Fréttablaðið - 19.02.2022, Síða 46
Bókari/launafulltrúi
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir að ráða dugmikinn einstakling í starf bókara/launafulltrúa
hjá samtökunum. Viðkomandi mun annast færslu á bókhaldi og launaútreikningum. Bókari/
launafulltrúi ber ábyrgð gagnvart framkvæmdastjóra.
Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Farið verður með allar
umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
• Umsjón með bókhaldi og afstemmingum
• Umsjón með launaútreikningum og greiðslu launa
• Aðstoð við gerð fjárhagsáætlana
• Almenn skrifstofuþjónusta fyrir starfsmenn SASS og
samstarfsstofnanir samtakanna
• Gerð og útsending reikninga
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af færslu bókhalds og launaútreikninga
• Þekking og reynsla á DK hugbúnaði er kostur
• Þjónustulund og nákvæmni
• Góð almenn tölvukunnátta
• Góð íslenskukunnátta
Menntunar- og hæfniskröfur:
Nánari upplýsingar um starfið veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is)
í síma 511 1225.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
(SASS) eru landshlutasamtök
sveitarfélaga á Suðurlandi. Samtökin
hafa verið starfrækt frá árinu 1969.
Starfssvæði samtakanna er frá
sveitarfélaginu Ölfusi í vestri að
sveitarfélaginu Höfn í Hornafirði í
austri. Öll 15 sveitarfélögin á
Suðurlandi eiga aðild að SASS.
Megin starfsemi SASS felst í
hagsmunagæslu fyrir íbúa og
sveitarfélög á Suðurlandi ásamt því
að veita ráðgjöf, styrki og aðra
þjónustu til handa atvinnu- og
menningarlífi í landshlutanum.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu samtakanna www.sass.is.
Olís leitar að verkefnastjóra til að halda utan um stærri umbótaverkefni og greina
tækifæri til framþróunar í samstarfi við framkvæmdastjórn félagsins. Um er að ræða fullt
starf við greiningar, verkefnaáætlanir, samhæfingu, eftirfylgni og árangursmat lykilverkefna.
Umrædd verkefni snúa að breytingum á rekstrarskipulagi, stafrænni framþróun,
umbreytingu innviða og öðrum lykilþáttum starfseminnar.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af verkefnastjórnun og/eða
viðskiptaþróun.
• Geta til að halda utan um mörg verkefni
samhliða.
• Hæfni til að vinna þvert á svið og með
ólíkum hópum.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum
samskiptum.
• Frumkvæði og metnaður.
• Háskólamenntun í viðskiptafræði,
verkefnastjórnun eða öðrum tengdum
fögum.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu
og riti.
Framundan eru ýmis krefjandi og
áhugaverð umbreytingarverkefni sem
miða að því að efla starfsemi Olís til
lengri tíma. Verkefnastjóri umbóta og
viðskiptaþróunar mun gegna
lykilhlutverki við mótun og eftirfylgni
þessara verkefna og vinna náið með
framkvæmdastjórn félagsins.
VERKEFNASTJÓRI
UMBÓTA OG VIÐSKIPTA-
ÞRÓUNAR
Umsóknir berist til mannauðsstjóra Olís, Ragnheiðar Bjarkar á rbg@olis.is,
fyrir 7. mars nk. merktar „verkefnastjóri“
Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks,
uppbyggileg samskipti og fagleg vinnubrögð.
12 ATVINNUBLAÐIÐ 19. febrúar 2022 LAUGARDAGUR