Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2018, Síða 37

Bjarmi - 01.10.2018, Síða 37
Hún ætlaði ekki að fylgja honum á slíkri vegferð. Hjónin settust að í Montreat í Norður-Karólínu og eignuðust fimm börn. Fyrsta fasta starfið sem Billy tók að sér var boðunarstarf fyrir samtökin Youth for Christ (Æskan fyrir Krist). Ferðir hans um Ameríku og Evrópu gáfu honum innsæi sem síðar nýttist í samkomuherferðum á hans vegum en árið 1947 tók Billy að skipuleggja eigið starf. í fyrstu herferðinni í Los Angeles árið 1949 komst til trúar bæði frægt fóik og fyrrum félagi glæpagengis og það vakti vissulega athygli. Fyrsta alþjóðlega herferð Billys Graham var í Lundúnum árið 1954, þar sem hann náði til þúsunda í Harringay íþróttahöllinni í norðurhluta Lundúna. Alla sunnudaga í þrjá mánuði var hann að. Hann heimsótti á þeim tíma m.a. Winston Churchill og átti síðar fund með Elísabetu drottningu. LYKILL AÐ VELGENGNI Ýmsir hafa velt fyrir sér hver hafi verið lykillinn að því að samkomuherferðir hans báru svo mikinn árangur. Margir benda á ein- faldan og skýran boðskap með ákveðinni hvatningu um að stíga skrefið. Prédikunin var byggð á vel völdum biblíutextum. Á námskeiði á vegum boðunarsamtaka Billys Graham sem undirritaður og fleiri héðan sóttu í Hollandi á 10. áratugnum benti framkvæmdastjóri samtakanna á að ræður eða prédikanir Billys væru að stofni til sjö talsins. Hins vegar breyttist eitt og annað í innihaldinu og eftir aðstæðum. Sjálfur sagðist hann hafa flutt ræður hans án þess að fá nein viðbrögð en Billy Graham hefði sérstaka náðargjöf, að kalla fólk til að taka skrefið og gera það bókstaflega. Aðrir töldu Billy spila á tilfinningasemi, sumir töluðu um hann sem góðan sölumann sem kynni að nýta sér auglýsingar og nýjustu tækni til að skapa áhuga á samkomunum. Sjálfur varði hann aðferðirnar eitthvað á þessa leið: Á sérhverju sviði lífsins finnst okkur sjálfsagt að vekja athygli, hugsa stórt og nota tæknina - hvers vegna á kirkjan ekki að nýta sér það eins og aðrir? Sumum úr íhaldssömustu geirum kirkjunnar þótti hann of frjálslyndur og nútímalegur. Sjálfur leit Billy á sig sem íhaldssaman ef það þýddi rétttrúnað sem byggði á trú á Ritningunni, friðþægjandi verki Krists og líkamlegri upprisu hans. Hann hafnaði hins vegar stimplinum „íhaldssamur" eða „bókstafstrúar" ef það var alfarið gert á grundvelli neikvæðrar afstöðu til frjálslyndis. BÆN OG STJÓRNMÁL Á sviði stjórnmálanna forðaðist Billy Graham deilur og umdeild efni og sá síðar meir eftir að hafa látið dragast inn í pólitískar deilur. Hann hafði á yngri árum talað gegn kommúnisma og félagshyggju. Stefna hans varð sú að kristilegt starf væri öflugast þegar það væri hvorki tengt til hægri né vinstri í stjórnmálum. Og þó svo hann væri traustur vinur forseta repúblikana, þeirra Richards Nixon og beggja Bush-feðganna, var hann í reynd skráður í demókrataflokkinn. Hann hitti alla forseta Bandaríkjanna frá Harry Truman 1945-1953) til Barack Obama (2009-2017). Sjálfum fannst honum bjarmi | apríl 2018 | 37

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.