Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 12
n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun Ef aðeins er horft yfir sviðið innan eigin álfu er aftur- haldið að verða æði fyrirferðar- mikið. Og við þá forkæstu íhalds- semi bætist krafan um einsleitni þjóða og menning- arhyggju af þröngsýn- ustu sort. Bjarni, líkt og Boris, leyfir sér að „eitra brunninn“. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Ef bresk stjórnmál væru pólitískur spennu­ tryllir á Netflix væru allir hættir að horfa, því atburðarásin þætti svo fjarstæðukennd. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var ekki fyrr fluttur inn í Downingstræti en í stefndi að honum yrði gert að taka saman föggur sínar. Ástæðan var veggfóður. Þegar Boris og kona hans létu gera upp nýjar vistarverur sínar var ekkert til sparað. Hver rúlla af gylltu veggfóðrinu kostaði 150.000 krónur. En Boris var blankur. Hann sannfærði styrktaraðila Íhaldsflokksins um að greiða fyrir sig reikninginn. Boris stóð af sér kröfur um afsögn en Íhaldsflokkurinn fékk sekt fyrir að brjóta reglur um fjármál stjórnmálaflokka. Límið undir veggfóðrinu var varla þornað þegar næsti skandall skók forsætisráðuneyt­ ið. Þingmaður Íhaldsflokksins var fundinn sekur um að ganga erinda tveggja fyrirtækja á þingi gegn greiðslum. Til að koma í veg fyrir að þingmanninum yrði vikið tímabundið úr sæti gerði Boris sig líklegan til að breyta regl­ unum. Fjöldi þingmanna flokksins neitaði að greiða atkvæði með tillögu Borisar sem neyddist til að draga hana til baka. Ballið var þó rétt að byrja. Bókstaflega. Næst var Boris sakaður um brot á sótt­ varnareglum. Í ljós kom að á meðan breskur almenningur bjó við strangar samkomutak­ markanir vegna Covid voru stíf veisluhöld í Downingstræti. En ekkert fyrrnefndra hneykslismála var jafnnálægt því að fella Boris og það sem gerðist næst. Hinn 31. janúar síðastliðinn stóð Boris Johnson í pontu á þingi. Var honum ætlað að svara fyrir fyrrnefnd samkvæmi í ráðuneyti sínu. En í stað þess að taka fyrir efnisatriði málsins ákvað Boris að beina athyglinni annað. Í ræðu viðraði hann samsæriskenningu, sem flakkað hafði milli hægri öfgamanna í myrkum skúmaskotum internetsins, um að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Keir Starmer, bæri ábyrgð á að látinn skemmtikraftur og barnaníðingur hefði ekki verið sóttur til saka. „Við erum betri en þetta,“ sagði þing­ maður Íhaldsflokksins, einn af mörgum flokksfélögum forsætisráðherra sem kölluðu eftir tafarlausri afsögn hans. Fórnarlömb barnaníðingsins sökuðu Boris um að hafa þjáningar þeirra í flimtingum. Samstarfsfólk uppnefndi hann „ódýra útgáfu af Trump“. Keir Starmer sagði Boris „eitra hinn lýðræðis­ lega brunn“ og kvað það geta reynst hættu­ legt að „apa upp samsæriskenningar fasista í von um örfá pólitísk stig“. Hann reyndist sannspár. Viku síðar veittist hópur manna að Starmer með ofbeldi og sakaði hann um að verja barnaníðinga. Tals­ maður Verkamannaflokksins sagði um Boris: Leggist maður með hundum fær maður flær. Þjófnaður og banatilræði Í vikunni boðaði lögreglan á Akureyri fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna umfjöllunar þeirra um „skæruliðadeild“ Samherja. Margir gerðu athugasemd við tilburði lögreglunnar og lýstu yfir áhyggjum af frjálsri fjölmiðlun í landinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók annan pól í hæðina. Hann gagnrýndi frétta­ flutning af málinu og sagði að eðlilegra væri að fjölmiðlar beindu „sjón um sín um að því hvað hinn grunaði kunni að hafa unnið til saka“. Samsæriskenning gengur um hið myrka skúmaskot internetsins Moggabloggið, þar sem ýjað er að því að blaðamenn hafi stundað þjófnað og sýnt manni banatilræði við upplýsingaöflun um Samherja. Aðeins eitt er Trumpískara en að kasta rýrð á fjölmiðla með því að gefa í skyn að þeir flytji falsfréttir: Að beina athyglinni frá kjarna málsins með því að viðra fjarstæðu­ kenndar samsæriskenningar. Bjarni, líkt og Boris, leyfir sér að „eitra brunninn“. En Bjarna væri hollt að hafa hugfast að leggist maður með hundum fær maður flær. n Bjarni og flærnar Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi, Fljótshlíð, föstudaginn 18. mars 2022 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skulu hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 17. febrúar 2022. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Jafnrétti felst í því að allir hafi góða mögu­ leika á að komast áfram í lífinu án þess að samfélagið leggi stein í götu þeirra. Og sannindin þau arna þykja okkur svo sjálfsögð að sjaldnast veltum við þeim fyrir okkur. Við ætlum að samfélagið sé sanngjarnt og gerum jafnframt ráð fyrir því að allir séu meira og minna jafnir fyrir þeim tækifærum sem þeim bjóðast hverju sinni. En svo er ekki. Vandi þroskaðra samfélaga sem vilja kenna sig við frjálsræði og lýðræði, er að standa vörð um áunnin réttindi. Að þeim er sótt á öllum tímum, þó það sé raunar með misjafnlega lymskulegum hætti, allt frá óljósum undirróðri til opinberra alhæfinga. Og vandinn er raunar miklu víðtækari en svo að hann sé bundinn við torfuna undir fótum okkar. Hann blasir við okkur allt í kring, enda er víðast hvar sótt að frelsinu og lýðræðinu með margvíslegum hætti af æ meiri þunga. Ef aðeins er horft yfir sviðið innan eigin álfu er afturhaldið að verða æði fyrirferðarmikið. Og við þá forkæstu íhaldssemi bætist krafan um einsleitni þjóða og menningarhyggju af þröngsýnustu sort. Svo er bálið kynt með eldi óttans og öngþveitisfullum yfirlýsingum um að alþjóðahyggja og samstarf þjóðanna, þvert á landamæri og álfur, mái burtu sérstöðuna og arfleifðina. Fyrir vikið vaða gamaldags og karllægar kreddur uppi úti um alla álfuna – og nægir þar að nefna helstu valdhafana í Póllandi, Rúss­ landi, Tyrklandi og Ungverjalandi, þar sem andstæðingar lýðréttinda berja sér á brjóst í ræðu og riti. Í æ fleiri þjóðlöndum álfunnar daðra stórir og stálpaðir stjórnmálaflokkar við hræðslu­ áróður af öllu tagi, misjafnlega útþembdir af kokhraustri þjóðernishyggju og einangrunar­ ást. Og óvinir þessara afla eru frelsi og jafnrétti, einmitt þau gildi að allir hafi góða möguleika á að komast áfram í lífinu án utanaðkomandi hindrana. Það er í þessu kófi sem kvenfrelsi og réttindi hinsegin fólks eru fótum troðin. Það er í þessu kófi sem hagur innflytjenda og alls vinnuafls­ ins frá fjarlægum löndum skiptir litlu sem engu máli. Það er í þessu kófi sem öflugir og ritstýrð­ ir fjölmiðlar fá ekki að fletta ofan af spillingu og ríkisreknum þjófnaði. Og það er í þessu kófi sem miskunnarlaus misskiptingin þrífst, allur ójöfnuðurinn. Í orði höfum við óbeit á helsi og óréttlæti. Í verki virðist okkur standa á sama. n Jafnréttisógnin SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 19. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.