Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 63
Gullið mitt var að opna nýja verslun á Smiðjuvegi, þar sem fólk getur leigt bása og selt notaðar vörur af ýmsu tagi. Það er einfalt og þægilegt að leigja bás og í versluninni má finna mikið úrval af alls kyns fatnaði fyrir fólk af öllum stærðum og gerðum. „Gullið mitt var fyrst opnað í Holtagörðum 2020 og rekstur fyrirtækisins hefur tekist með prýði og við höfum notið mikilla vinsælda frá upphafi,“ segir Guðni Þór Guðnason, einn eigenda. „Hjá okkur getur fólk selt notaðar vörur. Fyrst um sinn vorum við bara með barnafatnað og fylgihluti en vegna mikillar eftirspurnar eftir sölu á fullorðinsfatnaði var ekkert annað í boði en að bæta við básum og mæta þörfum viðskiptavinarins, enda algjör snilld að geta bókað barna- og fullorðinsbás á sama stað, það sparar bæði tíma og fyrirhöfn þegar á að selja fatnað og fylgihluti af allri fjölskyldunni. Nú höfum við opnað stór- glæsilega verslun á Smiðjuvegi 4A Grænni götu, svo nú erum við komin nær okkar stærsta markhópi,“ segir Guðni. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera eins nálægt okkar viðskiptavinum og hægt er og það er bara þriggja mínútna ganga til okkar frá Mjódd og næg bílastæði fyrir utan hjá okkur.“ Auðveld leið til að selja vörur „Þegar viðskiptavinur bókar bás hjá okkur hefur hann ótakmarkað aðgengi að verðmerkingum, þjófavörnum og herðatrjám og í raun öllu sem hann þarf til að setja upp sínar vörur. Við erum líka búin að byggja upp fyrir- tækið á samfélagsmiðlum sem auðveldar fólki að koma sinni vöru á framfæri eftir að hún er komin í sölu hjá okkur,“ útskýrir Guðni. „Starfsmaður í verslun sér um að básar séu í góðu standi svo við hámörkum árangur í sölu hjá okkar básaleigjendum. Við veitum topp þjónustu til þeirra sem leigja hjá okkur bása og við höfum ekki séð aðra bjóða upp á básaleigu þar sem svona mikið er innifalið eins og hjá okkur. Við reynum eftir fremstu getu að mæta þörfum okkar viðskiptavina á meðan svigrúm leyfir og það hefur tekist með prýði. Aðgengi að versluninni okkar hefur líka alltaf verið gott og við gefum viðskipta- vinum, hvort sem þeir eru að leigja bása eða kaupa vörur, mikið pláss. Það eru allir velkomnir í Gull- Stórglæsileg verslun fyrir notaðar vörur Guðni, Ómar og Auður hjá Gullinu mínu taka vel á móti þeim sem vilja kaupa eða selja notaðar vörur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nýja verslunin á Smiðjuvegi 4A er aðgengileg og glæsileg og þar er nóg pláss fyrir kaupendur og seljendur. Gullið mitt býður upp á gríðarlegt úrval af alls kyns fatnaði, allt frá úti- vstarfötum til sparifata. Gullið mitt býður meðal annars upp á mikið af alls kyns merkjavöru sem er í mjög góðu ástandi. Vöruúrvalið er gríðarlega fjölbreytt, en það eru um 10.000 vörur í boði hjá Gullinu mínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR fjölskylduna okkar. Básaleigjendur eru á öllum aldri, sá elsti er 75 ára og hefur selt nokkuð vel og þeir yngstu eru á táningsaldri og þar er sömu sögu að segja, svo okkar markhópur er gríðarlega breiður,“ segir Guðni. „Það eru líka flestar stærðir í boði í versluninni hverju sinni, enda eru sirka 10.000 vörur í boði að staðaldri.“ Einfalt og þjónustan góð „Viðskiptavinir bóka hjá okkur vegna góðrar þjónustu og vegna þess að það er allt innifalið í leigu meðan á leigutíma stendur. Kerfið sem við notum er líka að skila miklum árangri, það er mjög ein- falt í notkun og gefur rauntíma upplýsingar um sölu á vörum svo viðskiptavinur getur fylgst með sínum vörum allan þann tíma sem þær eru staðsettar í verslun,“ segir Guðni. „Bókunarferlið okkar er líka mjög einfalt og aðgengilegt öllum svo það er auðvelt að skoða úrvalið af lausum básum og eftir að bás er leigður fá viðskiptavinir góðar upplýsingar í tölvupósti um hvernig er best að taka næstu skref. Vöruleitin okkar býður líka upp á að setja inn myndir af vörunum og við hvetjum alla básaleigjendur til að setja mynd við hverja vöru svo það einfaldi vöruleit og sölu á þeirra vöru. Fólk utan af landi notar þetta mikið hjá okkur og við tökum við símgreiðslum og sendum út á land ef þess er óskað.