Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 24.02.2022, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.02.2022, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 sp ö r eh f. — Strandperlur Austur-Þýskalands — 24. - 30. ágúst | Sumar 14 Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Strandborgin Stralsund í Þýskalandi er falleg miðaldaborg og þaðan heimsækjum við áhugaverða staði sem eiga sér mikla sögu. Við förum til eyjanna Rügen og Usedom sem voru hluti af Þýska alþýðulýðveldinu. Usedom eyja er að hluta í Póllandi og því fáum við innsýn í sögu og stöðu Póllands. Seinni hluta ferðarinnar er dvalið í heimsborginni Hamborg þar sem m.a. má finna listasöfn og fílharmóníusveit á heimsmælikvarða en á leiðinni þangað verður komið við í marsipanborginni Lübeck. Verð: 214.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjögmikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Í slensk matarmenning hefur breyst mikið síðan um alda- mótin 1900. Í greinasafninu Til hnífs og skeiðar: Um ís- lenska matarmenningu er fjallað um matarmenningu Íslendinga í sögu- legu ljósi og á þverfaglegan hátt. „Á vissan hátt hefur alltaf verið sögð sama sagan um íslensk- an mat og þykir hún alltaf fynd- in,“ segir Örn Daníel Jónsson sem ritstýrir bók- inni ásamt Bryn- hildi Ingv- arsdóttur. Ferðamönnum sé skemmt með sviðakjömmum og há- karli. Örn segir að ákveðnar for- sendur hafi legið til grundvallar hug- myndum fólks um matarmenningu og tekur dæmi af þorrablóti okkar Íslendinga sem sé í raun og veru tilbúin hefð. „Þorrablótið var búið til af því fólk vildi finna sér eitthvað að gera á veturna,“ segir hann. „Það var hugmyndin að fólk sem hefur sérfræðiþekkingu um matarmenningu okkar myndi segja söguna frá aldamótunum 1900 til nú- tímans.“ Ýmsir fræðimenn hafa tek- ið höndum saman og segja í þessu riti sögu íslenskrar matarmenningar út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Þótti tímabært að slík bók kæmi út þar sem eina heildstæða ritið um ís- lenska matarmenningu sem hefur komið út er verkið Íslensk mat- arhefð eftir Hallgerði Gísladóttur frá 1999, ef frá er talin Pipraðir pá- fuglar eftir Sverri Tómasson um mataræði á miðöldum. Fórum á „sykurrús“ Í bókinni Til hnífs og skeiðar má finna greinar eftir Laufeyju Steingrímsdóttur, Guðmund Jóns- son og Örn Daníel, Guðrúnu Hall- grímsdóttur og Grím Þ. Valdimars- son, Sólveigu Ólafsdóttur, Nönnu Rögnvaldardóttur og Laufeyju Har- aldsdóttur. Ein stærsta breytingin sem hef- ur orðið í íslenskri matarmenningu hefur að gera með samsetningu nær- ingarefna í máltíðum. Í grein Laufeyjar Steingríms- dóttur „Korn, kvillar og kaloríur“, sem fjallar um sögu kornsins í fæðu Íslendinga, kemur fram að Íslend- ingar hafi öldum saman lifað án kol- vetnisríkrar uppistöðu í fæðunni. „Ef þú skoðar þetta út frá nær- ingarfræði þá byggir íslenska mat- arhefðin á próteini. Það er nánast ekki þekkt annars staðar í heiminum að það sé ekkert korn, engin kol- vetni.“ Um miðja 19. öld fór fæðu- framboðið að taka breytingum. „Það verður kolvetnisbylting, við förum bara á svona sykurrús,“ segir Örn. Sykurinn sé enn í dag áberandi í mataræði okkar, en hann hafi að miklu leyti færst yfir í drykki. „Við erum svolítið að plata okkur því syk- urinn hefur ekkert sérstaklega minnkað, í tveimur lítrum af kóki eru til dæmis tugir sykurmola,“ seg- ir hann og bætir við að orkudrykk- irnir séu nú að taka við af hefð- bundnum gosdrykkjum. „Það er eitt af því sem við eig- inlega áttuðum okkur á þegar við vorum að skrifa þetta að það er ekki svo langt síðan við fórum að mat- reiða mat sem telst ætur nú til dags, hann kemur eiginlega ekki fyrr en svona 1960-65.