Fréttablaðið - 19.02.2022, Page 51
Skrifstofustjóri
á skrifstofu innri þjónustu
Forsætisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu
Skrifstofa innri þjónustu er ein af fjórum skrifstofum ráðuneytisins samkvæmt nýju skipuriti sem tekur gildi
1. apríl nk. Skrifstofan ber ábyrgð á rekstri, fjármálum og innri þjónustu þess ásamt því að vera miðstöð
gæða- og umbótastarfs innan ráðuneytisins.
Við leitum að öflugum leiðtoga sem er umbótadrifinn og hefur metnað og kraft til að taka þátt í að móta
og efla innri starfsemi ráðuneytisins í samvinnu við ráðuneytisstjóra og aðra stjórnendur. Við ráðningu í
embættið verður horft til þátta sem skilgreindir hafa verið í stjórnendastefnu ríkisins, sem eru heilindi,
leiðtogahæfni, árangursmiðuð stjórnun og samskiptahæfni.
Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára. Þriggja manna hæfnisnefnd, skipuð af forsætisráðherra,
metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra, sbr. reglur nr. 393/2012 um ráðgefandi
hæfnisnefndir. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Félag
háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Um er að ræða fullt starf og er embættið laust frá 1. apríl nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja
um. Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en 3. mars 2022.
Nánari upplýsingar veitir
Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri í síma 545 8400, bryndis.hlodversdottir@for.is
Sótt er um starfið á Starfatorgi
Helstu verkefni
• Rekstur og fjármál ráðuneytisins
• Fjárlagagerð, framkvæmd fjárlaga og
áætlanagerð
• Stoðþjónusta við aðrar skrifstofur
• Eftirlit og umsjón með fjárlagaliðum
ráðuneytisins og stofnana þess
• Umbætur og þróun í innri starfsemi
ráðuneytisins
• Ábyrgð á gæðamálum, skjalavistun, málaskrá,
stafrænni þróun og innra upplýsingaflæði
• Umsjón með fasteignum
forsætisráðuneytisins og Stjórnarráðsins
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistaragráða skilyrði
• Framúrskarandi samskiptafærni og hæfni til að miðla
upplýsingum
• Þekking og reynsla á sviði fjármála og rekstrar
• Þekking á lögum um opinber fjármál er kostur
• Farsæl stjórnunarreynsla, helst innan opinberrar
stjórnsýslu
• Metnaður, framsýni og lausnamiðað hugarfar
• Farsæl reynsla af samhæfingarverkefnum og
umbótastarfi
• Góð tungumálakunnátta í ræðu og riti (íslensku,
ensku og einu öðru Norðurlandamáli)
Stjórnarráð Íslands
Forsætisráðuneytið
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.
RÁÐNINGAR Starfsmenn eru lykill
að árangri allra fyrirtækja.
ATVINNUBLAÐIÐ 17LAUGARDAGUR 19. febrúar 2022