Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 20

Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 20
Ég áttaði mig ekki alveg á því fyrr en þarna, að það er eitthvað sem gerist lengst aftur í fortíð sem veldur því að ég elst upp við svona átakan- legar aðstæður. Diljá Ámundadóttir Zoega hefur í starfi sínu sem vara­ borgarfulltrúi Viðreisnar látið til sín taka í því sem oft er kallað mjúku málin en sjálf segir hún þau vera þessi hörðu. Áhrif áfalla í æsku eru henni hugleikin en sjálf hefur hún öðlast nýja sýn á sjálfa sig og æskuárin sem einkenndust af vanrækslu og öryggisleysi, með því að skoða áföll for­ mæðra sinna og áhrif þeirra. Við getum uppgötvað fortíðina upp á nýtt, aftur og aftur, og það er oft mikil heilun fólgin í því að skilja af hverju við erum er eins og maður er. Okkur hefur jafnvel verið kennt að eitthvað sé að okkur – en ég held að afleið­ ingar geti ekki verið án orsaka,“ segir Diljá í upphafi samtals okkar. Diljá er nýútskrifuð úr sál­ gæslunámi við Háskóla Íslands en áhuginn á náminu kviknaði þegar hún sjálf þáði slíka hjálp á vöku­ deild árið 2018 með tveggja marka dóttur sína sem þar greindist jafn­ framt með Downs heilkennið. Í sálgæslunáminu fór Diljá að skoða fortíð sína og formæðranna og fékk nýja sýn á líf sitt og þeirra. „Ég elst að mjög stórum hluta upp hjá ömmu minni sem var einn Íslandsmeistaranna í alkóhólisma, þó að margir keppendur hafi tekið þátt,“ segir hún í léttum tón. „Ég man eftir mér sem barni sem var sífellt að reyna að fegra heiminn sinn og ég átti það til að segja upp úr þurru í skólanum að hjá okkur hefði verið matur klukkan sjö í gær, nánar tiltekið steiktur fiskur í raspi, þegar það var alls ekki.“ Foreldrar Diljár slitu sambandi áður en hún kom í heiminn en bæði voru þau aðeins 19 ára gömul. „Sjálf voru þau börn alkóhólista og alin upp í þessu skakka alkó­ hólíska fjölskyldukerfi og því ekki alltaf með burði til þess að umvefja mig stöðugleikanum sem ég þurfti.“ Skekkt fjölskyldukerfi Diljá segir að í fyrsta tímanum í sál­ gæslunáminu hafi kviknað ákveðið ljós, þegar kennarinn teiknaði upp einfalda mynd af fjölskyldukerfi. „Hann bætti svo við myndina áfalli einhvers í fjölskyldunni sem skekkir myndina ef ekki er unnið úr því. Þannig geta heilu fjölskyldu­ kerfin orðið skökk, í margar kyn­ slóðir.“ Eins og fyrr segir ólst Diljá mikið til upp hjá móðurömmu sinni og voru þær mikið tvær enda afinn mikið úti á sjó. Þar upplifði hún aðstæður sem ekkert barn ætti að þurfa að takast á við en segist þó ekki hafa farið að kafa djúpt í það fyrr en nýverið í náminu. „Ég áttaði mig ekki alveg á því fyrr en þarna, að það er eitthvað sem gerist lengst aftur í fortíð sem veldur því að ég elst upp við svona átakanlegar aðstæður.“ Á uppvaxtarárunum faldi hún heimilisaðstæðurnar. „Ég átti aldr­ ei að tala um það að amma væri að drekka og hún viðurkenndi það aldrei sjálf, jafnvel þó hún lægi áfengisdauð á geymslugólfinu búin að pissa og kúka á sig. Á unglings­ árunum fór ég að horfast í augu við alkóhólismann en ég hugsaði með mér að hann væri í öllum fjölskyld­ um og tók þetta áfram á hörkunni.“ Bjuggu inni á skemmtistað Í Al­Anon lærði Diljá hvernig hún gæti átt átakaminni samskipti við ömmu sína sem hafði oft reynst erfitt. „Enda getur alkóhólistinn verið svo óbærilegur og þannig gert manni erfitt að elska hann.