Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 48

Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 48
Þjónusturáðgjafi Sparisjóður Suður-Þingeyinga leitar að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi í starf þjónusturáðgjafa. Helstu verkefnin eru samskipti við viðskiptavini ásamt greiningu og faglegri ráðgjöf um helstu þjónustu sparisjóðsins. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfi. Hjá sparisjóðnum starfar skemmtilegt og skapandi starfsfólk sem reiðubúið er að leita lausna fyrir viðskiptavini hans. Viltu starfa í skapandi en jafnframt krefjandi umhverfi með samfélagsleg gildi að sjónarmiði? Helstu verkefni og ábyrgð: • Greina þarfir viðskiptavina • Sinna þjónustu við viðskiptavini • Vinna lánsumsóknir • Veita viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf um helstu þjónustuþætti Hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun er kostur • Haldbær reynsla af sambærilegu starfi er kostur • Góð þjónustulund • Almennt góð tölvukunnátta • Góð íslensku- og enskukunnátta Upplýsingar um starfið veitir Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, sparisjóðsstjóri, sími 856 6524, netfang: eyjolfurg@spthin.is Starfsstöð er að Laugum í Reykjadal, Þingeyjarsveit, umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2022. Þjónustustjóri Sparisjóður Suður-Þingeyinga leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf þjónustustjóra, með þekkingu á starfsumhverfinu og menntun sem nýtist í starfi. Verkefnin eru margþætt, áhugaverð og spennandi. Hjá sparisjóðnum starfar skemmtilegt og skapandi starfsfólk sem reiðubúið er að leita lausna fyrir viðskiptavini hans. Viltu starfa í skapandi en jafnframt krefjandi umhverfi með samfélagsleg gildi að sjónarmiði? Helstu verkefni og ábyrgð: • Ábyrgð á þjónustu- og sölustjórnun • Stuðningur við teymi þjónusturáðgjafa og gjaldkera • Veita viðskiptavinum þjónustu og ráðgjöf • Leggja mat á lánsumsóknir • Koma að skipulagi að markaðsmálum • Stuðningur við innheimtu • Umsjón með vinnu tengdri skjalavinnslu Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. viðskiptafræði, viðskiptalögfræði eða lögfræði • Haldbær reynsla af sambærilegu starfi er kostur • Góð þjónustulund, samskipta og skipulagshæfni • Almennt góð tölvukunnátta • Góð íslensku- og enskukunnátta Upplýsingar um starfið veitir Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, sparisjóðsstjóri, sími 856 6524, netfang: eyjolfurg@spthin.is Starfsstöð er að Laugum í Reykjadal, Þingeyjarsveit, umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2022. Finnur þú lausnir á flestum hlutum? Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2022. Sótt er um starfið á landsnet.is. Við hvetjum alla áhugasama, sem uppfylla ofangreindar kröfur, til að sækja um starfið. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Nánari upplýsingar veitir Jason Már Bergsteinsson, sérfræðingur í mannauðsmálum, mannaudur@landsnet.is. Við leitum að laghentum, útsjónarsömum og skipulögðum aðila með mikla þjónustulund til að hafa yfirumsjón með skrifstofu- og birgðaaðstöðu okkar á höfðuborgarsvæðinu. Starfið snýst um verkstjórn starfsfólks og umsjón með föstum verktökum, ábyrgð á öryggi á birgðasvæði, að tryggja viðhald og verja eignir ásamt öðrum daglegum verkum sem falla undir ábyrgðarsvið umsjónarmanns birgða og eigna. Starfið er 50% skrifstofustarf og 50% verklegt. Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að miðla orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar. Við leggjum áherslu á virðingu, samvinnu og ábyrgð. Við erum framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi. Menntunar- og hæfniskröfur • Marktæk reynsla af sambærilegu starfi • Menntun sem nýtist í starfi • Góð íslensku- og enskukunnátta • Góð tölvufærni og þekking á Excel nauðsynleg • Þekking á Dynamics AX eða önnur lagerkerfi mikill kostur • Lyftarapróf er kostur • Framúrskarandi samskipta- og skipulagsfærni • Frumkvæði, dri–raftur og sjálfstæði í starfi Umsjón með birgðum og eignum 14 ATVINNUBLAÐIÐ 19. febrúar 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.