Fréttablaðið - 19.02.2022, Síða 65
Í dag eru færri
tilbúnir til að gefa
fötin sín eða hanga lengi
á samfélagsmiðlum til að
reyna að selja notaðar
flíkur úr fataskápnum.
Þar skapar SmartGO
seljendum mikið hag-
ræði og þægindi.
Íslenski hugbúnaðurinn
SmartGO hefur valdið
straumhvörfum í sölu not-
aðs fatnaðar og fylgihluta.
Stefnt er að sölu hálfrar
milljónar endurnýttra flíka
á árinu.
„Hugsjónin um endurvinnslu og
umhverfisvernd er drifkraftur
hjá öllum sem koma að SmartGO;
það að minnka sóun og slæm
umhverfis áhrif. Hjá heiminum
öllum liggja fyrir gríðarstór verk-
efni við að taka sig á í þessum
málum og með SmartGO-lausn-
inni teljum við okkur vera með
vöru sem getur aðstoðað fyrirtæki
við það verkefni. Til að byrja með
er það með notaðan fatnað og
fylgihluti, en í raun er hægt að selja
hvað eina notað og endurnýtt í
SmartGO-kerfinu.“
Þetta segir Sturla Thor, fram-
kvæmdastjóri SmartGO, um sam-
nefndan hugbúnað sem verslanir
og viðskiptavinir þeirra geta nýtt
sér til hagræðingar við að selja
notaðan og „outlet“-fatnað.
„Hugmyndin að SmartGO varð
til með einu pennastriki sumarið
2020 en síðan hefur það selt sig
sjálft. Við höfum ekki einu sinni
komist í að setja upp heima-
síðu, fólk bara hringir og vill fá
SmartGO í sína þjónustu, sem
sýnir vel þörfina,“ segir Sturla.
Einstakt, íslenskt hugverk
SmartGO er íslenskur og sérhann-
aður hugbúnaður til að halda utan
um sölu og bókanir í verslunum
með notaðan fatnað og fylgihluti.
„Við höfum frá upphafi þróað
kerfið með viðskiptavinum til að
ýta undir enn meiri endurnýtingu
og betra aðgengi að þessum versl-
unum. Endurnýting og sala á not-
uðum fatnaði er vel þekkt og hefur
til dæmis verið lengi til staðar í
Rauðakrossbúðunum, en í dag eru
færri tilbúnir til að gefa fötin sín
eða hanga á samfélagsmiðlum tím-
unum saman til að reyna að selja
notaðar flíkur úr fataskápnum. Því
höfum við fundið mikinn áhuga
á okkar nálgun með SmartGO-
hugbúnaðinum og erum þegar
byrjuð að nota hann í íslenskum
verslunum með góðum árangri,“
upplýsir Sturla.
SmartGO einfaldar til mikilla
muna sölu á notuðum fatnaði.
„Hugbúnaðurinn heldur utan
um allar bókanir í verslunum,
hvort sem þar eru bókaðir básar
eða stærri rými sem fólk tekur á
leigu fyrir notaðan fatnað sem það
vill selja. SmartGO tekur sömu-
leiðis á móti greiðslum fyrir leigða
svæðið og þegar búið er að bóka
rými í búðinni fær leigjandinn
aðgang að sínu svæði og hleður
upp myndum og upplýsingum
um vörurnar sínar. Um leið verða
vörurnar aðgengilegar í vöruleit
verslunarinnar og hægt að skoða
þær eins og í búðarglugga og varan
heldur áfram inn í sölukerfið,“
útskýrir Sturla.
Frábær notendaupplifun
SmartGO-kerfið býður upp á
framúrskarandi notendaupplifun
í símtækjum, enda þróað með
símtæki í fyrsta sæti þar sem lang-
flestir noti síma sína mest.
„Við þróuðum SmartGO-lausn-
ina með Reglu, sem er ört vaxandi
fyrirtæki í hönnun sölukerfa sem
fleiri hundruð verslanir nota. Það
sem er gott við sölukerfi Reglu er
að það tengist líka bókhaldskerfi
Reglu og því teljum við SmartGO
vera fyrsta flokks lausn þar sem
kúnninn getur hlaðið inn vörum
sínum á sjálfvirka vefsíðu sem svo
hleður þeim sjálfkrafa upp í sölu-
kerfinu. Um leið og varan er komin
í sölukerfið er hægt að selja hana
og þegar varan selst fær seljandinn
upplýsingar um söluna á sinni
síðu og hefur yfirsýn yfir söluna
allan tímann. SmartGO vinnur að
sjálfvirku útborgunarferli þar sem
seljandinn fær greitt fyrir söluna í
lok leigutíma og hefur allt aðgengi-
legt á sínu svæði, kvittanir, yfirlit
og allt annað sem tengist viðkom-
andi notanda. Þetta er því afar
þægilegt kerfi, sjálfvirkt og einfalt í
notkun,“ greinir Sturla frá.
