Fréttablaðið - 19.02.2022, Síða 32
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652.
„Til marks um það höfum við þurft
að fjölga sölubásum hjá okkur
hérna í húsinu. Þegar við opnuðum
skömmu fyrir jólin 2020 voru þeir
158 en nú eru þeir 166 talsins. Við
erum með stóran hóp af fastakúnn-
um, bæði kaupendur og seljendur,
sem eru afskaplega ánægðir með
þetta framtak. Svoleiðis að það er
óhætt að segja að viðtökurnar hafi
verið mjög góðar,“ segir Vilborg,
einn eigenda Verzlanahallarinnar
við Laugaveg 26.
Það er engum ofsögum sagt að
Verzlanahöllin sé básaleiga með
endurnýtingu að leiðarljósi því
þar eru ekki aðeins seld vel með
farin notuð föt á fullorðna og
heimilisvörur, heldur er nánast
allt innanstokks endurnýtt, allt frá
gömlu afgreiðsluborði upp í inn-
kaupapoka og merkispjöld. „Þau
eru klippt út úr pappa sem fellur
til á heimilum. Sumir viðskipta-
vinir hafa jafnvel klippt niður fyrir
okkur,“ lýsir Vilborg.
„Við það má bæta að á 8. ára-
tugnum voru ellefu búðir reknar
í húsinu sem var þá líka kallað
Verzlanahöllin. Þannig að við
endurnýttum meira að segja gamla
nafnið þegar við opnuðum,“ segir
hún og hlær.
Draumur að vinna
með dætrunum
Verzlanahöllin eru í eigu Vilborgar
og dætra hennar, Þórdísar Vil-
borgar Þórhallsdóttur og Sveindís-
ar Önju V. Þórhallsdóttur, en engin
þeirra hafði reynslu af rekstri.
Spurð hvað hafi orðið til þess að
mæðgurnar ákváðu að stofna
saman fyrirtæki, segir Vilborg að
þær hafi verið búnar að hugleiða
í dálítinn tíma að gera eitthvað
skemmtilegt sem þær gætu sett
krafta sína og vit í. „Þar sem við
höfum allar áhuga á umhverfis-
vernd og endurnýtingu fannst
okkur tilvalið að að sameina
áhugamálin í þennan rekstur.“
Vilborg segist ekki sjá eftir því
enda sé draumur að fá að starfa
með dætrunum. „Auðvitað getur
verið viss áskorun að vinna svona
náið með fjölskyldunni,“ játar hún
kímin, „en samstarfið gengur vel
og þetta er gefandi og skemmtilegt.
Við erum í raun af þremur kyn-
slóðum, þar sem tólf ára aldurs-
munur er á systrunum og svo erum
við allar með ólíkan bakgrunn:
Þórdís er viðskiptafræðingur,
kennari og MPM, Sveindís er sál-
fræðingur og íþróttasálfræðingur
og sjálf er ég búin að sinna skrif-
stofustörfum í áratugi. Við komum
því að borðinu með mismunandi
þekkingu og reynslu og það nýtist
vel í rekstrinum.“
Hún bætir við að ekki skemmi
fyrir að stórfjölskyldan standi fast
við bakið á sér og dætrunum. „Fjöl-
skyldufaðirinn hannaði básana
og svo smíðaði fjölskyldan þá á
vöktum í fyrstu Covid-bylgjunni.
Yngsta kynslóðin hefur síðan búið
til TikTok-video sem nýtast til að
leiðbeina básaleigjendum. Þann-
ig að fjölskyldan er alltaf boðin
og búin að hjálpa til og aðstoða
á álagstímum við þrif, tiltekt og
afgreiðslu.“
„Fólk hefur rosalega
gaman af þessu“
Að sögn Vilborgar finnst fólki nota-
leg tilhugsun að eiga í viðskiptum
við fjölskyldufyrirtæki. „Fólk er
hrifið af því að fjölskylda skuli reka
fyrirtæki og leggi sig fram um að
vinna vel saman og veita persónu-
lega og góða þjónustu í afslöppuðu
andrúmslofti,“ lýsir hún. Enda séu
þær mæðgurnar sífellt að leita leiða
til að koma til móts við þarfir við-
skiptavina. Þannig hafi til dæmis
sérstakri aðstöðu verið komið
upp fyrir seljendur, svokölluðu
uppsetningasvæði, þar sem er allt
til alls: slár, herðatré, þjófavarnir,
merkibyssur, miðar og fleira. Þá
séu hundar leyfðir í búðinni, enda
mæðgurnar annálaðir dýravinir
og eru bæði Kattaskrain.com og
Dýrahjálp Íslands með bása í boði
verslunarinnar.
Nýjasta nýjungin er svo vísinda-
ferðir sem njóta mikilla vinsælda.
„Við bjóðum stærri hópum að
kíkja í heimsókn eftir lokun, þar
sem við kynnum hugmynda-
fræðina sem liggur til grundvallar
rekstrinum, bjóðum upp á léttar
veitingar og höfum kassann opinn
ef einhver vill versla. Við erum að
fá heilu nemendafélögin, vinnu-
staðahópa og jafnvel saumaklúbba
hingað til okkar. Fólk hefur rosa-
lega gaman af þessu,“ segir Vilborg
og brosir.
Hún tekur fram að starfsemi
Verzlanahallarinnar endurspegli
einlægan áhuga eigendanna á að
vilja stuðla að heimsmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna, einkum
því tólfta, sem snúist um ábyrga
neyslu og framleiðslu.
„Í raun má segja að Verzlana-
höllin sé okkar innlegg í að stuðla
að meiri nýtingu og minni sóun.
Hér gefst fólki færi á að selja
hlutina sína, koma þeim aftur í
hringrásina og fá smá pening sem
er umhverfisvænt og gott.“
Vilborg hvetur alla áhugasama
til að kíkja á heimasíðu Verzlana-
hallarinnar, verzlanahollin.is, og
fylgjast með henni á samfélags-
miðlum. Þar sé að finna alls konar
fróðleik og upplýsingar sem geti
komið að góðu gagni. n
„Við auglýsum ekki mikið. Ánægðir viðskiptavinir og gott orðspor eru okkar
helsta auglýsing,“ segir Vilborg Norðdahl. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Í Verzlanahöllinni má finna mikið úrval af fallegum og litríkum kjólum.
Húsnæði Verzl-
anahallarinnar
er rúmgott og
vel fer um við-
skiptavini.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Perlur í ólíkum litum gefa til kynna
stærðir á fatnaði.
Að sögn Vilborgar er Verzlanahöllin í 500 fermetra húsnæði, á besta stað í bænum, Laugavegi 26, en gengið er inn í húsnæðið Grettisgötumegin.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Fólk er hrifið af því
að fjölskylda skuli
reka fyrirtæki og leggi
sig fram um að vinna vel
saman og veita persónu-
lega og góða þjónustu í
afslöppuðu andrúms-
lofti.
Vilborg Norðdahl
2 kynningarblað 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURNYTJAHLUTIR OG ENDURVINNSLA