Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2022, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 01.04.2022, Qupperneq 13
Ég geri svolítið af því. Sú hegðun er vitaskuld ekki til eftirbreytni fyrir alla, en það vill mér til happs hvað ég er skemmti- legur. Nú virðist sem æ fleiri – hugsan- lega meiri hluti landsmanna – vilji íhuga inngöngu í Evrópusamband- ið, mesta friðar- og mannréttinda- bandalag sögunnar. Það eru allnokkur tíðindi. Það hefur nefnilega rey nzt íslenzkum stjórnmálamönnum talsverður verkur að sannfæra kjós- endur um að þetta sé góð hugmynd. Samfylkingin reyndi það upp úr aldamótum, gaf út heila bók og við- hafði almennt kjör meðal f lokks- manna um hver stefnan í Evrópu- málum skyldi vera. Niðurstaðan var mjög afgerandi. Og já – Davíð Oddsson var einu sinni meðal mestu Evrópusinna landsins. Síðar vildu Bjarni Bene- diktsson og Illugi Gunnarsson taka upp evruna. Sennilega skilur enginn hvað breyttist. Undir forystu Halldórs Ásgríms- sonar varð Framsóknarflokkurinn líka eindreginn Evrópuf lokkur. (Þeir eru orðnir svo margir, Fram- sóknarf lokkarnir, að ég sýni því fullan skilning ef þið munið ekki eftir þessum.) Halldór f lutti meiraðsegja mjög merka ræðu sem utanríkisráð- herra, þar sem hann teiknaði upp sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði í Norður-Atlantshafi, sem afgreiddi þá f lökkusögu íslenzkra óligarka, að Evrópusambandið fengi sjálf- krafa stjórn yfir íslenzkum fiski- miðum ef við tækjum þátt í sam- starfinu. Og já – einu sinni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson líka eindreg- inn Evrópusinni. Mig langar ekki einu sinni að vita hvað breyttist þar. Ég ætla líka að fullyrða að bæði Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur Joð Sigfússon viti fullvel hversu mikils virði aðild væri fyrir Íslend- inga, sama hvað þau segja upphátt núna. Svona mætti áfram telja. En svo kom Icesave og alls konar, og smám saman varð nóg að segja „ekki á dagskrá“ þegar Evrópa kom til umræðu. Sjálfstæðisflokkurinn forhertist og klofnaði, Framsókn fríkaði út og klofnaði. Og það varð reyndar um nóg annað að tala. Ein almenn félagasamtök hafa líka reynt að tala um þessi mál af viti. Þau heita „Já – Ísland“ eða eitt- hvað í þá veruna. Hið ágætasta starf, þótt ekki hafi farið mikið fyrir því upp á síðkastið. Á því var þó einn alvarlegur skav- anki. Þau höfðu aðsetur í Skipholti, að mig minnir, og stóðu einkum fyrir fundum þar. Þar voru flutt fín erindi og mikill fróðleikur borinn fram. En – og það er mikilvægt en: Þau voru að tala við sjálf sig. Það kann ekki endilega alltaf góðri lukku að stýra. Allar kannanir (og þarf svosem ekki þær til) sýna að andstaða við aðild að Evrópusambandinu er mest í hinum dreifðu byggðum. Það sem við köllum úti á landi. Það eru engin vísindi. Hið sama gilti um Brexit, og gildir líka um Trump, Pútín og tætlurnar af Mið- flokknum. En af sjálfu leiðir, að baráttan fyrir aðild að Evrópusambandinu vinnst ekki í Skipholtinu. Hún Að tala við sjálfan sig vinnst með skipulegri vinnu „úti á landi“. Í Búðardal. Á Bíldudal, Breiðdalsvík og í Vestmannaeyjum. Og þá með því að tala um það sem fólki „úti á landi“ stendur hjarta næst, einkum sjávarútveg og landbúnað. Eða öllu heldur byggða- stefnu í stærri skilningi. Á Íslandi hefur aldrei verið til byggðastefna, sama hvað Fram- sóknarf lokkarnir hafa reynt að selja ykkur. Hún hefur alltaf byggzt á því að sækja umbætur til Reykja- víkur. Kjósið mig, þá skal ég redda einhverju, hafa þingmenn lands- byggðanna sagt áratugum saman. Hér er nýleg dæmisaga: Fyrir nokkru varð óvenjulegasta sam- eining sveitarfélaga sem um getur. Fyrir austan. Djúpivogur í suðri sameinaðist upp á Hérað, með við- komu á Seyðisfirði og allt austur á Borgarfjörð. Helztu rökin fyrir þessari samein- ingu voru bættar samgöngur. Sumsé „loforð“ Sigurðar Inga Jóhannssonar (já, hann er einmitt formaður Fram- sóknarflokksins) um að með sam- einingu yrði til heilsársvegur yfir Öxi, hugsanlega fengju Seyðfirð- ingar loksins tengingu við nágranna sína og Borgfirðingar nothæfa heimreið. Sigurður Ingi sagði þetta ítrekað og alveg kinnroðalaust. Sumsé klassísk íslenzk smákónga- pólitík og „byggðastefna“. Þeir sem hafa ekið um ESB-ríki í Austur-Evrópu nýlega (eða bara Kanaríeyjar) sjá hversu miklar samgöngubætur hafa orðið þar. Þar þurfti engan Sigurð Inga til. Umbæt- urnar eru hluti af almennri byggða- stefnu sem gerir líf fólks betra. Jón Ormur Halldórsson meitlaði þessa hugsun í grein í Kjarnanum fyrir skömmu: „Aðild að ESB er í raun árás á for rétt indi, fákeppni, vald stjórn og stað bundna póli tíska duttl unga.“ Málstað verður aðeins unnið fylgi með samræðum, staðreyndum og hæfilegri þolinmæði fyrir þvælunni sem alltaf sprettur fram. Líka lífs- gleði, sem er aðalsmerki Evrópu. En þetta gerist allra sízt með því að tala við sjálfan sig í Skipholtinu. n Karl Th. Birgisson PFAFF • Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • www.pfaff.is • OPIÐ virka daga 10–18. Lokað um helgar. FERMINGAR BOMBUR ... og fjöldi annarra fermingartilboða! Husqvarna OPAL 650 Verð áður 114.900 kr. / Tilboð: 94.900 kr. Husqvarna Emerald 118 Verð áður 69.900 kr. / Tilboð: 59.900 kr. Husqvarna Emerald 116 Verð áður 59.900 kr. / Tilboð: 49.900 kr. Sennheiser HD-450BT Verð áður 28.900 kr. / Tilboð: 19.900 kr. Sennheiser CX-PLUS TRUE Verð áður 27.900 kr. / Tilboð: 19.900 kr. Sennheiser Momentum TRUE Verð áður 47.900 kr. / Tilboð: 39.900 kr. Borðlampi Verð áður 15.900 kr. / Tilboð: 12.900 kr. Borðlampi Verð áður 14.900 kr. / Tilboð: 11.900 kr. Gólflampi Verð áður 25.900 kr. / Tilboð: 19.900 kr. FÖSTUDAGUR 1. apríl 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.