Ruth sagt að hún héldi ekki að amerískur almenningur myndi velja sér forseta sem væri fráskilinn. 36 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.