Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 68
Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar eldhús er innréttað. Mikilvægt er að nýta rýmið sem best og hafa það fallegt fyrir augað. Innanhússarkitektinn Berg­ lind Berndsen endurhannaði og innréttaði eldhús í sérbýli þar sem fagurfræði og nota­ gildi er í fyrirrúmi. sjofn@frettabladid.is Hvað skiptir höfuðmáli þegar teikna skal og hanna eldhús? „Hlutverk arkitekta og innan- hússarkitekta er að þarfagreina og aðstoða viðskiptavini við að byggja upp draumaheimili sín. Mér finnst skipta mestu máli að huga vel að þörfum og óskum hvers og eins og hugsa um sam- band skipulags og innra fyrir- komulags í rýminu. Vinnurými, skápapláss og vinnulýsing þarf að vera gott, og það þarf að úthugsa rýmið svo að sem best nýting náist,“ segir Berglind. Segðu okkur frá þessu eldhúsi sem þú sást um að teikna og hanna. „Fyrir breytingar var eldhúsið mjög lítið og þröngt, með stóru búri sem tók mikið pláss en nýttist lítið. Þar var til að mynda bakara- ofninn, sem virkaði mjög illa. Vinnuplássið var lítið og langt á milli vinnustöðva. Þá voru tveir inngangar inn í eldhúsið og tóku óþarflega mikið pláss. Ég lokaði því öðrum þeirra og fékk þá skápa- pláss á heilan vegg.“ Best falda leyndarmál eldhúsa Hvað hafðir þú í huga þegar kom að hönnun eldhússins varðandi nýtingu og fagurfræði? „Mikilvægt var að ná sem bestri nýtingu út úr rýminu sjálfu. Að skapa stórt og rúmgott eldhús með miklu skápaplássi og stórri vinnueyju, sem yrði aðalvinnustöð og hjarta heimilisins. Yfirbragð eldhússins yrði með miklum viði, en samt sem áður létt og bjart,“ segir Berglind, sem vildi ná fram einföldu og góðu vinnufyrirkomu- lagi. „Eitt best falda leyndarmál eld- húsa eru búr og tækjaskápar. Þarna komum við fyrir stórum og góðum tækjaskáp með góðri vinnulýsingu sem nær líka yfir eyjuna, en það skiptir miklu máli upp á heildar- samhengið. Svo bætti ég við fal- legri stemningslýsingu til að brjóta loftið upp og fyrir valinu urðu klassísk Beat Light frá Tom Dixon sem við fengum í Lúmex.“ Laumar þú á góðum lausnum til að gera eldhús aðgengilegra og skemmtilegra sem vinnustöð? „Mér finnst mikilvægt að skapa rúmgott eldhús fyrir fólk, með miklu skápaplássi, góðu vinnu- fyrirkomulagi og góðu flæði. Ég reyni eftir fremsta megni að hanna stórar eyjur með góðri vinnuað- stöðu og mynda þannig sam- ræmda heild.“ Skiptir máli að hugsa eldhúsið sem vinnurými fyrst og fremst? „Nei, alls ekki. Þar sem allir fjöl- skyldumeðlimir eru farnir að taka virkan þátt í eldhússtörfunum finnst mér í góðu lagi að hafa eld- húsið hluta af borðstofu og stofu, eða reyna að tengja það á einhvern hátt. Við það stækkar rýmið og Eldhúsið án efa hjarta heimilisins Hún er skemmtileg staðsetningin á stóru brettunum frá Magnolia og svarta veggljósið frá Gubi kemur vel út. MYNDIR/GUNNAR SVERRISSON Beat Light-ljós frá Tom Dixon mynda fallega stemningslýsingu yfir eyjunni. Berglind Berndsen, innanhússarkitekt Barstólarnir Mater frá Epal eru mikil prýði og passa vel við flotta eyjuna. Fyrir valinu varð svartur askur í háu skápana og hvít kvarsítborðplata. Heildarútlitið er einstaklega fallegt og tímalaust. Öll eldhústækin eru frá Siemens, Smith & Norland. Eplaedik í töfluformi, einfalt og þægilegt Er eplaedik náttúrulegt kraftaverk? Apple Cider fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. flæðið verður betra á milli rýma. Eldhús og borðstofa verða oftast að hjarta heimilisins. Eldhúsið má því vera notalegt og hlýlegt, í góðum tengslum við önnur rými, með fal- legri lýsingu. Lýsing skiptir miklu máli upp á heildarsamhengið og hefur mikil áhrif á líðan fólks.“ Hvað réð för þegar ákvörðun var tekin um efnisval í eldhúsið? „Mig langaði að hafa mikla kontrasta en samt sem áður hanna einfalt og tímalaust eldhús þar sem auðvelt væri að vinna og breyta um liti og stemningu hverju sinni og án mikillar fyrirhafnar. Fyrir valinu varð svartur askur í háu skápana, sem Aðalvík smíðaði, og hvít kvarsítborðplata á eyjuna sem heitir Calacatta Mont Blanc og við fengum frá Granítsteinum. Það er ótrúlega falleg borðplata með fal- legum og miklum æðum.“ Skiptir máli hvaða efniviður er valinn í eyjuna? „Ég leitast oftast við að velja sama efnivið í eyju og í háu skápana til að halda samræmi í efniviði. Svo er persónubundið hvaða borðplötuefni er valið.“ Þegar farið er í umfangsmiklar breytingar finnst Berglindi vert að hugsa þær til langs tíma. „Þá er gott að hugsa um að þær standist tímans tönn. Val á eldhús- tækjum er persónubundið og bað ég eigendur um að koma með sínar hugmyndir; fjölda ofna, ísskápa og svo framvegis. Í þessu eldhúsi eru öll eldhústæki frá Siemens, keypt hjá Smith & Norland. Einnig bið ég fólk um skoðun á efnisvalinu sjálfu, því smekkur þess er afar misjafn.“ n 6 kynningarblað A L LT 19. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.