Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 24.02.2022, Síða 16

Morgunblaðið - 24.02.2022, Síða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ríkið stefnir að því að hefja form- legar samningaviðræður við Lands- bankann um kaup á norðurhúsinu við Austurbakka sem er í byggingu. Kannað verði til hlítar hvort hægt sé að ná fram hagkvæmri niðurstöðu um kaup ríkisins á eigninni. Um sé að ræða nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofuhúsnæði sem hægt sé að sérsníða að þörfum Stjórnarráðsins innan tiltölulega skamms tíma. Því sé um álitlegan kost að ræða. Í tilkynningu á heimasíðu Stjórn- arráðsins kemur fram að forsætis- ráðuneytið og fjármála- og efnahags- ráðuneytið hafi undanfarna mánuði unnið að greiningu á framtíðarskipan húsnæðismála Stjórnarráðsins. Nú liggi fyrir tillögur um skipulag hús- næðismála til lengri og skemmri tíma. Til lengri tíma er gert ráð fyrir að starfsemi Stjórnarráðsins verði í stærri og sveigjanlegum einingum á og við Stjórnarráðsreit. Um er að ræða Stjórnarráðshúsið við Lækjar- götu auk viðbyggingar, Skúlagötu 4, Sölvhólsgötu 4, Sölvhólsgötu 7-9, Arnarhvol við Lindargötu og Norður- hús á Austurbakka auk þess sem gamla Hæstaréttarhúsið við Lindar- götu verður nýtt undir sameiginlega aðstöðu. Þessar eignir eru samtals um 27 þúsund fermetrar sem geti auðveld- lega rúmað starfsemi allra ráðuneyta auk Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins. Samhliða þessum áformum verði hægt að losa húsnæði, bæði í eigu ríkisins og leiguhúsnæði, sem er alls rúmlega 11 þúsund fer- metrar að stærð. Heildaráhrif þess- ara breytinga verða þau að húsnæði Stjórnarráðsins minnkar um a.m.k. þrjú þúsund fermetra. Til skemmri tíma þarf að leysa húsnæðismál nokkurra ráðuneyta á meðan unnið er að varanlegri lausn. Framkvæmdum sem staðið hafa yfir við Skúlagötu 4 verður hraðað og fjárveitingar sem eyrnamerktar hafa verið viðhaldi og endurbótum fast- eigna ríkisins 2022 og 2023 nýttar til þess. Því mun starfsemi matvæla- ráðuneytisins og menningar- og við- skiptaráðuneytisins flytjast í bráða- birgðahúsnæði meðan á þessum framkvæmdum stendur. Heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið munu einn- ig flytjast í tímabundið leiguhúsnæði. Gert er ráð fyrir að þessi tvö ráðu- neyti flytji svo í Skúlagötu 4 þegar framkvæmdum þar er lokið. Bygging nýrra höfuðstöðva Lands- bankans við Austurhöfn, sunnan tón- listarhússins Hörpu, hófst í ágúst 2019. Hið nýja hús verður 16.500 fer- metrar. Bankinn hyggst nýta um 10.000 fm í nýju húsi, um 60% af flat- armáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 fm, að því er upplýst var á sínum tíma. Stefnt er að því að Landsbankinn flytji starfsemi sína í nýja húsið í árslok 2022. Hafa augastað á nýja Landsbankahúsinu - Rætt um framtíðarskipan húsnæðismála Stjórnarráðsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Austurhöfn Nýbygging Landsbankans er að rísa. Ríkið hefur áhuga á að eignast norðurhúsið, sem er nær Hörpu. