Fréttablaðið - 01.04.2022, Síða 22
Sjón mun hafa gert
Eggers fulla grein
fyrir því að víkingar
hefðu verið ruddar sem
vöfðu ekki bómull um
hlutina.
The Northman er byggð á sömu
norrænu þjóðsögu og Shakespeare
notaði sem fyrirmynd að ódauð-
legu verki sínu um Hamlet Dana-
prins.
Hér er fylgst með ungum víkingi
sem leitar hefnda vegna morðsins á
föður sínum.
Leikstjórinn, Robert Eggers, er
sonur prófessors í enskum bók-
menntum sem kenndi Shakespeare
og leitaði efniviðar á sömu miðum
og Shakespeare gerði á sínum tíma.
Eggers ákvað í samráði við
Alexander Skarsgård, aðalleikara
myndarinnar, að færa söguna í
víkingabúning og fékk til liðs við sig
Sjón. Haft er fyrir satt að Sjón hafi
ráðið miklu um að ekki yrði neitt
blúndutal, því að þótt það geti verið
viðeigandi í ljóðskap Shakespeares
fór því fjarri að norrænir víkingar
þættu prúðir og hófsamir.
Sjón mun hafa gert Eggers fulla
grein fyrir því að víkingar hefðu
verið ruddar sem vöfðu ekki
bómull um hlutina. Þó að þeir hafi
verið góð skáld hafi orðfæri þeirra
verið einfalt og laust við blúndur
og prjál.
Sjón er ekki eini Íslendingurinn
sem kemur að þessari mynd. Bæði
Björk og Ingvar E. Sigurðsson fara
með veigamikil hlutverk og Hafþór
Júlíus Björnsson og Ísadóra Bjarkar-
dóttir Barney leika líka í henni.
Leikararnir eru engir aukvisar.
Nicole Kidman leikur stærsta kven-
hlutverkið, en í myndinni er einnig
að finna Claes Bang, Ethan Hawke
og Willem Dafoe, svo einhverjir séu
nefndir.
Sannkallað einvalalið og sann-
kölluð stórmynd með sterku
íslensku ívafi þrátt fyrir að hún hafi
verið tekin á Írlandi en ekki hér á
landi. n
Háskólabíó, Sam-Álfabakka, Sam-
Kringlunni, Egilshöll, Smárabíó,
Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó og
Sam-Keflavík
Ódauðleg og tímalaus saga um blóðhefnd
Fróðleikur
n Galdrakarlinn (Ingvar E. Sigurðsson) er klæddur í kvenmannsföt.
Á járnöld var á Norðurlöndum litið svo á að galdrar væru kvenna-
mál og vísað til galdrakarla með sama hætti og homma.
n Hlutverkið í The Northman er fyrsta kvikmyndahlutverk Bjarkar í
sautján ár.
Frumsýnd
14. apríl
Aðalhlutverk:
Alexander Skarsgård, Nicole
Kidman, Claes Bang, Ethan
Hawke, Willem Dafoe, auk
Bjarkar, Ingvars E. Sigurðs-
sonar, Hafþórs Júlíusar
Björnssonar og Ísadóru
Bjarkardóttur Barney
Handritshöfundar:
Robert Eggers og Sjón
Leikstjóri:
Robert Eggers
Árið er 1928 og fjölskyldan og
þjónustufólkið í Downton Abbey
eru við brúðkaup Toms Branson
og ungfrú Lucy Smith, dóttur
Maud, lafði Bagshaw.
Eftir að heilsu hertogaekkj-
unnar fór að hraka f lutti hún aftur
til Downton til að gera verið nærri
fjölskyldu sinni.
Grantham lávarður greinir frá
því að lögmaður fjölskyldunnar
muni koma til Downton að ósk
hertogaekkjunnar og að öll fjöl-
skyldan eigi að vera viðstödd.
Violet hefur erft villu í Suður-
Frakklandi og hyggst arf leiða lafði
Sybil og Sybbie, dóttur Bransons,
að henni, nokkuð sem Tom Bran-
son líst illa á.
Spurningunni hvers vegna
hinn látni Montmirail markgreifi
arf leiddi hertogaekkjuna að svo
verðmætri eign er ósvarað.
Grantham lávarður fær áhuga-
vert símtal frá herra Barber,
kvikmyndaleikstjóra hjá British
Lion-kvikmyndafyrirtækinu, sem
vill láta næstu þöglu mynd sína,
The Gambler, gerast í Downton
Abbey.
Robert telur hugmyndina vera
fáránlega en tilboðið er himinhátt
og eftir skoðunarferð um háa-
loftið afræður Mary að taka því.
Fréttirnar um fyrirhugaða kvik-
myndatöku býr til eftirvæntingu
meðal þjónustufólksins. Daisi og
Anna eru að farast úr spenningi
yfir að fá að berja átrúnaðar-
goð sín augum. Carson er síður
spenntur.
Fjölskyldan undirbýr brottför
til Frakklands þegar stjörnur
myndarinnar ber að garði og
æsingurinn hjá þjónustufólkinu
nálgast suðumark.
Fjölskyldan, ásamt Carson,
heldur til Frakklands að skoða
hina nýju eign hertogaekkjunnar
en Mary verður eftir í Downton
til að sjá um þarfir kvikmynda-
teymisins.
Robert kemst að leyndarmálum
sem vekja spurningar sem aðeins
móðir hans getur svarað og þegar
Cora deilir sínu eigin leyndarmáli
með Robert f lýtir það fyrir brott-
för frá Frakklandi. n
Háskólabíó, Smárabíó, Sam-
Kringlunni, Sambíóin Akureyri,
Gömul leyndarmál gægjast upp á yfirborðið
Fróðleikur
n Downton Abbey heitir í raun Highclere Castle og hefur verið í eigu
Carnavon-fjölskyldunnar síðan 1679. Á vorin og sumrin er hægt að
leigja kastalann fyrir brúðkaup og aðrar athafnir.
n Meðal kvikmynda sem teknar hafa verið upp í Highclere Castle
má nefna Eyes Wide Shut með Nicole Kidman og Tom Cruise og
Robin Hood: Prince of Thieves.
Frumsýnd
29. apríl 2022
Aðalhlutverk:
Hugh Bonneville, Michelle
Dockery, Jim Carter, Elizabeth
McGovern, Joanne Froggatt,
Maggie Smith, Tuppence
Middleton og Phyllis Logan
Handritshöfundur:
Julian Fellows
Leikstjóri:
Simon Curtis
4 kynningarblað 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS