Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 55

Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 55
kopavogur.is Menntasvið Kópavogsbæjar auglýsir starf verkefnastjóra innan rekstrardeildar. Rekstrardeild menntasviðs Kópavogsbæjar leitar að talnaglöggum, skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í samskiptum, hafa áhuga og metnað til þess að takast á við fjölbreytt rekstrartengd verkefni og færni í framsetningu gagna. Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Menntasvið sameinar málefni leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþrótta og frístunda í Kópavogi. Skrifstofa menntasviðs skiptist í fjórar fagdeildir auk rekstrardeildar sem er stoðdeild sviðsins. Á skrifstofu menntasviðs starfa að jafnaði 25 starfsmenn og heildarfjöldi starfsmanna á menntasviði er um 2000 í rúmlega 60 stofnunum. Heildarkostnaður við rekstur menntasviðs er um 23,5 milljarðar að teknu tilliti til tekna. Helstu verkefni og ábyrgð: · Fjárhagslegt eftirlit með rekstri stofnana menntasviðs. · Gerð greininga og skýrslna um rekstur stofnana. · Upplýsingagjöf og rekstrarleg ráðgjöf til stjórnenda. · Eftirlit með innkaupum á sviðinu. · Tölfræðivinnsla og framsetning gagna í mælaborði Power BI. · Þátttaka í gerð fjárhagsáætlunar menntasviðs. · Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum og falla innan starfssviðs. Menntunar- og hæfniskröfur: · Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. · Reynsla af fjárhagslegri greiningu og áætlanagerð æskileg. · Góð tölvukunnátta og færni í tölfræðilegri framsetningu. · Framúrskarandi kunnátta á excel. · Reynsla af notkun bókhaldskerfa (NAV), launakerfa (SAP) og Power BI æskileg. · Góð greiningarfærni og talnalæsi. · Hæfni til þess að vinna bæði sjálfstætt og í teymi. · Góð hæfni í mannlegum samskiptum. · Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2022. Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/ Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð. Verkefnastjóri á rekstrardeild Við leiðum fólk saman

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.