Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.2018, Qupperneq 45

Bjarmi - 01.10.2018, Qupperneq 45
Ráðstelna nm Jón lærða í Eyjafírði GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Laugardaginn 8 september var haldin ráðstefna á Laugaborg, Hrafnagili í Eyjafirði, um Jón lærða Jónsson frá Möðrufelli. Heiti ráðstefnunnar var: Einvígi milli sannleika og lygi eða „Sá guðlega þenkjandi náttúruskoðari" Ráðstefnan var um „eitthvað sem skiptí máli úr fortíðinni fyrir framtíðina“ þar sem kastljósinu var beint að Jóni Jónssyni (1759-1846), presti í Grundarþingum, fróðum manni með vakandi huga fyrir náttúru og samfélagi, en einnig menningu og trúarbrögðum. í Grundarkirkju var bókasafn á kirkjuloftinu frá Jóni síðan 1839 sem nú hefur verið skráð og var opnuð sýning á því í lok ráðstefnunnar á bókasafninu á Hrafnagili. Á ráðstefnunni var einnig greint frá handritum sem Jón skrifaði, en hann fékk viðurnefnið lærði. Þar á meðal eru veðurdagbækur sem faðir hans Jón Jónsson eldri byrjaði á og Jón yngri hélt áfram með og spanna nær 100 ár. Náttúruleg guðfræði var stunduð á þessum árum þar sem sköpunarverkið var skoðað til að skilja Guð og veröldina, en það var fyrir daga Darwins. Jón þýddi bók Shums nokkurs sem ber heitið Sá guðlega þenkjandi náttúruskoðari, sem fékk sérstaka athygli á ráðstefnunni. Jón lærði hefur orðið að bókmenntapersónu og sögur af honum vakið athygli, mótsagnakenndar svo spurt var um hans heittrúuðu harðneskju, en einnig gamansemi, staðfestu og þjónustulund. Leitast var við að varpa Ijósi á staðbundna sögu og menningu í Eyjafirði og sett í samhengi þess þegar lúterskur rétttrúnaður mætti upplýsingastefnunni og skyn- semishyggju. Síðast, en ekki síst, var Jón í sambandi við menn erlendis þar sem kirkjur mótmælenda voru að hefja umtalsvert kristniboð sem gerði þær að alþjóðlegri hreyfingu. Voru kynntar til sögunnar heimildir um það og sagt frá þátttöku Jóns varðandi það hugðarefni sitt en hann er meðal fyrstu talsmanna kristniboðs á alþjóðavettvangi hér á landi. Hann skrifaðist á við menn sem Ebeneser Henderson kom honum í samband við eftir trúboðsferð sína hingað til lands árin 1814-15 og sem varð m.a. til þess að Hið íslenska biblíufélag var stofnað. Bonne Falk Rönne formaður danska trúboðsfélagsins var einn þeirra sem Jón skrifaðist á við og styrkti sr. Jón danska trúboðsfélagið um árabil. Smárit hans, fyrsta kristilega og evangelíska tímaritið á íslandi, endurspeglar bókasafnið sem var lengi á kirkjuloftinu á Grund. Á næstu tveim blaðsíðum er prentað veggspjald sem útbúið var í tilefni sýningarinnar fyrir norðan með áherslu hans á kristniboð. Það voru þeir Guðmundur Guð- mundsson héraðsprestur, Bjarni E. Guðleifsson prófessor emeritus í nátt- úrufræði og Hjalti Hugason prófessor í kirkjusögu sem voru í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar. bjarmi | apríl 2018 | 45

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.