Hann segir íslenskt þjóðfélag í
dag vilja hafa allt sjálfvirkt og þar
af leiðandi sé kerfið hannað með
nútímann í huga.
„Á aðeins fjórtán mánaða tíma-
bili höfum við náð gríðarlega
góðum árangri þar sem yfir 7.500
notendur hafa notað kerfið, eða
tvö prósent þjóðarinnar. Því hafa
7.500 básaleigur farið í gegnum
okkur til þessa, þar sem verslanir
og viðskiptavinir þeirra bóka sölu-
bása og selja notaðan fatnað með
góðum árangri. Á þessum fjórtán
mánuðum hafa 240 þúsund vörur
farið í gegnum SmartGO-kerfið
og um 144 þúsund vörur verið
seldar. Það þýðir 60 prósenta sölu í
verslunum sem við þjónustum, og
sem annars hefðu endað á rusla-
haugnum.“
Fyrsta verslunin með notaðan
varning sem tók SmartGO í sína
þjónustu var Gullið mitt í Holta-
görðum, árið 2020.
„Fljótlega bættust við verslun á
Selfossi og önnur í miðbæ Reykja-
víkur, og í nóvember síðastliðnum
varð þjónusta SmartGO hluti af
Fjallamarkaðnum, sem heyrir
undir Fjallakofann. Allar þessar
verslanir hafa sitt sérsvið, Gullið
mitt með barna- og fullorðinsfatn-
að og fylgihluti, búðin í miðbænum
selur „vintage“-fatnað, á Selfossi er
til sölu alls konar bland í poka og
í Fjallamarkaðnum útivistarfatn-
aður, skíði og fylgihlutir. Undan-
farna mánuði höfum við svo verið
að undirbúa Hafnarþorpið (gamla
Kolaportið) og sú vinna er að mestu
leyti búin og þá getur fólk keypt
vörur frá hundrað mismunandi
aðilum í Hafnarþorpinu og borgað
fyrir í einni greiðslu með SmartGO.
Því mun ekki lengur þurfa að fara
í hraðbankann áður en farið er í
Hafnarþorpið, sem skapar við-
skiptavinum og seljendum auð-
vitað mikið hagræði og þægindi,“
segir Sturla.
SmartGO leiðandi í Evrópu
En það er ekki bara á Íslandi sem
verslanir með notaðan fatnað
vilja fá SmartGO í lið með sér og
hefur fyrirtækið verið í samstarfi
og grunnrannsóknum hjá hol-
lenskum aðilum sem finna þörf á
slíku konsepti þar í landi.
„Við höfum fengið mikinn áhuga
frá nokkrum verslunum í Hollandi,
bæði sem eru þar fyrir með versl-
anir með notaðan varning, sem
og aðilum sem eru að opna nýjar
verslanir. Á næstu tólf mánuðum
stefnum við að opnun í 31 verslun í
Hollandi og þar í nágrenni. Til var
erlendur hugbúnaður sem gerir
svipaða hluti en hann er orðinn
barn síns tíma, gamall, með litla
sjálfvirkni og mjög takmarkaða
virkni, og án beintengingar við
bókhalds- og sölukerfi eins og
SmartGO. Hjá okkur sést strax
hvað er laust í búðinni, án þess að
þurfa að gefa upp ítarlegar per-
sónuupplýsingar, en það er einmitt
aðgengið sem SmartGO gengur út
á og gerir það einstakt. SmartGO er
einstakur hugbúnaður á heims-
vísu og íslenskt hugvit eins og það
gerist best. Hann losar um mörg
flækjustig og bæði einfaldar og
léttir fólki allt ferlið.“
Ónotuð föt líka mikilvæg
Sturla segir stundum heyrast for-
dómar fyrir því að nýr fatnaður og
ónotaður fáist í verslunum með
notaðar vörur.
