Fréttablaðið - 19.02.2022, Síða 6
Um 300 hjúkrunarfræðinga
vantar að jafnaði til starfa
innan opinbera heilbrigðis
geirans. Það stafar af starfs
aðstæðum, mönnunarvið
miðunum og kjörum að mati
formanns félags þeirra.
ser@frettabladid.is
HE ILBRIGÐISMÁL V iðva r a nd i
skortur hefur verið á hjúkrunar
fræðingum til starfa í heilbrigðis
þjónustunni hér á landi á síðustu
árum. Samkvæmt upplýsingum frá
Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
er ekkert lát á honum, einkum og sér
í lagi vegna fráhrindandi starfsum
hverfis og kjara.
„Það segir auðvitað sína sögu –
og hún er þungbær – að aldrei í sög
unni hafa f leiri úr okkar stétt sótt
í styrktarsjóði félagsins, en þar er
um að ræða það fagfólk okkar sem
hefur fullnýtt veikindaréttindi sín
og þarf á frekari bata og hvíld að
halda,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir,
formaður stéttarfélags hjúkrunar
fræðinga, og kveðst meina að álag
hafi sjaldan eða aldrei verið meira
í faginu – og fyrir vikið flosni alltof
margir úr starfi, fleiri hugsanlega en
nokkru sinni.
Forsvarsmenn Landspítalans hafa
að undanförnu viðrað þær áhyggjur
sínar að mikinn fjölda hjúkrunar
fræðinga vanti þar til starfa, ekki
síst vegna þess fjölda fagfólks sem
er í einangrun af völdum farsóttar
innar og einnig vegna brottfalls af
völdum álagsins sem fylgt hefur
auknum fjölda innlagna af hennar
völdum, en bara í gærdag greindust
um 100 starfsmenn Landspítalans
með Covid19.
„Við létum vinna skýrslu um
mönnunarvandann fyrir f imm
árum og hún sýndi að bæta þyrfti
starfsaðstæður og kjör hjúkrunar
fræðinga, en fjölga einnig nem
endum í greininni,“ segir Guðbjörg
og tekur fram að það síðastnefnda
hafi gengið eftir.
Nú útskrifist um 75 nýir hjúkr
unarfræðingar frá Háskólanum
á Akureyri á ári og allt að 130 frá
Háskóla Íslands.
„En vandinn er sá,“ segir Guð
björg, „að allt að fjórði hver hjúkr
unarfræðingur sem útskrifast hefur
yfirgefið heilbrigðisþjónustuna
fimm árum eftir að hafa hlotið
nafnbótina.“
Hún segir farsóttina á síðustu
tveimur árum hafa ýkt þessa mynd
– og kveðst óttast mjög að starfsfólk
spítalanna verði látið hlaupa á sama
hraða þegar hún verður að baki.
„Viðvarandi vandi felst í mönn
unarviðmiðum innan sjúkrahús
anna, en hjúkrunarfræðingar eru
að ganga í langtum fleiri störf en
þeir eiga að sinna af því að það er
verið að spara og hagræða á meðal
annarra stétta innan veggja vinnu
staðarins,“ segir Guðbjörg.
Um 3.600 hjúkrunarfræðingar
eru starfandi í heilbrigðiskerfinu, en
alla jafna vantar tíu prósent af þeim
fjölda til starfa, rösklega 300 manns.
„Það er akkúrat sá fjöldi sem
meldaði sig í bakvarðasveitina
þegar neyðarkallið barst frá Land
spítala þegar veiran var okkur hvað
erfiðust,“ segir Guðbjörg og bendir
á þann stóra vanda heilbrigðis
kerfisins að alla jafna sé jöfn og
mikil spurn eftir starfssystkinum
hennar í störfum utan opinberu
þjónustunnar.
„Og ef kjörin, álagið og starfsað
stæður innan heilbrigðiskerfisins
eru fólki ósamboðin hugsar það
auðvitað sem svo að um gnótt
af öðrum starfstækifærum sé að
ræða,“ segir Guðbjörg. n
Vandinn er sá að allt að
fjórði hver hjúkrunar-
fræðingur sem útskrif-
ast hefur yfirgefið
heilbrigðisþjónustuna
fimm árum eftir að
hafa hlotið nafnbótina.
Guðbjörg Páls-
dóttir, formaður
Félags íslenskra
hjúkrunar-
fræðinga
Hjúkrunarfræðingar sækja
í sjúkrasjóði sem aldrei fyrr
Sjúklingur
með Covid-19
fluttur innan
Landspítalans
á fyrri stigum
kóróna veiru-
faraldursins.
MYND/ÞÞ/LSH
adalheidur@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Innf lutningur á
skotvopnum hefur dregist saman
á undanförnum tveimur árum,
samanborið við síðustu þrjú ár þar
á undan. Þetta kemur fram í svari
embættis ríkislögreglustjóra við
fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svarinu
kemur þó fram að skráður inn
flutningur svokallaðra safnvopna
hafi aukist í kjölfar breytingar á
túlkun skilyrða fyrir innflutningi
slíkra safnvopna sem varð árið 2020.