“ Öryggisleysið var meginstef æsk­ unnar. „Eitt sinn þurfti lögreglan að sækja mig á Hótel Esju þegar amma var dauð fram á borðið. En svo átti ég líka mínar bestu æskuminningar hjá ömmu. Þegar hún var ekki full var hún besta manneskja í heimi sem umvafði mig ást og gerði allt fyrir mig. Þetta breyttist svo allt við einn sopa. Þá voru ljósin slökkt, lyktin súr og hún dró sængina upp fyrir haus.“ Móðir Diljár vann á þessum tíma í veitingageiranum og því mikið um kvöld og helgar og Diljá fór til föður síns aðra hvora helgi. „Mamma stofnaði árið 1987 skemmtistaðinn 22 og við bjuggum um tíma í einu herbergja staðarins. Ég fattaði þá ekki alveg hvað þetta var rangt. Ég man eftir að hafa farið niður í eldhús og grillað mér sam­ lokur. En ég svaf ekki vel, þetta voru alls ekki góðar aðstæður fyrir barn að búa við. Ég faldi heimilis­ aðstæður í skólanum því ég þráði ekkert heitara en að eiga mömmu sem bakaði kanilsnúða með svuntu og færi með mér út í snjókast, það var alls ekki lífið okkar.“ Taugakerfið geymir þessar sögur Diljá bendir á að varnarhættir þeir sem barn skapar sér í óbærilegum aðstæðum fylgi því inn í fullorð­ insárin þar sem þeir geti orðið að hindrunum. „Við beitum þeim þegar við erum undir miklu álagi enda geymir taugakerfið þessar sögur og sérstak­ lega hefur þetta áhrif ef við vinnum ekki úr þeim.“ Áhrif áfalla í æsku á fullorðins­ árin eru eins og heyra má Diljá hug­ leikin. „Við verðum að skilja af hverju við bregðumst stundum við aðstæðum í nútímanum á vissan hátt vegna gamalla sára. Barnið er að bregðast við og varnarkerfið sem við bjugg­ um þá til tekur yfir.“ Ég held að afleiðingar geti ekki verið án orsaka Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Diljá við styttuna Móðurást við Listasafn Einars Jónssonar en á göngu sinni frá vökudeild í fjóra mánuði heimsótti hún garðinn og bað um styrk fyrir örsmáa dóttur sína. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þetta er ekki einkamál Brynhildur, amma Diljár, lést í nóv­ ember síðastliðnum en mánuðinn fyrir andlátið hafði Diljá lesið bók­ ina Óstýriláta móðir mín og ég, eftir Sæunni Kjartansdóttur. „Í bókinni sýnir Sæunn fram á að sagan hennar ömmu er sagan hennar mömmu. Mamma sem er fædd árið 1959 var lausaleiks­ krógi sem á þeim tíma var agalegur dómur. Hún ólst upp við óbærilega erfiðar aðstæður sem svo gerði það að verkum að hún hafði ekki endi­ lega burði til að vera akkúrat „topp class“ móðir fyrir mig.“ Diljá tekur fram að í dag sé hún mjög náin báðum foreldrum sínum. „Það hefur verið mjög mark­ viss vinna hjá okkur öllum að taka okkar grunn og bara ummolda hann.“ Diljá á í dag þriggja ára gamla dóttur, Lunu, og tekur móðir hennar virkan þátt í uppeldi hennar. „Ég vissi það alltaf að um leið og mamma yrði amma yrði hún betri mamma, og það gerðist. Á sama tíma var amma Bryn mjög léleg mamma fyrir mömmu en þrátt fyrir þessa hræðilegu fíkn sem hún var haldin gerði hún allt fyrir mig. Það get ég skrifað á hennar eigin móður­ lega samviskubit. Það sem ég er að sjá í dag er hversu mikil mótandi áhrif þessi vanræksla og öryggisleysi í æsku hefur á núið. Mér finnst svo mikilvægt að tala um það í samhengi við börn sem nú lifa sína barnæsku. Við þurfum í stjórn­ sýslunni að vera hugrökk að grípa inn í. Það eiga að vera verndandi þættir í skólakerfinu svo til séu tól og tæki og aðferðir til að grípa inn í. Þetta er ekki einkamál. Áfallasaga kvenna er að verða ein merkilegasta og viðamesta rannsókn sem við í stjórnsýslunni getum stuðst við til að geta tekist á við slík mál.“ 20 Helgin 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.