Fréttablaðið - 19.02.2022, Page 86

Fréttablaðið - 19.02.2022, Page 86
Listamaðurinn Birg ir Andrésson (1955-2007) nam mynd list við Mynd- lista- og handíðaskól ann 1973 til 1977 og fór síðan til fram halds náms í mynd list við Jan van Eyck Aka demie í Ma astricht í Hollandi 1978 til 1979. Birgir var valinn til að taka þátt í Feneyja- tvíæringnum árið 1995 fyrir hönd Íslands. Verk hans hafa verið sýnd á virtum sýningar- stöðum jafnt hérlendis sem erlendis og eru í opinberri safneign og einkasöfnum víða um heim. n FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eins langt og augað eygir er yfirlitssýning á verkum Birgis Andréssonar á Kjar- valsstöðum. Sýningin stendur til 15. maí og teygir sig svo að segja um allt húsið. „Þetta er yfirlitssýning á verkum Birgis allt frá fyrstu sýningu hans sem var í SÚM salnum árið 1976. Reynt er að hafa hana í tímaröð þótt það sé erfitt vegna þess að Birgir vann í svipuðum verkum yfir margra ára tímabil. Henni er því skipt upp í þemu í grófri tímaröð,“ segir Aldís Snorradóttir, verkefna- stjóri sýninga hjá Listasafni Reykja- víkur. Sýningarstjóri er bandaríski listfræðingurinn Robert Hobbs. Samtímis opnun sýningarinnar kemur út bók á ensku, um ævi- starf Birgis, In Icelandic Colour, en þar er að finna ritgerð eftir Hobbs. Kjarni sýningarinnar er þau verk sem Hobbs fjallar um í sinni grein. Ásmundur Hrafn Sturluson arki- tekt er hönnuður þessarar glæsi- legu sýningar. Verkin, sem eru rúmlega hundrað, eru úr safneign Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Listasafns Háskóla Íslands, Nýlistasafnsins, frá stofnunum, einkasöfnurum og úr dánarbúi listamannsins. Leikur að þjóðararfi „Þegar við vorum að vinna að sýningunni opinberaðist greini- lega hvað Birgir hafði snert marga á sinni lífstíð. Við vorum að sækja verkin í allar áttir og margir höfðu sína fallegu sögu að segja af honum,“ segir Aldís. „Það er frábært að sjá þessi verk saman komin á einum stað. Síðasta yfirlitssýning á verkum Birgis var 2006 í Lista- safni Íslands, ári áður en hann lést og það er því tímabært að kynna verk hans fyrir nýjum kynslóðum.“ Spurð hvað hafi einkennt Birgi sem listamann segir Aldís: „Upp- eldið hafði mikil áhrif á hann. Hann ólst upp hjá blindum foreldr- um á Blindraheimilinu í Hlíðunum, sem hafði auðvitað áhrif á það hvernig hann upplifði umhverfi sitt og hvernig list hans þróaðist. Leikur hans að þjóðararfinum er annað einkenni á myndlist hans, eins og verkið sem hann fór með á Feneyjatvíæringinn árið 1995, sem samanstóð meðal annars af prjón- uðum fánum í lopalitum og teikn- ingum af grunnum torf bæja. Birgir skoðaði það sem mátti líta á sem íslenska menningu í alþjóðlegu samhengi og nálgaðist gjarnan á kaldhæðinn og gamansaman hátt.“ Leiðandi afl Í vestursal Kjarvalsstaða er stórt Sýning sem beðið hefur verið eftir Aldís Snorradóttir er verkefnastjóri sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Prjónaðir fánar í lopalitum heilsa áhorfendum. Verkin á sýningunni eru rúmlega hundrað talsins. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is verk sem málað er beint á vegg- inn, Eins langt og augað eygir, sem sýningin dregur nafn sitt af. Verkið er í safneign Metropolitan-safnsins í New York. Í austursalnum eru síðan verk sem Birgir gerði síðustu árin. Birgir lést langt fyrir aldur fram. Hann var leiðandi af l í íslenskri myndlist og átti, og á enn, fjölda aðdáenda. „Fólk var farið að bíða eftir sýningunni og það hefur verið mikið streymi á hana. Fólk þyrstir greinilega í að sjá þessi verk,“ segir Aldís. n 20árGott verð fyrir alla í 2002 – 2022 20% AFMÆLISAFSLÁTTUR af öllum Truper og Tactix vörum! Gott verð fyrir alla í 2002 – 2022 20% AF 20% AF 20% AF 20% AF 20% AF 20% AF 42 Menning 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 19. febrúar 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.