Innflutningur á veiði og íþrótta
skotvopnum hefur haldist í hendur
við fjölgun leyfishafa og úreldingu
eldri vopna.
Fréttablaðið spurðist sérstak
lega fyrir um vísbendingar sem
valdi lögreglu áhyggjum af aukn
um vopnaburði. „Við sjáum þessa
breytingu aðallega í fjölda útkalla
sem tengjast hnífum og skotvopn
um,“ segir í svarinu. Fram kemur
að töluverðar sveif lur séu í fjölda
haldlagðra skotvopna en það skýrist
einkum af einstaka málum þar sem
mikið magn var haldlagt.
„Þá sjáum við einhverjar vís
bendingar um fjölda stolinna skot
vopna en vera má að sú þróun sé
tilviljanakennd en slík mál eru
afar fá á hverju ári eða milli 10 og
20. Almennt skila þessi vopn sér
til baka í kjölfar haldlagninga. Þá
sjáum við í afar fáum tilvikum
óskráð vopn í umferð,“ segir í svari
ríkislögreglustjóra. n
Samdráttur í innflutningi skotvopna
Ekki hefur
orðið aukning
á innflutningi
skotvopna og
sveiflur eru í
haldlagningu
skotvopna og
þjófnaði á skot-
vopnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Miðstöð íslenskra
bókmennta
auglýsir eftir
styrkumsóknum
Þýðingastyrkir
eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg
verk úr samtímanum, erlendar fagur
bókmenntir og fræðirit. Einnig myndríkar
bækur fyrir börn og ungmenni.
Barna- og ungmennabóka–
sjóðurinn Auður
styrkir útgáfu vandaðra bóka sem skrifaðar
eru á íslensku, fyrir yngri lesendur.
Umsóknarfrestur
er til 15. mars 2022
Umsóknareyðublöð
og nánari upplýsingar
á www.islit.is
eru veittir til útgáfu og miðlunar íslenskra
ritverka, þar sem kappkostað er að
styrkja verk sem hafa menningarlegt
og þekkingar fræðilegt gildi.
Útgáfustyrkir
Á grundvelli 11. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings, nr. 8/2021
auglýsir kjörstjórn þjóðkirkjunnar eftir framboðum til kirkjuþings.
Á kirkjuþingi eiga sæti 29 þjóðkirkjumenn kjörnir til fjögurra ára í senn.
Eru 12 þeirra úr hópi vígðra manna, þ.e. presta og djákna og 17 leikmenn.
Um kirkjuþing sjá nánar: www.kirkjan.is/kirkjuþing
Kjörgengur til kirkjuþings er:
a. hver vígður maður sem á kosningarrétt skv. 3. gr. starfsreglna nr. 8/2021,
b. hver leikmaður sem hefur hlotið skírn í nafni heilagrar þrenningar, skráður
er í íslensku þjóðkirkjuna, og hefur náð 18 ára aldri og hefur meðmæli sinnar
sóknarnefndar.
Hver sá sem fullnægir þessum skilyrðum skal og hafa óflekkað mannorð. sbr. nánar
2.-3. mgr. 7. gr. reglnanna. Kjörgengisskilyrði skulu vera uppfyllt 1. apríl 2022.
Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til kirkjuþings skulu hafa tilkynnt kjörstjórn
framboð sitt skriflega, eigi síðar en 15. mars 2022. Tilkynningu um framboð skal
senda til biskupsstofu, Katrínartúni 4, Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið
kirkjan@kirkjan.is. Æskilegt er að ljósmynd fylgi.
Nánari upplýsingar veitir:
Ragnhildur Benediktsdóttir, starfsmaður kjörstjórnar, ragnhildurbe@kirkjan.is.
Kjörstjórn getur óskað eftir því að sá sem hyggst bjóða sig fram framvísi staðfest-
ingu um kjörgengi eða gefi kjörstjórn heimild til að afla gagna er sýni kjörgengi hans.
Ef ekki berast nægilega mörg framboð, sbr. 11. gr. starfsreglnanna, skal kjörstjórn
svo fljótt sem auðið er gera uppstillingarnefnd kirkjunnar viðvart.
Skal uppstillingarnefnd tilnefna þá frambjóðendur sem á vantar. Skal sú tilnefning
hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 31. mars nk., ásamt samþykki hlutaðeigandi.
Kosningarnar verða rafrænar og er miðað við að þær standi frá kl. 12:00
fimmtudaginn 12. maí 2022 til kl. 12:00 þriðjudaginn 17. maí sama ár.
Kosningarnar verða nánar auglýstar síðar.
Fyrir hönd kjörstjórnar
Anna M. Karlsdóttir, formaður
Auglýsing um
frAmboð til kirkjuþings
6 Fréttir 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