„En eins og þetta horfir við
okkur sem skoðum málin með
erlendum aðilum sem við erum
að hefja samstarf við í Hollandi, er
fullt af verslunum bæði hér heima
og úti um allan heim með útsölu-
vörur, sem fara svo á enn meiri
útsölu en seljast samt ekki. Engu
að síður þurfa þær að komast inn
í hringrásarkerfið og þarf alltaf
nýjar vörur til að viðhalda hring-
rásinni,“ útskýrir Sturla.
Hann tekur sem dæmi
verslunar eiganda sem á gamlan
lager af óseldum og ónotuðum
fatnaði sem hann vill síður henda á
haugana og frekar koma í verð.
„Því höfum við innleitt „outlet“
í okkar kerfi, til að endurvinna
og selja gamla lagera, í stað þess
að þeim sé hent í hauga eins og
maður hefur séð frá Afríku, þar
sem heilu fatafjöllin hafa staflast
upp og menga náttúruna. Við
leggjum mikla áherslu á þetta í
Hollandi, Belgíu, Frakklandi og
Þýskalandi, þeim fjórum löndum
sem við ætlum að herja á með
því sem kallast verksmiðjuútsala
eða „factory outlet“ og inniheldur
vörur sem koma beint frá framleið-
endum, en ekki úr verslunum per
se. Framleiðendur framleiða alltaf
umframmagn til að eiga á lager en
ef hann selst ekki, þarf að koma
því í umferð og það er það sem við
viljum betrumbæta hér heima og
í Evrópu, til að sporna við sóun og
auka endurvinnslu,“ segir Sturla.
Hann bætir við að ánægjulegt
sé að starfsfólk í hans viðskipta-
mannahópi sé farið að sjá sömu
vörurnar koma aftur inn í sölu.
„Það sýnir vitundarvakningu
almennings um að nýta og
endurnýta, þegar börn vaxa upp úr
fötunum og svo framvegis. Einnig
eru þeir sem leigja sér bása og selja
notuð föt farnir að kaupa sér sjálfir
föt fyrir peninginn sem þeir fá úr
sölunni, og þannig gengur hring-
rásin og allir vinna. Sjálfur fór ég
alltaf í búðir eftir nýjustu fötunum
en er nú farinn að kaupa minnst
helming míns fatnaðar á svona
mörkuðum.“
Hálf milljón flíka takmarkið í ár
Aðeins um SmartGO, sem er að
hluta til dótturfyrirtæki Splittis
og varð til árið 2020 í samstarfi við
íslenska hugbúnaðarfyrirtækið
Reon.
„Splitti og Reon unnu fyrst
að kerfinu árið 2020, en strax
árið 2021 varð SmartGO að sér
rekstrareiningu því við sáum hvað
það hafði mikil tækifæri. Þeir sem
standa að baki SmartGO í dag eru
forritarar frá SmartGO og Reon,
ásamt Reglu sem vinnur mikið
með okkur. Við vinnum mikið
að sjálfvirkni og til þess þurfum
við að vera með viðurkennt bók-
halds- og sölukerfi í verslunum og
allt verður það að einingu innan
skamms,“ upplýsir Sturla.
Fyrirtækið er nú í hröðum vexti
og er að bæta við sig starfsfólki í
forritun og þjónustu.
„Þá verðum við komin með bol-
magn til að stækka mun hraðar
og getum við fært okkur hraðar á
Evrópumarkað. Við teljum okkur
geta komið með fullt í farteskinu
til Evrópu og þar sem við höfum
stigið niður fæti er ljóst að hægt
er að betrumbæta margt. Mörg
erlend fyrirtæki eru að koma í
samstarf og við teljum okkur
geta stóraukið sölu á notuðum
fatnaði og fylgihlutum á Íslandi
og erlendis á næstu misserum. Við
stefnum að því að hálf milljón vara
fari í gegnum SmartGO kerfið á
þessu ári. Það er góður biti en við
erum undirbúin fyrir það.“ ■
SmartGO, Skútuvogi 3, sími
5686800. Nánari upplýsingar um
SmartGO á splitti.is.
SmartGo gerir gagn fyrir umhverfið
Sturla Thor, framkvæmdastjóri SmartGO, og Pétur Ísfeld Jónsson, sölu- og verkefnastjóri Reglu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
kynningarblað 7LAUGARDAGUR 19. febrúar 2022 NYTJAHLUTIR OG ENDURVINNSLA