“ Selja notuð gæði „Það er erfitt að segja nákvæm- lega til um hvað er í versluninni hverju sinni. Þetta er gríðarlega fjölbreytt en aðallega er þetta barna- og fullorðinsfatnaður, allt frá sokkum upp í háklassa jakkaföt, yfir í skíði og annan úti- vistarbúnað. Við höfum líka tekið nýjan fatnað í umboðssölu þegar hann hefur safnast upp á lager hjá fyrirtækjum,“ segir Guðni. „Það má náttúrulega ekki gleyma því að það þarf líka að viðhalda hringrás- inni í hagkerfinu og það er gaman að segja frá því að hjá okkur hefur nokkuð af nýjum náttfötum og göllum verið selt sem við sjáum svo koma aftur í sölu sem notaða vöru. Þá sjáum við að okkar markmið er að nást, að koma fleiri fötum inn í hringrásarhagkerfið okkar. Það hefur verið mikil vitundar- vakning um mikilvægi þess að endurnýta og flestir eru farnir að hugsa út í þetta á einn eða annan hátt, umhverfið er okkur mikil- vægt og er þetta á vörum allra í heiminum í dag,“ segir Guðni. „Markaðir sem selja notaðan fatnað eru heldur ekki nýir af nálinni, verslanir Rauða krossins hafa verið þekktar til margra ára. En það hefur verið lítið í boði að geta selt sínar vörur á einum stað í stað þess að hanga inni á sölu- síðum í fleiri, f leiri klukkustundir að selja nokkrar flíkur. Vörur sem eru seldar hjá okkur þurfa að sjálfsögðu að uppfylla vöruskilmála verslunar og ef þær uppfylla þá ekki eru þær teknar úr umferð og básaleigjandi látinn vita að vara uppfylli ekki kröfur sem við setjum,“ segir Guðni. „Þá er ég að tala um ef vara er til dæmis illa farin eða ekki CE-merkt. Það má segja að við seljum notuð gæði, enda er mikið af merkja- vörum sem koma inn á borð til okkar í mjög góðu standi og eru í leit að nýjum eiganda. Það er alveg frábært að sjá að svona vörur endi ekki í ruslinu og einhver geti notið góðs af þessum gersemum,“ segir Guðni. Opnunartilboð og spennandi verkefni fram undan „Við vorum að flytja og erum með dúndur opnunartilboð í gangi hjá okkur núna, það eru líka nokkrir básar lausir akkúrat núna en það streyma inn vörur daglega og við höfum séð mikið af nýjum við- skiptavinum eftir að við fluttum,“ segir Guðni, sem segir að það sé líka spennandi verkefni fram undan hjá fyrirtækinu. „Við erum með einn draum sem við erum að vinna að þessa dagana og gefum út tilkynningu varðandi það verkefni fljótlega. Þá tökum við mjög stórt skref í átt að enn stærra hringrásarhagkerfi og verður það staðsett í Reykjavík. Undirbúningur er hafinn fyrir það stóra verkefni og er það unnið í samstarfi við mikla reynslubolta úr verslunarumhverfi á Íslandi,“ segir Guðni. „Það eru klárlega spennandi tímar fram undan og við erum fjarri því að vera komin þangað sem við stefnum. Við erum rétt að byrja, en ekkert af þessu væri hægt án þess að vera með duglegt starfsfólk í verslun okkar sem byggir þetta allt saman upp með okkur.“ Gullið mitt er staðsett á Smiðju- vegi 4A - Græn gata og heimasíðan er gullidmitt.is. NOTAÐ & NÝTT FULLORÐINS OG BARNAFATNAÐUR Smiðjuvegur 4a - Græn gata - gullidmitt.is - 5195584 - gullidmitt@gullidmitt.is Skannaðu og bókaðu! Einfaldara verður það ekki Opnunartilboð kynningarblað 5LAUGARDAGUR 19. febrúar 2022 NYTJAHLUTIR OG ENDURVINNSLA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.