Morgunblaðið - 24.02.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.02.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 TÍSKUVERSLUN Í KRINGLUNNI Ein þekktasta tískuverslun á besta stað í Kringlunni til sölu. Tilvalið fyrir systur eða vinkonur sem hafa brennandi áhuga á tísku og mannlegum samskiptum. Til afhendingar 1. ágúst 2022. Áhugasamir sendi umsóknir á box@mbl.is merkt: „1331“ fyrir 28. febrúar. Höldum álögum í lágmarki 4.-6. sæti Bjarni Th. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 5. mars Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Miklar breytingar verða á starfsemi Góða hirðisins og Sorpu um næstu áramót. Þá verður verslun Góða hirð- isins ásamt skrifstofum Sorpu flutt að Köllunarklettsvegi 1, í gamla hús- næði Kassagerðar Reykjavíkur. Verslun Góða hirðisins í Fellsmúla verður lokað en húsnæði þeirrar verslunar þótti vera orðinn flösku- háls í starfsem- inni. Nýja versl- unin við Köllunarkletts- veg verður ríflega þrjú þúsund fer- metrar, tvöfalt stærri en sú gamla. „Góði hirðirinn er sprunginn á núverandi stað og húsnæðið er slæmt. Við viljum að starfsmenn geti verið í góðu húsnæði svo þeir geti blómstrað í sínum störfum en það er greinilega þörf á þessari starfsemi samhliða aukinni umhverfismeðvit- und hjá fólki. Þarna eru mikil verð- mæti. Við viljum útvíkka starfsemi Sorpu og stækka Góða hirðinn. Ég vil skoða það að fjölga búðunum enn frekar og opna til dæmis í Hafn- arfirði og Kópavogi,“ segir Líf Magn- eudóttir, stjórnarformaður Sorpu. Hús Kassagerðarinnar fær and- litslyftingu við þetta tækifæri. Skrif- stofuhluti þess verður stækkaður og verður heildarstærð húsnæðisins um 12 þúsund fermetrar. Eigendur húss- ins vilja byggja þar upp klasa á sviði sjálfbærni, hringrásar og loftslags- mála. Hermt er að einkafyrirtæki hafi sýnt áhuga á þessum hug- myndum og hafi hug á að koma sér þar fyrir. Engar frekari upplýsingar fást þó um það að svo komnu máli. Líf segir við Morgunblaðið að spennandi sé að taka þátt í þessum breytingum. Hún segir að eitt af meginverkefnum Sorpu sé að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerf- isins á Íslandi. Það sé jákvæð þróun að opinberir aðilar geti plægt jarð- veginn fyrir breytingar og einkaað- ilar sái svo þar fræjum. „Sveitarfélögin bera höfuðábyrgð í mínum huga við að innleiða hringrás- arhagkerfið og Góði hirðirinn er einn hlekkur í þeirri keðju. Nú erum við að fara að samræma sorphirðu á höf- uðborgarsvæðinu og verður sorp flokkað í lífrænan eldhúsúrgang, blandað heimilissorp, pappír og pappa og plastumbúðir. Samhliða þessu verður grenndarstöðvakerfið útvíkkað og þétt. Um leið og við inn- leiðum þessar frábæru breytingar förum við með Sorpu inn í þennan hringrásarklasa sem er mjög spenn- andi. Þarna verða vonandi lík verk- efni sem styðja við hvert annað. Það er mikilvægt að sveitarfélögin og Sorpa séu í samvinnu við einkaaðila á þessu sviði. Okkar hlutverk er að styðja við, fræða og hvetja til framþróunar, að vinna með einkaað- ilum og heimilum að innleiðingu hringrásarhagkerfisins,“ segir Líf. Hún segir að mikið hafi áunnist í málefnum Sorpu á síðustu árum og á sama tíma hafi almenningur og fyrir- tæki tekið stór skref til að bæta um- hverfið. Þannig séu nú reknar marg- ar verslanir sem selja notuð föt og fyrirtæki láti sjálf framleiða vörur úr endurunnu plasti svo dæmi séu tekin. „Stóra markmiðið er auðvitað að minnka neyslu, að minnka úrgang, en næsta stóra verkefni í þessu hring- rásarhagkerfi er að finna fleiri leiðir til að endurnýta og endurvinna. Ég sé víða tækifæri fyrir Sorpu til að efna til samstarfs við aðra á þessu sviði. Félagið á að skaffa aðstöðu og innviði í samvinnu við aðra til að inn- leiða hringrásarhagkerfið. Eitt af því sem ég vil breyta er að nota af- gangsfé af rekstri Góða hirðisins til nýsköpunar á sviði umhverf- isverndar og loftslagsmála. Þessu fé hefur til þessa verið veitt til að styðja við líknarfélög og ýmsa grasrót- arstarfsemi sem hefur verið frábært. En hið opinbera á líka að styðja við umhverfismál og þetta rímar við hlutverk Sorpu við fræðslu og miðlun á sviði úrgangsmála.“ Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina - Tvöfalt stærri verslun með nytjamuni og skrifstofur Sorpu undir sama þaki - Klasi á sviði sjálf- bærni, hringrásar og loftslagsmála - Stjórnarformaður Sorpu vill meiri nýsköpun í umhverfisvernd Framtíðin Ráðast á í endurbætur á húsnæði Kassagerðarinnar. Skrifstofuhluti hússins verður stækkaður til muna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kassagerðin Þarna var um langt árabil umfangsmikil iðnaðarstarfsemi en síðustu ár hefur verið tómlegt þar. Líf Magneudóttir Alls bárust 352 kvartanir um rottu- og músagang í Reykjavík í fyrra. Kvartanir vegna músa voru 218 en vegna rotta 134. Kvörtunum vegna rotta fækkaði verulega frá fyrra ári en vegna músa var fjölgun á kvört- unum. Í heildina er fækkun frá árinu 2020 þegar kvartanir voru 389. Þetta segir þó ekki alla söguna, að því er fram kemur í greinargerð Guðmundar Björnssonar, rekstr- arstjóra meindýravarna, um starf- semina árið 2021. Fyrir nokkrum ár- um var þjónusta Meindýravarna Reykjavíkurborgar skorin niður og er útköllum ekki sinnt eftir kl. 21 á kvöldin og ekki um helgar eins og áður var. Þurfa borgarbúar því að hafa samband við sjálfstætt starf- andi meindýraeyða, sem einnig hafa tekið að sér reglubundið meindýra- eftirlit hjá fyrirtækjum. Þessir sjálf- stætt starfandi meindýraeyðar skila ekki neinum gögnum um kvartanir vegna meindýra til opinberra aðila þannig að þar er um að ræða ein- hvern fjölda kvartana vegna rotta og músa sem vanti í heildarmyndina. Fjórir starfsmenn unnu að mein- dýraeyðingu allt árið í fyrra. Hver kvörtun þýðir a.m.k. fjórar ferðir til eftirlits og skoðunar að meðaltali. Rottum og músum var eytt á þeim stöðum sem kvartanir bárust frá. Einnig voru fjórir sumarstarfs- menn í vinnu frá 1. júní til 31. ágúst og sinntu forvarnastarfi, þ.e. eitrun í holræsabrunna. Eitrað var í 4.983 holræsabrunna og fóru í þá 1.086 kg af beitu, þ.e. 5.431 staukar, en hver staukur er 200 grömm. sisi@mbl.is Færri kvörtuðu yfir rottugangi Morgunblaðið/Arnaldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.