Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2018, Síða 42

Bjarmi - 01.10.2018, Síða 42
Stefnt að réttlátnm friði við jjörðu ÁLYKTUN RÁÐSTEFNU ALKIRKJURÁÐSINS UM FRIÐ VIÐJÖRÐU - HALDIN í KÓPAVOGI OG Á ÞINGVÖLLUM 11. - 13. OKTÓBER 2017 FORMÁLI Jörðin og allt sem á henni er tilheyrir Guði (Slm 24.1). Þessi játning auðkennir abrahamísku trúarbrögðin sem og menningarhefðir frumbyggja víða um heim. Heilagur Frans frá Assisí tjáir þetta í lofgjörð sinni til Guðs með þakkarorðum sem hann beinirtil „systur okkar, móðurjarðar"; en nú „stynur hún“ (Róm 8.22) undan ofbeldinu sem hún er beitt, eins og við erum minnt á í umburðarbréfi Frans páfa, Laudato Si. Engu að síður, líkt og vísað er til í yfirlýsingu Alkirkjuráðsins um vegferð til réttláts friðar (Statement on the Way of Just Peace), væntum við kristnir menn, samkvæmt fyrirheiti Guðs, „nýs himins og nýrrar jarðar þar sem réttlæti býr“ (2Pét 3.13), fullvissir þess að hinn þríeini Guð fullkomni og uppfylli gervalla sköpunina við lok tímanna, og líti á réttlæti og frið sem bæði von fyrir framtíðina og gjöf á líðandi stundu. Eins og hans heilagleiki, samkirkjulegi patríarkinn Bartólómeus I. hefur ritað, á vistvandinn sér andlegar rætur. Arðrán og eyðilegging sköpunarinnar eru afmyndun og brenglun á eigindum kristninnar og engan veginn óhjákvæmileg afleiðing hinnar biblíulegu skipunar um að „fjölga og fylla“ (1 Mós 1.22). Með því að saurga og eyðileggja umhverfið sem hverri kynslóð er treyst fyrir sem helgum arfi, er syndgað gegn Guði og náttúrunni. Sjálfbær þróun fær ekki þrifist án andlegra verðmæta og lífvænlegs umhverfis. Þessi ráðstefna - sem Alkirkjuráðið stendur að, í boði íslensku Þjóðkirkjunnar, og haldin er í aðdraganda og tengslum við Hringborð Norðurslóða 2017 - hefur kannað viðbragðsáætlanir trúarsamfélaga til þess að vekja vitund um og stuðla að sjálfbærri framtíð. Líkt og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup íslensku Þjóð- kirkjunnar, hvatti til í opnunarávarpi sínu á ráðstefnunni, var „róttækt endurmat á gildi og kröfum kristinnar ráðsmennsku" leiðarstefið í umræðum sem þar fóru fram. Sem trúarleiðtogar og trúað fólk deilum við áhyggjum og sjónarmiðum með þeim stefnumótendum og hagsmunaaðilum sem koma saman til Hringborðs Norðurslóða (13.-15. október) og áformaðrar Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP 23) í Bonn í Þýskalandi (6.-17. nóvember), sem og með samfélagi kirkna um heim allan, þar sem kallað er í Krists nafni eftir nauðsynlegri stefnumörkun, aðgerðum og viðhorfsbreytingum til að vernda og varðveita umhverfi jarðarinnar, dýrmæta og lifandi sköpun Guðs, viðkvæm og fögur heimkynni mannkyns og alls lífs á jörðu. FRAMLAG TRÚARSAMFÉLAGA: UMSKIPTI TIL SJÁLFBÆRRAR FRAMTÍÐAR Kirkjur og trúarsamfélög hafa engu síður en aðrir samfélagshópar valdið tjóni á lífríkinu. En mannkynssagan sýnir einnig hversu öflug trúarbrögð geta reynst við að glæða lífsviðhorf sem leiða til gjörtækra breytinga á samfélögum, stjórnmálum og menningu. Trúfélög geta verið máttugir afivakar farsælla breytinga. Samkirkjuhreyfingin og trúarleiðtogar hafa gegnt lykilhlutverki við að halda fram kröfum um sjálfbæra 42 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.