Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 16
29,1
LeBron er með 29,1
stig að meðaltali í leik
í vetur sem er hæsti
meðalstigafjöldi hans í
ellefu ár.
0
Engum leikmanni
hefur tekist að gefa tíu
þúsund stoðsendingar
og taka tíu þúsund frá-
köst í NBA-deildinni
en LeBron nálgast það.
2
Það eru tvö ár í að
sonur LeBron, Bronny
James, geti tekið þátt í
nýliðavali NBA-deild-
arinnar. Sjálfur hefur
LeBron minnst á að
það sé draumur hans
og markmið að spila
með elsta syni sínum.
10
LeBron er meðal tíu
efstu í sögu NBA-deild-
arinnar þegar kemur
að stigum, stoðsend-
ingum, stolnum og
töpuðum boltum.
6
LeBron er á nítjánda
tímabili sínu í deild-
inni. Aðeins sex leik-
menn í sögunni hafa
leikið fleiri tímabil.
1
LeBron á eitt ár eftir
af samningi sínum
við Lakers sem sjötti
launahæsti leikmaður
deildarinnar.
Þrátt fyrir að vera kominn
langt á fertugsaldurinn er
ekkert að hægjast á metnaði
LeBron James. Hinn 37 ára
gamli James átti stóran þátt í
að setja saman stórstjörnulið
Lakers í sumar sem var komið
af sínu léttasta skeiði og hefur
tilraunin ekki gengið sem
skyldi. Á sama tíma heldur
hann áfram að ryðja öðrum
úr vegi í metabókum NBA-
deildarinnar.
kristinnpall@frettabladid.is
NBA Þó að LeBron James sé að
styrkja stöðu sína í sögubókum
NBA-deildarinnar með því að
nálgast stigamet deildarinnar og að
spila f leiri mínútur en undanfarin
ár, gengur illa hjá liði Los Angeles
Lakers sem var smíðað til að sækja
átjánda meistaratitil félagsins. Líkt
og undanfarin ár tók skrifstofa
Lakers ákveðna áhættu í von um
að búa til meistaralið í kringum
LeBron James á lokametrum
LeBron í deildinni en á leiðinni inn
í stjörnuvikuna er Lakers með nei-
kvætt sigurhlutfall.
Fyrr í vikunni komst LeBron á
toppinn sem stigahæsti leikmaður í
sögunni þegar stigafjöldi úr úrslita-
keppninni og tímabilinu er lagður
saman. Fyrir er hann í þriðja sæti
yfir stigahæstu leikmenn deildar-
keppninnar frá upphafi á eftir
Kareem Abdul-Jabbar og Karl Mal-
one. LeBron ætti að ná Malone á
næstu vikum enda aðeins 369 stig í
Malone en stigin eru 1.828 í Kareem
á toppnum þar.
Um leið er von á því að LeBron
verði sá fyrsti í sögunni til að ná
meira en þrjátíu þúsund stigum, tíu
þúsund fráköstum og tíu þúsund
stoðsendingum. Til þess að ná þeim
áfanga þarf LeBron aðeins að gefa
38 stoðsendingar og er því ansi lík-
legt að hann verði einn á báti innan
næstu vikna.
„Hann var náttúrulega orðinn
þessi stórstjarna áður en hann kom
inn í deildina, á forsíðum tíma-
rita í Bandaríkjunum og hann er
kominn yfir tuttugu ár sem stór-
stjarna. Hann hefur þessa ótrúlegu
íþróttalegu hæfileika, hávaxinn
en hreyfanlegur og hefur allan
þennan líkamlega styrk. Svo ofan
á það bætir þú við körfuboltalegu
getunni sem hefur tekið framförum
með hverju ári sem líður. Svo er það
sem liðsfélagar og andstæðingar
hans tala um, að hausinn hans sé
hans sterkasta vopn. Hann virðist
vera með límheila og þekkir oft
kerfi andstæðinganna betur en
þeir,“ segir Finnur Freyr Stefánsson,
þjálfari karlaliðs Vals, spurður út í
þessi tæpu tvo áratugi sem LeBron
hefur verið í deildinni.
„Hann er búinn að skora öll þessi
stig, þrátt fyrir að hans sterkasti
eiginleiki sé ekki endilega að skora
heldur að stýra sóknarleiknum eins
og sést á undanförnum árum þar
sem hann er oft leikstjórnandi.“
Finnur tekur undir að það sé
skiljanlegt að minna fari fyrir varn-
arleiknum með hækkandi aldri.
„Kominn á þennan aldur, í þess-
ari deild með alla þessa leiki á
bakinu, þá er erfitt að setja alla
orkuna í vörnina í hverjum einasta
leik. Hann er og hefur alltaf verið í
sviðsljósinu og það er gert mikið úr
öllum mistökum hans, þótt hann
hafi verið þessi fyrirmyndarein-
staklingur utan vallar sem gefur vel
af sér, fjölskyldumaður sem rekur
skóla í heimabæ sínum.“ ■
Heldur áfram að skrifa
eigin kafla í sögubækurnar
16 Íþróttir 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 19. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
ALLT FYRIR
SKÍÐAFÓLK