Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 76
lýsingar sem voru gefnar, og hætta að spyrja óviðeigandi spurninga. En lögreglan hafði allar staðreyndir og það hefði átt að nægja þeim í stað þess að vera hrædd.“ Af því að það hjálpaði ekki endi- lega þeirra máli að segja frá þessu og gefa frá sér allar þessar upp- lýsingar? „Sum þeirra voru hrædd um að málið myndi enda aftur hjá þeim og að einhverjir myndu segja að þetta væri þeim að kenna. Þannig hjálpuðu þau mér ekki og tóku þátt í þessu að einhverju leyti.“ Enginn getur ímyndað sér Natascha hefur orð á því í þáttunum að það eina sem hún vildi þegar hún f lúði var réttlæti og friður. Spurð hvort hún upplifi það í dag, segir hún að það hjálpi að trúa á það. „Ef þú ert í erfiðum aðstæðum þá hefurðu líka það vandamál að þú þarft að takast á við sannleikann frekar en aðrir og það getur gert það að verkum að þú ert ekki eins sjálfs- öruggur. Sumir myndu kannski segja: „Ef þetta myndi koma fyrir mig þá myndi ég gera hitt og þetta og það myndi ganga vel og ég myndi fá stuðning.“ En þangað til að þú ert í þessum aðstæðum sjálf, þá geturðu ekki ímyndað þér hversu hræðilegt þetta er. Ég var í þessum aðstæðum en ég upplifði líka alveg góðar aðstæður og réttlæti í því að ég náði að flýja og ég er frjáls í dag,“ segir Natascha ákveðin. Hún segir að í hverju samfélagi séu lög og reglur sem fólk fylgi og að þeim geti fylgt einhvers konar rétt- læti. Sum þessi lög eða reglur eru óskrifuð og það er ekki alltaf hægt að reiða sig á þau. „Stundum fer það eftir aðstæð- unum sem þú ert í. Sumt er skrifað niður en sumt þarf fólk að túlka sjálft.“ Saga Natöschu er margsögð en það er áhugavert á þeim tímum sem við lifum í dag að líta til baka og skoða betur það sem gerðist og það sem tók við hjá Natöschu eftir að hún flúði. Hún upplifði mikla þol- endaskömm og gerendameðvirkni eftir að henni loks tókst að f lýja. Sem dæmi þá furðaði fólk sig á því að hún væri leið yfir því að Přiklopil hefði fyrirfarið sér, en eins og hún útskýrir í myndinni þá er ekki gott að hafa það á samviskunni og var í raun ein af ástæðunum fyrir því að hún hafði ekki f lúið fyrr. Hann hafði hótað henni að drepa sig. Það sem sérfræðingar útskýra líka í þáttunum, og er kannski eitthvað sem mörgum þykir ef laust erfitt að kyngja, er hversu mannlegt það er, eftir átta og hálft ár, að hún hafi myndað einhvers konar tengsl við manninn sem þó beitti hana hræði- legu of beldi, nær daglega, allan þennan tíma. Sögðu hræðilegar sögur Eftir að Natascha flúði komst það í hámæli að hún hefði eignast barn með Přiklopil sem hefði dáið og var grafið í garðinum. Natascha segir að á þeim tíma sem þetta var í fréttum hafi hún ekki getað gengið um göt- urnar nema að hrópað væri að henni og sumir gengið svo langt að jafnvel slá til hennar eða hrækja á hana. „Fólk notaði mig sem striga fyrir hræðilegar sögur sínar. Ég var auð síða sem átti eftir að skrifa á. Sama hvað ég samþykkti eða ekki þá vildi fólk segja þessar hræðilegu sögur og koma fólki í uppnám með þeim.“ Natascha segir að í dag sé mikil- vægt að það sé farið yfir stöðuna og málið eins og það var. Hún telur ekki endilega að hún geti breytt nokkru um þau sem fyrir voru, en að það skipti máli fyrir yngri kyn- slóðir og komandi kynslóðir að vita hvað gerðist. Það sé ein helsta ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka þátt í þessu verkefni. Hefurðu von um að það sé mögu- lega hægt að knýja fram breytingar fyrir þolendur á þessum #MeToo tímum? „Já, þetta gæti verið tækifæri Natascha Kampusch er í dag 34 ára gömul og segir að líf sitt verði alltaf betra. Hún segir að árin í haldi Přiklopil skilgreini sig ekki. MYND/VIAPLAY/NENT GROUP fyrir okkur til að ala börnin okkar upp sem betra fólk. Fólk sem veit muninn á réttu og röngu,“ segir Natascha. Svo margir sem hafa hitt þig lýsa þér sem sterkri manneskju. Líður þér þannig? „Ég á svoleiðis stundir. Ég sé styrk minn þegar ég sé hverju ég hef sigr- ast á.“ Fólk er meira en fortíð þess Í þáttunum gerir Natascha nokk- uð mikið úr því að þegar hún f lúði þá hafi það eina sem hún vildi verið friður og ró. Spurð hvort hún upplifi það í dag segir hún að það fari eftir því hver horfir. „Ég á bara mitt líf og það er betra og betra. Ég upplifi meiri frið núna en áður. Það eru skin og skúrir af því að ég er ekki ein, það er líka annað fólk, sem líka á sín vandamál.“ Er eitthvað sem þú saknar sem hefur ekki komið fram í umræðunni um þína sögu? „Það er ekkert sem ég sakna en fólk ætti að huga að því að það var ekki í mínum höndum eða höndum fjölskyldu minnar hvað kom fyrir mig. Ég hef önnur plön, líka um mína framtíð, og fólk ætti líka að hafa hugfast að manneskja er ekki bara það sem hún hefur gengið í gegnum. Manneskja er frekar per- sónuleikinn og það er kannski þess vegna sem ég er svona sterk. Ég hugsa ekki um mig sem fórnarlamb af því að ég er manneskjan sem ég er. Fólk ætti ekki að gleyma því.“ n Fólk notaði mig sem striga fyrir hræðilegar sögur sínar. Ég var auð síða sem átti eftir að skrifa á. Sama hvað ég samþykkti eða ekki þá vildi fólk segja þessar hræðilegu sögur og koma fólki í uppnám með þeim. Það var mikið fjallað um mál Natöschu í fjölmiðlum hér á landi eftir að hún flúði og árin á eftir. 32 Helgin 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.