Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 47

Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 47
Skólastjóri Auðarskóla Laust er til umsóknar embætti skólastjóra Auðarskóla í Dalabyggð sem er sameinaður leik- grunn- og tónlistarskóli. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til og með 7. mars 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Gert er ráð fyrir að skólastjóri verði búsettur í Dalabyggð. • Stýrir og ber faglega ábyrgð á daglegri starfsemi skólans í samræmi við gildandi stefnu • Ábyrgð á daglegum rekstri og yfirumsjón með fjármálum og rekstrarlegum skuldbindingum skólans • Forysta í mótun og eftirfylgni með stefnu skólans í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lögum um grunnskóla • Starfsmannamál, s.s. ráðningar, starfsþróun og vinnutilhögun • Stuðlar að góðum skólabrag og samstarfsvettvangi skóla og samfélags • Dagleg umsjón og umráð skólamannvirkja • Leiðir og hvetur starfsfólk með það að markmiði að tryggja sem best samskipti og gagnkvæmt traust Helstu verkefni og ábyrgð: • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara er skilyrði • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og kennslufræða æskileg • Farsæl stjórnunar- og kennslureynsla og reynsla af leik- og/eða grunnskólastarfi • Þekking á áætlunargerð og fjármálstjórnun • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á þróun og nýjungum í skólastarfi • Lipurð í samstarfi, sveiganleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði og lausnamiðun í starfi • Góð íslenskukunnátta og færni til að miðla upplýsingum Menntunar- og hæfniskröfur: Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.intellecta.is. Upplýsingar veita Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn- og tónlistarskóli með um 100 nemendur. Við skólann starfa um 35 manns. Gildi skólans eru: Ábyrgð - Ánægja - Árangur Í Dalabyggð búa um 660 manns, þar af um 40% í Búðardal. Sveitarfélagið nær frá Álftafirði á Snæfellsnesi til Gilsfjarðar á mörkum Vestfjarða og býr yfir mikilli náttúrufegurð. Dalabyggð er friðsælt og rótgróið samfélag, hlaðið sögu og menningu. Nánari upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins er að finna á: www.dalir.is Ertu öflugur leiðtogi? Leikskólinn Sjáland óskar eftir að ráða stjórnendur í tvö störf. Leitað er að öflugum leiðtogum til að leiða hóp kennara skólans og hafa áhrif til breytinga. Leikskólinn er sjálfsætt starfandi skóli sem leggur áherslu á einstaklingsmiðað nám og starfar eftir fjölvísistefnunni. Nánari upplýsingar veitir Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225. Nánari upplýsingar um störfin og leikskólann Sjáland má finna á www.intellecta.is. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2022. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni og uppruna, eru hvattir til að sækja um starfið. Undir sviðið heyrir allur daglegur rekstur leikskólans. Góð hæfni í mannlegum samskiptum, skipulögð vinnubrögð og umbótasinnuð hugsun eru meðal eiginleika sem nýtast í starfinu. Leikskólastjóri er faglegur leiðtogi í leikskólanum, miðlar þekkingu til starfsmanna og stuðlar að skapandi leikskólastarfi í samvinnu við kennara, foreldra og forráðamenn í leikskólanum. Um tímabundið starf er að ræða. Leikskólastjóri Sérkennslustjóri Leikskólinn Sjáland auglýsir eftir sérkennslustjóra í 100% starfshlutfall. Skipulags- og samskiptahæfileikar og sjálfstæði í starfi eru meðal eiginleika sem viðkomandi þarf að búa yfir. ATVINNUBLAÐIÐ 13LAUGARDAGUR 19. febrúar 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.