“ Hann nefnir sem dæmi að þá hafi verið farið að flytja inn tilbúna kökubotna. „Það var bylting. Leiftursókn á íslenskar hús- mæður.“ Þessar breytingar á vöru- markaðnum voru teknar upp á þingi og það hvernig losað var smám sam- an um markaðinn hér á landi kallar Örn aðra byltinguna í íslenskri mat- armenningu. Hann nefnir sem sam- bærilegt dæmi úr samtímanum að mjólkurvinnslan Arna sé farin að ryðja sér til rúms en fram til þessa hafi Mjólkursamsalan nánast haft einokun á mjólkurafurðamark- aðnum. Lengi að læra á sushi Miklar breytingar hafi einnig orðið á íslenskri matarmenningu í tengslum við alþjóðlega strauma. „Þessi nútímaeldhúsmenning okkar byggir á tengslum við heiminn.“ Ís- lendingar hafa lært mikið af öðrum þjóðum en hafa vissulega verið mis lengi að tileinka sér nýjungar og Örn nefnir dæmi af loðnuhrognum og japönsku sushi. „Þegar farið var að veiða svona mikla loðnu komu Japanir og voru mjög harðir í að velja fiskinn, að passa að það væri rétt fitumagn og hrognafylling. Þá vorum við með á hreinu að þetta væri til þess að auka kynhvötina. Japani sem hafði verið hérna í 20 ár sagðist aldrei hafa skil- ið þetta því þetta væri bara fallegur matur og góður. Þannig að það tók okkur 20 ár eða meira að læra að borða sushi án þess að vera með for- dóma.“ Nú er hins vegar ljóst að þjóðin hefur tekið upp matarmenn- ingu frá hinum ýmsu heimshlutum. Útflutningur á íslenskum mat- vörum hefur einnig þróast. Um 1965 var íslenskt lambakjöt í strigapok- um selt til Bandaríkjanna en hálfri öld síðar fóru íslenskir mat- reiðslumeistarar að vinna til verð- launa í Bocuse d́Or, einni virtustu matargerðarkeppni í heimi, með ís- lenska lambakjötinu. „Fjórða byltingin, eða breyt- ingin, verður þegar íslenskur matur verður allt í einu merkilegur á heimsvísu. Eitthvað sem manni hefði aldrei dottið í hug. Whole Foods fór að auglýsa skyr sem „grískt jógúrt fyrir víkinga“ og svo framvegis.“ Ár- ið 2004 var verkefninu Hin nýja nor- ræna matargerð hrundið af stað og sagt var að fyrir það hafi frægasti norræni kokkurinn verið ruglaði kokkurinn í Prúðuleikurunum. En nú hefur breyting orðið á og norræn matarmenning komin í tísku. Koma kolvetnanna hrein bylting Í bókinni Til hnífs og skeiðar má finna greinar um íslenska matarmenn- ingu í sögulegu ljósi. Í matarmenningu þjóð- arinnar hafa orðið nokkr- ar heilar byltingar síðan á 19. öld, sú fyrsta var svo- kölluð kolvetnisbylting. Ljósmynd/Britt Berden Þróun Fyrirbæri á borð við „skyramísú“ eru farin að ryðja sér til rúms í íslenskri matarmenningu en harðfiskurinn og brauðtertan standa þó enn fyrir sínu. Örn Daníel Jónsson Í tilefni hins nýja árs tígursins stend- ur nú yfir kínversk listmunasýning í Fákafeni 11, í Skeifunni. Í dag, þann 24. febrúar, kl. 18 verður gestum boð- ið að koma og fræðast um ýmislegt tengt kínverskri listfræði og smakka kínverskt te. Gestir eru hvattir til að koma með sinn eigin tebolla. Við- burðurinn er á vegum Heilsudrekans, Konfúsíusarstofnunarinnar Norður- ljósa og KÍM. Fagna ári tígursins Kínversk list- fræði og te AFP Nýár Fagnað er um allan heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.