Fréttablaðið - 01.04.2022, Side 10
Fjölskyldan mín talar
um hvert við eigum að
fara þegar og ef Pól-
land verður hernumið.
Við erum að hugsa um
Frakkland eða Þýska-
land.
Jazek
Það er gríðarmikill ótti
meðal ungs fólks, þetta
er mjög hættulegt
ástand.
Zophia
Efling-stéttarfélag • Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík • Sími 510 7500
Aðalfundur
Eflingar 2022
Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags 2022 verður haldinn
föstudaginn 8. apríl klukkan 20:00 á Grand hótel
Reykjavík í Gullteig.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram
til afgreiðslu
3. Lýst kjöri stjórnar, trúnaðarráðs, stjórna sjóða
og skoðunarmanna reikninga
4. Lagabreytingar ef tillögur liggja fyrir
5. Ákvörðun félagsgjalds, ef tillaga um breytingu
liggur fyrir
6. Önnur mál
Eflingarfélagar eru vinsamlega beðnir að skrá sig á fundinn
á Mínum síðum á www.efling.is eigi síðar en 6. apríl.
Allir Eflingarfélagar eru hvattir til að mæta!
Ungt fólk í Póllandi sem
Fréttablaðið ræddi við í Varsjá
íhugar flutning til annarra
landa. Þau eru óánægð með
pólsk stjórnvöld og vilja
harðari viðbrögð við stríðinu
frá Evrópu.
Ungir Pólverjar tala á allt öðrum
nótum en ráðherrar pólsku ríkis-
stjórnarinnar þegar kemur að við-
horfi til ógnarinnar frá Rússum.
Ráðamenn Póllands sem Frétta-
blaðið hefur rætt við síðustu daga
hafa sumir gengið svo langt að gera
grín að mætti rússneska hersins og
talið hann ofmetinn. Aðstoðarutan-
ríkisráðherra Póllands sagði í sam-
tali við Fréttablaðið í gær að það
væri til marks um máttleysi rúss-
neska hersins að rússneskir her-
menn í Úkraínu yrðu að stela sér
kjúklingi frá úkraínskum bændum
til að drepast ekki úr hungri.
Í viðtölum Fréttablaðsins við
unga Pólverja á götum Varsjár í gær
kom hins vegar fram mikill ótti við
Rússa. Margir hefðu áform um að
f lytja burt og finna skjól í öðrum
ríkjum heimsins.
Jazek, 39 ára, er á meðal þeirra
sem óttast mjög innrás Rússa í Pól-
land.
„Ég er hræddur við að stríðið
komi hingað til Póllands. Ég held
að í nálægri framtíð sé mjög líklegt
að Pútín ryðjist inn til okkar,“ segir
Jazek.
Hann segir að almennt óttist ungt
fólk stríð í Varsjá. „Fjölskyldan mín
talar um hvert við eigum að fara
þegar og ef Pólland verður hernum-
ið. Við erum að hugsa um Frakkland
eða Þýskaland.“
Jazek segir að Þýskaland og
Frakkland verði að bregðast mun
harðar við en gert hefur verið. Þar
sem voldugustu Evrópuríkin geri
ekki sitt til að leysa deiluna ráðist
margt af getu Bandaríkjanna til að
leysa deiluna.
„Ég held að öll Evrópa, bæði
stjórnvöld og almenningur, verði
Ungir Pólverjar óttast innrás Pútíns í Pólland
Fréttablaðið
hitti unga Pól-
verja í miðborg
Varsjár í gær.
Fólkið er gagn-
rýnið á pólsk
stjórnvöld og
hefur áhyggjur
af stöðunni í
Austur-Evrópu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
að gera allt sem hægt er að gera til
að stöðva Rússa.“
Varðandi f lóttamannafjöldann
segir hann að einstaklingar í Varsjá
hafi gert meira til að bjarga flótta-
mönnum en stjórnvöld. Sjálfur
hefur Jazek gert sitt til að leggja
Úkraínumönnum lið með því að
hýsa flóttafólk, konu og barn.
Spurður um ánægju gagnvart inn-
lendum stjórnvöldum segist Jazek
alls ekki ánægður með forseta Pól-
verja, Duda, eða ríkisstjórnina.
„Nei, ég er ekki ánægður með for-
setann, pólsk stjórnvöld eru ekki
lýðræðisleg, þau segja að Pólland sé
lýðræðislegt land en það er ekki lýð-
ræðislegt að almenningur megi ekki
tjá sig um ríkisstjórnina eins og fólk
langar til,“ segir Jazek.
„Ástandið hér er ekki eins alvar-
legt og í Rússlandi eða Ungverja-
landi, en ég óttast að með sama
áframhaldi hér, ritskoðun og öðru,
verði frelsi til skoðana eins tak-
markað hér og þar,“ bætir Jazek við.
Zophia, pólsk kona um tvítugt,
sem Fréttablaðið hitti á öðrum slóð-
um í Varsjá, talar á svipuðum nótum
og Jazek, að ungt fólk sé mjög ugg-
andi og munur milli kynslóða hvað
varði viðhorf til Rússaógnarinnar.
