Fréttablaðið - 19.02.2022, Page 96

Fréttablaðið - 19.02.2022, Page 96
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Margrétar Kristmannsdóttur n Bakþankar „Magga – við eigum kannski 10 til 20 góð ár eftir!“ Ég hrökk við og horfði á vinkonu mína sem hafði kíkt í kaffi. „Hvaða vitleysa,“ sagði ég en fór síðan að reikna. Sextugs­ afmælið nálgast með ógnarhraða og 60+10 eru 70 og 60+20 eru 80, þann­ ig að ljóst var að við vorum komnar vel inn í seinni hálfleik lífsins. Fyrir rúmum 20 árum hélt mamma upp á sextugsafmælið sitt og hélt fjölmennt konuboð. Það var mikið fjör og húllumhæ og ég man að við systkinin stóðum álengdar og horfðum kímin á þessar miðaldra konur. Ég get ekki sagt að mér finn­ ist þetta boð hafa gerst í gær – en að tæp 25 ár séu liðin er jafn óraun­ verulegt. Það skrýtna er að þegar maður er ungur líður tíminn aldrei nógu hratt – en þegar við eldumst æðir tíminn áfram og á sífellt meiri hraða. Nú þegar sextugsafmæli jafnaldra minna hrúgast inn sé ég hvergi miðaldra konur lengur. Þetta eru bara við stelpurnar – grjótharðar sem aldrei fyrr! Erum löngu búnar að átta okkur á hvað lífið gengur út á og höfum ekki tíma fyrir neitt kjaftæði lengur. Erum komnar á þennan „fuck off“ aldur – enda tíminn fram undan ekki endalaus. Seinni hálfleikur er svo sannarlega hafinn en það má hugga sig við að í alvöru boltaleikjum gerast hlutirnir fyrst af alvöru eftir hlé. Þegar ég læt hugann reika sé ég komandi ár umvafin gleði, golfi, bubblum og skemmtilegu fólki. Þó skyggir sú staðreynd á gleðina að réttur til að ganga í Félag eldri borgara eiga þau sem náð hafa 60 ára aldri. Þegar ég horfi í spegil – gleraugnalaus reyndar – sé ég enn sömu stelpuna og fyrr en hvergi verðandi eldri borgara. Ætli það sé hægt að láta taka sig út af póstlista FEB? n Stelpan og eldri borgarinn Láttu pappírinn fjúka Pappírslaus viðskipti með Wise Capture

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.