Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 10
DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjórir frambjóðendur berjast um leiðtogasætið hjá Sjálfstæð- isflokknum á Seltjarnarnesi en prófkjör fer fram hjá flokknum um komandi helgi. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa áhyggjur af stöðu flokksins og telja mikilvægt að fylkja íbúum að baki flokknum. Hann náði ekki 50% atkvæða í síð- ustu kosningum og mátti minnstu muna að fjórða sætið, sem tryggir meirihluta í bæjarstjórn, rynni flokknum úr greipum. Ásgerður Halldórsdóttir, fráfar- andi bæjarstjóri, gefur ekki kost á sér til endurkjörs og ljóst er af kappræðum frambjóðendanna á vettvangi Dagmála að innan Sjálf- stæðisflokksins eru háværar gagn- rýnisraddir sem telja að ekki hafi verið haldið rétt á málum í stórum málaflokkum undanfarin ár. Fjármálin í góðu horfi Núverandi forseti bæjarstjórnar og bæjarráðs er Magnús Örn Guð- mundsson sem er einn þeirra sem sækjast eftir því að leiða flokkinn í kosningunum í vor. Hann ítrekar að flokkurinn hafi haldið skyn- samlega og af ábyrgð á fjármálum bæjarins og að hann sé í góðri stöðu til þess að stíga mikilvæg skref í uppbyggingu á sviði skóla- mála og varðandi endurnýjun á inn- viðum í eigu bæjarins. Kallar hann á að endurskipulagning eigi sér stað hjá Hitaveitu Seltjarnarness sem er í eigu bæjarins. Svana Hel- en Björnsdóttir býður sig einnig fram í forystusæti flokksins og seg- ir hún að skorti á heildstæða nálg- un á viðhaldsmál hjá bænum. Hef- ur hún t.d. ekki fengið í hendur eignaskrá bæjarins sem hún segir forsendu þess að hægt sé að fá yf- irsýn yfir það hvar skóinn kreppir og hvar þörfin sé brýnust á end- urbótum. Þá bendir hún á að stórir kostnaðarliðir bíði bæjarins varð- andi endurnýjun lagnakerfis í bæn- um. Þór Sigurgeirsson hefur áður setið sem varabæjarfulltrúi og hann nefnir að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi að einhverju leyti misst tengslin við bæjarbúa og að hlusta þurfi betur á þarfir þeirra. Þór þekkir pólitíkina á Nesinu frá blautu barnsbeini en faðir hans, Sigurgeir Sigurðsson var bæj- arstjóri þar til áratuga. Ragnhildur Jónsdóttir hefur set- ið sem varabæjarfulltrúi en m.a. farið fyrir skipulagsmálum á vett- vangi bæjarins. Hún telur að leggja eigi aukna áherslu á heilsu- eflandi málefni í bænum og að þar séu mörg tækifæri þótt rétt skref hafi verið stigin. Hún bendir einn- ig á mikilvægi þess að sýna ráð- deild í rekstri bæjarins og að knýja þurfi á um aukið fjármagn frá ríkisvaldinu til að mæta þeim verkefnum sem færð hafi verið frá ríki til sveitarfélaga á síðustu ár- um. Horfið frá hækkun síðasta árs Þau eru öll á þeirri skoðun að lækka þurfi útsvar en minnihlutinn fékk einn af fráfarandi bæjar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins óvænt í lið með sér undir lok árs í fyrra og knúði í gegn hækkun á út- svari bæjarins úr 13,7% í 14,09%. Magnús Örn segir ólíðandi að Sel- tjarnarnes sé með eina hæstu út- svarsprósentu á landinu og vill að gengið verði hreint til verks og að prósentan verði lækkuð sem fyrst í 13,5%. Ragnhildur og Svana Helen tala á svipuðum nótum um að lækka strax en Þór vill stíga var- legar til jarðar. Markmiðið eigi að vera að fara niður í 13,7% en að ekki sé víst að það sé tímabært eins og sakir standa. Í dag tryggir bæjarfélagið börn- um 14 mánaða og eldri pláss í leik- skóla. Markmið meirihlutans hefur verið að færa það niður í 12 mán- aða aldur. Um nokkurra ára skeið hefur risavaxinn og nútímalegur leikskóli verið á teikniborði bæj- arins en nú hefur verið horfið frá því. Uppfært mat segir kostnað við slíka framkvæmd vel yfir 3 millj- arða króna en til samanburðar má benda á að heildartekjur bæj- arfélagsins eru rúmir 4 milljarðar á ári. Frambjóðendurnir eru allir sam- mála um að ganga þurfi hreint til verks við að útfæra þurfi smærri tillögu og að það þurfi að gerast hratt. Þó er ljóst að slík fram- kvæmd tæki alltaf nokkur ár, bygg- ingartíminn einn og sér, að hönnun og skipulagsbreytingum loknum að minnsta kosti eitt og hálf til tvö ár. Kraumar undir á Seltjarnarnesi - Frambjóðendur í leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins vilja lækka útsvar en greinir á um tímasetn- ingar - Gagnrýna lítið viðhald á eignum bæjarins - Horfið frá hugmyndum um risastóran leikskóla Prófkjör Magnús Örn Guðmundsson, Svana Helen Björnsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Ragnhildur Jónsdóttir bítast um fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum á Seltjarnarnesi. Fyrsta sætið er í sögulegu tilliti ávísun á bæjarstjórastól. 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík Verið velkomin í sýningarsal okkar að Höfðabakka 9 eða verið í sambandi við Gústa sölustjóra vinnufatnaðar, sími 888-9222, gustib@run.is KULDAFATNAÐUR Við sjáum um allar merkingar 9063 Húfa 100% ull 9015 %$*#+&)+!(($ '!!"! 6441 Fóðraður kuldajakki 6514 Fóðraðar kuldabuxur 6202 Fóðraður kuldagalli Hudson Bay 10061301 Loðfóðraðir öryggisskór SAFE & SMART monitor Birna a rs r ra fyrrverandi sendifulltrúi hjá Rauða krossinum Allt er fullorðnum fært! Ég tók meirapróf 70 ára og leiðsögumannapróf 65 ár. Námskeið U3A um menningararfleifð nýtist mér verulega vel í leiðsögninni. Og ég er ekki hætt – ég fylgist áfram með öllu því sem er í boði í Vöruhúsi tækifæranna. Tilgangur Vöruhúss tækifæranna er að auðvelda fólki á þriðja æviskeiðinu að gera breytingar á lífi sínu og láta óskir sínar rætast. Vöruhúsið er spennandi nýjung sem svarar kalli sífellt stækkandi hóps fólks sem komið er yfir miðjan aldur og vill feta nýjar slóðir í lífinu á einn eða annan hátt. Líttu inn á vöruhús tækifæranna.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.