„Það er gríðarmikill ótti meðal
ungs fólks, þetta er mjög hættulegt
ástand,“ segir Zophia.
Spurð hvort hún hafi sjálf íhugað
að flýja til annars lands áður en til
innrásar Rússa gæti komið, segir
hún að flestir Pólverjar vilji berjast,
veita viðnám án þess að f lýja, því
þannig séu Pólverjar. Eigi að síður
velti margir fyrir sér nýju landi til
búsetu vegna ógnarinnar, margir
íhugi slíkt en tækifærum til að flytja
burt sé misskipt eftir efnahag.
„Mín skoðun er að NATO megi
ekki umgangast okkur eins og barn.
Ríkisstjórnin gerir ekki nóg og þjóð
okkar er ekki ánægð með stjórn-
málin hérna. Aðrar þjóðir verða að
koma sterkar inn en þær hafa gert,“
segir Zophia.
Fréttablaðið ræddi einnig við
Ígor, úkraínskan f lóttamann á
framhaldsskólaaldri, sem kom yfir
landamærin fyrir tveimur vikum.
Hann kemur frá stríðshrjáðu
svæði í austurhluta Úkraínu. Hann
segist enn ekki hafa misst vini eða
ættingja í stríðinu en hafa áhyggjur
alla daga.
Honum hafi boðist að f lýja til
Póllands þar sem hann sæki nám
núna. Hann sé þakklátur fyrir veitta
aðstoð en hjarta hans blæði vegna
ástandsins heima fyrir. „Ég vonast
til að geta snúið aftur til Úkraínu.“ ■
Björn
Þorláksson
bth
@frettabladid.is
Sigtryggur Ari
Jóhannsson
sigtryggur
@frettabladid.is
■ Fréttablaðið
í Póllandi
© GRAPHIC NEWSHeimildir: Reuters, UBIQUE, Business Insider Myndir: Google Earth Pro, Timm Suess
Kjarnorkuverið
í Tsjernobíjl
Rauðskógur: Nafnið er dregið af grenitrjám
sem urðu ryðrauð og dóu eir að hafa
orðið fyrir gríðarlega mikilli geislun.
26. apríl 1986: Sprenging varð í
kjarnaofni nr. 4. Gríðarlegt magn
af geislamengun slapp út í
andrúmsloið.
2016:
Einangrunarhjúp
komið fyrir. Hann á
að endast í eina öld.
Upprunalegi
hjúpurinn.
500 m
1.640 fet
25. febrúar 2022: Geislavarnaráð Úkraínu mælir mikla aukningu í geislavirkni
við Tsjernobíjl eir að skriðdrekar og bílar óku í gegn.
24. febrúar 2022: Leið Rússa
H V Í T A - R Ú S S L A N D
Ú K R A Í N A
20 km
12 mílur
Tsjernobíjl
LOKAÐA SVÆÐIÐ
PALÍESKÍ-
VERNDARSVÆÐIÐ
Rússneskar hersveitir sem tóku yr lokaða svæðið í Tsjernobíjl óku brynvörðum
farartækjum í gegnum geislaverndarsvæðið án allra varna, þar á meðal í gegnum
„Rauðskóginn“, og þyrluðu í leiðinni upp miklu magni af geislavirku ryki.
Rússar þyrluðu upp geislavirku rykiarib@frettabladid.is
Rússneskar hersveitir hörfa nú frá
Tsjernobíjl-svæðinu og yfir landa-
mærin til Hvíta-Rússlands að sögn
úkraínskra yfirvalda. Er þetta í
samræmi við upplýsingar banda-
rísku leyniþjónustunnar. Rússar
tóku svæðið í byrjun innrásarinnar
í Úkraínu þann 24. febrúar síðast-
liðinn.
Talið er að Rússar séu að breyta
um stefnu í innrásinni og í stað
þess að reyna að ná Kænugarði
muni þeir einbeita sér að austur-
hluta landsins.
Kjarnorkuverið í Tsjernobíjl
er ekki lengur í notkun en hópur
starfsmanna sér um að halda því
við. Starfsmennirnir hafa setið
fastir í kjarnorkuverinu nú vikum
saman og hafa ekki getað farið til
síns heima.
Tsjernobíjl er vettvangur versta
kjarnorkuslyss allra tíma þegar
sprenging varð í kjarnaofni með
þeim af leiðingum að geislavirkni
dreifðist um alla Evrópu. Talið er
að á annan tug þúsunda hafi látist
í kjölfarið.
Svæðið var rýmt og er nú 2.600
ferkílómetra svæði lokað fyrir
umferð vegna geislamengunar.
Talið er að einhverjir rússneskir
hermenn séu enn á svæðinu en það
sé nýr hópur.
Óstaðfestar fregnir hafa borist
af því að rússneskir hermenn hafi
verið lagðir inn á sjúkrahús í Gomel
í Hvíta-Rússlandi vegna einkenna
geislamengunar. ■
Rússar hörfa frá Tsjernobíjl
8 Fréttir 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐINNRÁS Í ÚKRAÍNU FRÉTTABLAÐIÐ 1. apríl 2022 FÖSTUDAGUR