Morgunblaðið - 24.02.2022, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
ÚRVALSFÓLK Á KANARÍ
WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
MEÐ UNNI PÁLMARSDÓTTUR
Komdu með í frábæra ferð fyrir 60 ára og
eldri til Kanarí. Í þessari ferð verður gist á
Eugenia Victoria, vel staðsettu hóteli við Ensku
ströndina.
Unnur Pálmarsdóttir er vinsæll fararstjóri hjá
Úrval Útsýn og í þessari ferð mun hún bjóða
upp á fjölbreytta dagskrá svo allir ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi.
Hún býður þar á meðal upp á morgungöngur,
léttar og mýkjandi æfingar fyrir alla, minigolf
og skemmtilega ferð til Puerto de Morgan,
sameiginlegar kvöldstundir.
BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA, INNRITAÐUR
FARANGUR OG HANDFARANGUR, 13 NÆTUR Á EUGENIA
VICTORIA 3* HÓTELI MEÐ HÁLFU FÆÐI, ÍSLENSK
FARARSTJÓRN, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI, OG
BÓKUN Í ALMENN SÆTI AÐ KOSTNAÐARLAUSU.
INNIFALIÐ Í VERÐI:
14 DAGA FERÐ
29. MARS - 11. APRÍL
VERÐ FRÁ 239.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
Unnur Pálmarsdóttir
Björn Jóhann Björnsson
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Ríkisstjórnin samþykkti í gær til-
lögu heilbrigðisráðherra um að af-
létta öllum sóttvarnaaðgerðum inn-
anlands og á landamærunum á
miðnætti í nótt.
Frá morgundeginunum falla brott
allar reglur um takmarkanir á sam-
komum og skólahaldi og einnig krafa
um einangrun þeirra sem sýkjast af
Covid-19. Geta landsmenn því um
frjálst höfuð strokið á ný, nú þegar
senn verða tvö ár liðin frá upphafi
faraldursins hér á landi.
Í viðtali við mbl.is í gær sagði
Willum Þór Þórsson heilbrigð-
isráðherra afléttingar aðgerða vera
gleðiefni en tilfinningarnar væru
blendnar, enda fyrirséð að mikið
álagi verði áfram á heilbrigðisstofn-
anir vegna mikillar útbreiðslu veir-
unnar í samfélaginu þessa dagana.
Willum byggði tillögur sínar, líkt
og áður, nær alfarið á minnisblaði
Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalækn-
is. Í minnisblaðinu segir m.a. að þótt
2.100 til. 2.800 smit hafi greinst dag-
lega undanfarið þá hafi alvarlegum
veikindatilfellum ekki fjölgað að
sama skapi. Telur Þórólfur víðtækt
samfélagslegt ónæmi gegn Covid-19
vera helstu leiðina út úr faraldrinum
og markmið um 80% hjarðónæmi
ætti að nást fyrir lok mars.
Aflétting aðgerða eru sannarlega
stór tímamót, eftir að hert hefur ver-
ið og slakað á víxl síðustu tvö ár. Um
þriðjungur þjóðarinnar hefur
greinst með veiruna, um 115 þúsund
manns, en Þórólfur telur að miðað
við mótefnamælingar gæti annar
eins fjöldi hafa smitast án grein-
ingar.
166 reglugerðir settar
Frá upphafi hafa um 1,7 milljónir
sýna verið teknar, þar af um 580
þúsund á landamærunum. Ráðherra
hefur á tveimur árum sett 166 reglu-
gerðir vegna Covid-19. En farald-
urinn hefur tekið sinn toll. Frá 16.
mars 2020 hafa 60 manns látist
vegna Covid-19, þar af 45 á Land-
spítalanum. Morgunblaðið hefur
ítrekað óskað upplýsinga frá emb-
ætti landlæknis um hvar og hvenær
önnur andlát en á spítalanum hafa
átt sér stað. Svör hafa ekki borist.
16. FEBRÚAR 2022
2.885 staðfest smit
mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb.
