Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 44

Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 44
Viltu leggja þitt af mörkum í stafrænni vegferð Reykjavíkurborgar? Þjónustu- og nýsköpunarsvið leitar að stafrænum hönnuði til þess að taka þátt í því markmiði að gera þjónustur borgarinnar aðgengilegar og auðveldar í notkun fyrir íbúa hennar. Starfið er tímabundið til tveggja ára með möguleika á fastráðningu. Borgin hefur blásið til sóknar til að hraða stafrænum umbreytingum. Sett hafa verið af stað fjölmörg verkefni í endurhönnun stafrænnar þjónustu. Mjög mikill metnaður er innan sviða borgarinnar og fjölmörg spennandi tækifæri framundan. Helstu verkefni og ábyrgð • Betrumbætur og áframhaldandi þróun á hönnunarkerfi (e. design system) Reykjavíkurborgar • Hanna notendaupplifun (UX) á stafrænum vörum samkvæmt hönnunarstaðli Reykjavíkurborgar • Þátttaka í stafrænum umbreytingarteymum • Innleiðing gæða- og þjónustumælinga vegna þjónustuveitingar • Miðlun upplýsinga • Vinna náið með vörustjóra, hönnuðum og forriturum að endurbótum hönnunarkerfis • Þátttaka í ýmsu samstarfi innan og utan borgarinnar • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Minnst þriggja ára reynsla af stafrænni vöruþróun sem hönnuður • Þekking og reynsla af stafrænum hönnunartólum á borð við Figma, Sketch o.fl. Hönnunarkerfi Reykjavíkurborgar er í Figma • Þekking og reynsla af Adobe hönnunarsvítunni • Þekking og reynsla af hreyfihönnun og viðmótskvikun (e. UI animation) er kostur • Þekking á aðferðafræði þjónustuhönnunar er kostur • Áhugi á því að gera stafræna þjónustu aðgengilega og notendavæna • Framúrskarandi hæfni í teymisvinnu og mannlegum samskiptum • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð • Nákvæmni og gott auga fyrir smáatriðum • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti • Jákvætt viðhorf til jafnréttis og fjölbreytileika Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2022. Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgerður Pétursdóttir, hönnunarstjóri, í gegnum netfangið vala.p@reykjavik.is Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: 1. Starfsferilsskrá 2. Kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið 3. Portfólíó sem viðhengi eða aðgangur á stafrænu formi www.reykjavik.is/storf Stafrænn hönnuður Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytið auglýsir laust embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forstöðumaður stýrir starfi úrskurðanefndarinnar og ber ábyrgð á fjárhag hennar og daglegum rekstri. Hann er jafn- framt formaður nefndarinnar. Forstöðumaður er í forsvari fyrir nefndina út á við, ákvarðar hvernig úrskurðarnefndin er skipuð í hverju máli og ræður annað starfsfólk nefndarinnar. Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra skipar forstöðumann úrskurðarnefndarinnar til fimm ára í senn. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála starfar samkvæmt lögum nr. 130/2011 og hefur það hlutverk að úrskurða í kæru- málum vegna ákvarðana stjórnvalda og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála svo sem á sviði mengunar- og hollustuháttamála og mats á um- hverfisáhrifum. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð í störfum sínum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Embættispróf eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum • Almenn hæfisskilyrði héraðsdómara, sbr. 29. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla • Reynsla af stjórnun • Leiðtogahæfileikar og hæfni til að leiða fólk til samvinnu og árangurs • Öguð og skilvirk vinnubrögð • Hæfni til að vinna undir álagi • Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti Umsóknafrestur er til og með 7. mars 2022. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á Starfatorgi — starfatorg.is Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni við- komandi í starfið rökstudd. Þriggja manna valnefnd skipuð af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra metur hæfni og hæfi umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu (sigridur.arnardottir@urn.is). Forstöðumaður Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.