Fréttablaðið - 19.02.2022, Qupperneq 90
Þetta sló á einfalda
frægðardrauma, því ég
fékk að sjá ljótu hlið-
ina á þessu.
Þórunn tendrar ljós Amy
Winehouse í Úlfarsárdal
Þórunn Antonía segir vináttuna og árin í London hafa opnað augu sín fyrir því sem máli skiptir. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Tónlistarkonan Þórunn Ant-
ónía minnist vinkonu sinnar,
Amy Winehouse, í Borgar-
bókasafninu í Úlfarsárdal á
þriðjudaginn, þegar hún les
kaflann sem hún skrifaði
í bókina Beyond Black og
svarar spurningum úr sal
um Amy og vináttu þeirra,
sem hófst áður en hún lagði
heiminn að fótum sér með
tónlist sinni.
odduraevar@frettabladid.is
„Maður er þarna bara rosalega
ungur, rétt um tvítugt, og allt í
einu er vinkona manns orðin ein af
stærstu stjörnum heims,“ segir tón-
listarkonan Þórunn Antónía um
Amy Winhouse, en þær urðu vin-
konur áður en sú síðarnefnda lagði
heiminn að fótum sér og myrkur
fíknarinnar helltist yfir hana og dró
hana til dauða aðeins 27 ára gamla
2011.
Bókin Amy Winehouse: Beyond
Black kom út undir lok síðasta árs,
að undirlagi fjölskyldu tónlistar-
konunnar, en í henni freista vinir og
samferðafólk hennar þess að draga
upp sanna mynd af henni í máli,
ljósmyndum og minningum. Allur
ágóði af sölu bókarinnar rennur
til styrktarsamtaka sem fjölskylda
Amy stofnaði í hennar nafni.
Þórunn er meðal þeirra sem leggja
til efni í bókina, ásamt ekki ómerk-
ara fólki en Ronnie Spector, Vivienne
Westwood og Bryan Adams svo ein-
hver séu nefnd. Þórunn verður með
bókina í Borgarbókasafninu í Úlfars-
árdal klukkan 20 á þriðjudagskvöld
og segist ætla að eiga persónulega og
þægilega stund með safngestum og
svara spurningum áhugasamra um
Amy og vináttu þeirra að loknum
upplestri sínum úr bókinni.
Kómísk heimsfrægð
„Ég flyt til London átján ára gömul
og eignast fljótt vini í Camden sem
var svona rosa kúl staður til að
hanga og djamma þegar maður var
mjög ungur,“ segir Þórunn Antónía
um margrómað hverfið, sem er ekki
síst þekkt fyrir flotta tónlistarsenu
og markaðinn sem er gullnáma
gamallar tísku. „Þetta var mjög
heillandi umhverfi.“
Þórunn kynntist Amy í gegnum
sameiginlega vinkonu sem var í
söng- og leiklistarskóla með Wine-
house. „Þannig að við fórum að
hanga mjög mikið saman. Þetta var
áður en Amy varð fræg og þarna er
hún að stíga sín fyrstu skref í tón-
listarútgáfu. Svo bara allt í einu,
á einni nóttu, varð þessi vinkona
okkar heimsfræg,“ segir Þórunn og
bætir við að henni finnist þetta hálf
kómískt þegar hún lítur um öxl.
„Maður tók þessu ekkert alvar-
lega. Okkur fannst þetta bara hálf
kómískt og allt í einu voru bara
komnar hárkollur í hennar stíl í
svona partíbúðir og hún breyttist
bara allt í einu í Elvis Presley.“
Þórunn segir vinahópinn hafa
hlegið mikið að þessu öllu saman.
„Ekki að henni, heldur hlógum við
með henni og að því hvað þetta
væri allt súrrealískt, spennandi og
skemmtilegt. Hún var svo ótrúlega
bjart ljós,“ segir Þórunn Antonía
um Amy, eina skemmtilegustu
manneskju sem hún hefur hitt.
Frægðin kynnti fíknina
Winehouse glímdi við fíkn sem
Þórunn segir að hafi verið henni
erfið og vandinn hafi magnast með
frægðinni. „Það þótti rosalega töff
og kúl að vera bara í rosa rugli, sér-
staklega í þá daga í Bretlandi. Fólk
var svolítið hvatt til þess að vera
alltaf að drekka og dópa. Það þótti
voða töff í þessum bransa, sem er
rosalega fáránlegt þegar maður lítur
til baka. Þetta er bara vinna eins og
hver önnur.“
Þórunn segist hafa þroskast
gríðarlega af vináttunni við Amy
og sá þroski sé útgangspunkturinn
í kaf la hennar í bókinni. „Flestir
eru með eina blaðsíðu en ég fékk
að skrifa tvær. Mér þótti ótrúlega
vænt um það. Það er rosa heiður
að fá að taka þátt í að halda hennar
sönnu minningu á lofti. Vegna þess
að þegar manneskja verður heims-
fræg þá eiga hana einhvern veginn
allir, “ útskýrir Þórunn.
„Ég skrifa svolítið um það hvað
maður var í raun og veru grænn
þegar maður kynntist þessum
ofboðslega spennandi heimi,“ segir
Þórunn um lífsreynsluna sem hafði
djúpstæð áhrif á hana.
Sár missir
„Að sjá manneskju verða heims-
fræga, sem varð henni í raun og
veru að falli, sló á einfalda frægðar-
drauma mína. Því ég fékk að sjá
ljótu hliðina á þessu,“ segir Þórunn
og dregur hvergi úr hversu ofboðs-
lega sársaukafullt það var að missa
Amy.
„Og þetta setti það í samhengi
fyrir mig hvað nákvæmlega skiptir
máli í lífinu. Það er svo sannarlega
ekki að verða ríkur og frægur!
Það er alls ekkert innihald í því ef
maður hefur ekki góðan stuðning
frá vinum og fjölskyldu.“ n
Sjálfvirkur
opnunarbúnaður og
snertilausir rofar frá
Þýsk gæðavara.
Snertilausir rofar
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
Komið og
skoðið úrvalið
Amy Winehouse
söng sig inn í
hjörtu heims-
byggðarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
46 Lífið 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