Kórónuveirufaraldurinn á Íslandi frá 28. febrúar 2020
2.750
2.500
2.250
2.000
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
2020 2021 2022Heimild: LSH og covid.is
81% landsmanna 5 ára
og eldri eru fullbólusett
309.374 einstaklingar
hafa fengið
að minnsta kosti einn skammt60 einstaklingar
hafa látist
115.241 smit hafa verið staðfest
frá 28. febrúar 2020
1,7 milljón sýni hafa
verið tekin, þar af
580 þúsund á landamærum
31% íbúa á landinu hafa
greinst með Covid-19
28. FEBRÚAR 2020
Fyrsta smitið greint á Íslandi
27. JÚLÍ
Bólusetningar barnshafandi kvenna hefjast
25. JÚLÍ
Aðgerðir hertar á ný
23. ÁGÚST
Bólusetningar 12-15
ára barna hefjast
15. NÓVEMBER
Örvunarbólusetn-
ingarátak hefst
28. DESEMBER
Landspítalinn á neyðastig
16. MARS
Fyrsta dauðsfallið á Íslandi vegna Covid
Fyrstu samkomutakmarkanir kynntar
29. DESEMBER
Bólusetningar hefjast
26. JÚNÍ 2021
Öllum aðgerðum aflétt
JANÚAR TIL JÚNÍ 2021
Aðgerðum aflétt og þær hertar á víxl
24. MARS 2020
106 staðfest smit
5. OKTÓBER
100 staðfest smit
30. JÚLÍ
154 staðfest smit
15. NÓVEMBER
206 staðfest smit
30. DESEMBER
1.553 staðfest smit
2022
5. janúar Bólusetningar barna 5-11 ára hefjast
11. janúar Neyðarstigi Almannavarna lýst
8. febrúar Fjöldi smita í fyrsta sinn yfir 2.000
25. febrúar Öllum takmörkunum aflétt, innanlands og á landamærum
881 einstaklingur hefur
verið lagður inn á
LSH vegna Covid-19 smits frá
upphafi faraldurs, þar af 111 á
gjörgæslu, 63 í öndunarvél
Öllu aflétt á afmæli faraldurs
- Engar aðgerðir innanlands og á landamærum frá morgundeginum - Tvö ár liðin síðan farald-
urinn hófst hér - Um þriðjungur landsmanna hefur greinst með veiruna - Andlátin orðin 60 talsins
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aflétting Willum Þór Þórsson og Katrín Jakobsdóttir tilkynntu afléttingu
sóttvarnaaðgerða eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í gær.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þetta er dagurinn til þess að taka
fram rykföllnu kampavínsflöskuna
sem hefur beðið í tvö ár og opna
hana,“ segir
Bjarnheiður
Hallsdóttir, for-
maður Samtaka
ferðaþjónustunn-
ar, þegar hún er
beðin að lýsa við-
brögðum sínum
við afléttingum
takmarkana á
landamærunum
sem kynntar voru
í gær. „Við höfum
alltaf sagt að þetta sé ekkert búið hjá
okkur fyrr en búið væri að aflétta
öllu á landamærunum. Við höfum
verið að tala fyrir þessu undanfarnar
vikur og það er mikil ánægja með
þetta. Það er ofboðslega gott að geta
horft aðeins fram í tímann núna og
gert áætlanir vitandi að það eru eng-
ar takmarkanir á því að fólk sem vill
koma hingað geti það.“
Bjarnheiður segist reikna með að
ferðamönnum fjölgi við þessar
breytingar. „Við vitum að fólk er
orðið þreytt á öllu þessu veseni í
kringum ferðalög. Ef það stendur
frammi fyrir því að velja milli
tveggja kosta, þar sem annar
áfangastaðurinn er með einhverjar-
aðgerðir þá velur það hinn. Svo þetta
hefði getað orðið samkeppnishindr-
un fyrir okkur.“
Fram undan er að gera áætlanir
miðað við þessar breyttu forsendur.
„Nú reynum við að keyra allar vélar
á fullt. Það mun náttúrulega taka
sinn tíma, þetta er búið að vera
hroðalega erfiður tími fyrir öll fyrir-
tæki í ferðaþjónustu. En nú getum
við vonast til að þetta sé allt að baki.“
Opna kampa-
vínsflöskuna
- Ferðaþjónustan fagnar afléttingum
Morgunblaðið/Hari
Ferðamenn Búast má við aukinni
umferð um Keflavíkurflugvöll.
Bjarnheiður
Hallsdóttir
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI