Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 96
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Margrétar Kristmannsdóttur n Bakþankar „Magga – við eigum kannski 10 til 20 góð ár eftir!“ Ég hrökk við og horfði á vinkonu mína sem hafði kíkt í kaffi. „Hvaða vitleysa,“ sagði ég en fór síðan að reikna. Sextugs­ afmælið nálgast með ógnarhraða og 60+10 eru 70 og 60+20 eru 80, þann­ ig að ljóst var að við vorum komnar vel inn í seinni hálfleik lífsins. Fyrir rúmum 20 árum hélt mamma upp á sextugsafmælið sitt og hélt fjölmennt konuboð. Það var mikið fjör og húllumhæ og ég man að við systkinin stóðum álengdar og horfðum kímin á þessar miðaldra konur. Ég get ekki sagt að mér finn­ ist þetta boð hafa gerst í gær – en að tæp 25 ár séu liðin er jafn óraun­ verulegt. Það skrýtna er að þegar maður er ungur líður tíminn aldrei nógu hratt – en þegar við eldumst æðir tíminn áfram og á sífellt meiri hraða. Nú þegar sextugsafmæli jafnaldra minna hrúgast inn sé ég hvergi miðaldra konur lengur. Þetta eru bara við stelpurnar – grjótharðar sem aldrei fyrr! Erum löngu búnar að átta okkur á hvað lífið gengur út á og höfum ekki tíma fyrir neitt kjaftæði lengur. Erum komnar á þennan „fuck off“ aldur – enda tíminn fram undan ekki endalaus. Seinni hálfleikur er svo sannarlega hafinn en það má hugga sig við að í alvöru boltaleikjum gerast hlutirnir fyrst af alvöru eftir hlé. Þegar ég læt hugann reika sé ég komandi ár umvafin gleði, golfi, bubblum og skemmtilegu fólki. Þó skyggir sú staðreynd á gleðina að réttur til að ganga í Félag eldri borgara eiga þau sem náð hafa 60 ára aldri. Þegar ég horfi í spegil – gleraugnalaus reyndar – sé ég enn sömu stelpuna og fyrr en hvergi verðandi eldri borgara. Ætli það sé hægt að láta taka sig út af póstlista FEB? n Stelpan og eldri borgarinn Láttu pappírinn fjúka Pappírslaus viðskipti með Wise Capture
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.