Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 41

Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 41
STARFSFÓLK Í FRAMLEIÐSLU STÖRF Í ÞJÓNUSTUDEILD AFLEYSING Í REIKNINGSHALDI STARFSFÓLK Í ÖLSUÐU OG BJÓRFRAMLEIÐSLU ÁFYLLING Á SJÁLFSALA STÖRF Í VÖRUHÚSI STÖRF Í DREIFINGU/MEIRAPRÓFSBÍLSTJÓRI HVAR ÆTLAR ÞÚ AÐ VINNA Í SUMAR? Við erum að leita að öflugu og jákvæðu fólki í fjölbreytt og spennandi störf í sumar. Nánari upplýsingar um störfin og hæfniskröfur eru að finna á heimasíðu Ölgerðarinnar: olgerdin.umsokn.is Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri, geti hafið störf í byrjun maí og unnið fram í miðjan ágúst. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars nk. Ölgerðin er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sínu sviði. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur af kraftmiklu, skapandi og framsæknu starfsfólki. Við stefnum að því að aldrei verði hærra hlutfall en 60% af einu kyni í stjórnunarstöðum. Við erum stöðugt að vinna að umbótum í rekstri og nýtum stafræna tækni til að skapa okkur samkeppnisforskot. Við viljum vaxa með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Stöðugt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina betur og fyrr en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur. Fjögur gildi marka hegðun okkar og ákvarðanir: Jákvæðni, áreiðanleiki, hagkvæmni og framsækni. Mat við ráðningar styðjast við þessi grunngildi Ölgerðarinnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.