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Hafrannsóknastofnun telur ekki hægt að leggja mat á áhrif fjölgunar hvala við Íslandsstrendur á afkomu nytjastofna, að því er fram kemur í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins.. Stofnunin hefur í greinargerð árið 2018 greint frá því að afrán hvala sé talið vera um 3,3 milljónir tonna af fiski sem er allt að þrefalt á við heild- arveiði íslenska fiskiskipaflotans. Hins vegar eru áhrif hvala á vistkerf- ið svo illa þekkt að ekki er gerlegt að taka tillit til afránsins í stofnmatslí- könum nytjastofna. Þó er talið að aukist hvalveiðar í samræmi við út- gefna veiðiráðgjöf muni það draga úr afráninu, en á löngum tíma. Töluverð óvissa Svandís Svavarsdóttir, matvæl- aráðherra, sagði í pistli í Morg- unblaðinu í byrjun mánaðarins fátt rökstyðja frekari hvalveiðar og vís- aði meðal annars til hverfandi efna- hagslegrar þýðingar veiðanna. Þá til- kynnti ráðherra að á þessu ári verði unnið mat á mögulegum þjóðhags- legum og samfélagslegum áhrifum hvalveiða. Slíkar úttektir hafa þó áður verið gerðar í tvígang af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, árin 2010 og 2019. „Í báðum þessum tilfellum var Haf- rannsóknastofnun falið að leggja mat á afrán hvala og hugsanleg áhrif þess á nytjastofna sjávar. Í greinargerð Hafrannsóknastofnunar frá 2018 kemur fram að hvalir eru óvíða (ef nokkurs staðar) eins stór og mik- ilvægur hluti sjávarvistkerfa og hér við land, en heildarafrán hvala á stofnsvæðunum kringum Ísland var metið 7,6 milljónir tonna á ári, þar af 3,3 millj. tonna af fiski. Í greinargerð Hafrannsóknastofn- unar var lögð áhersla á að talsverð óvissa er í þessu mati, og enn meiri óvissa ríkir um hugsanleg áhrif á fiskistofna og þar með fiskveiðar framtíðarinnar,“ segir í svari Haf- rannsóknastofnunar. Auknar veiðar hafi áhrif „Einungis eru stundaðar veiðar á tveim tegundum hvala, hrefnu og langreyði. Aflamark er reiknað sam- kvæmt RMP-veiðistjórnunarkerfi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem miðar að því að halda hvalastofnunum í 60% af hámarksstærð (K),“ segir Hafrannsóknastofnun um áhrif hval- veiðanna sem nú eru stundaðar. Hvalveiðar í atvinnuskyni hófust á ný árið 2006 en frá þeim tíma hefur heildarveiði ávallt verið langt undir útgefnum aflaheimildum og veiðiráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar. Telur stofnunin það því „ólíklegt að þær hafi haft nein teljanleg áhrif á stofn- stærðir hvala og þar með afrán þeirra. Verði hins vegar hvalastofnar fullnýttir í framtíðinni skv. RMP- kerfinu gæti það hugsanlega haft veruleg áhrif á afrán hvala og/eða samkeppni við fiskistofna til lengri tíma litið. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að yfirstandandi lofts- lagsbreytingar geta haft mikil áhrif á allar slíkar langtímaspár.“ Er ástæða til að grisja hvalastofna til að vernda nytjastofna? „Ráðgjöf Hafró hefur hingað til miðast eingöngu við líffræðilega sjálfbærni, þar sem beitt hefur verið varúðarnálgun. Samkvæmt veiði- stjórnunarlíkaninu (RMP) mun full- nýting aflamarks leiða til að viðkom- andi hvalastofnar verði um 60% af hámarksstærð til lengri tíma litið. Hrefnu- og langreyðarstofnarnir hér við land eru líklega yfir þessari hlut- fallsstærð og myndi fullnýting skv. RMP-kerfinu því leiða til einhverrar fækkunar, en á löngum tíma (áratug- um). Ekki er fyrir hendi nægileg þekking á sambandinu milli stærðar hvalastofna og afraksturs fiskistofna til að unnt sé að mæla með grisjun í þeim tilgangi að vernda fiskistofna eða auka afrakstur þeirra. Vegna stærðar hvalastofna hér við land er hins vegar mikilvægt að bæta þekk- ingu á þessu sviði svo unnt verði að beita vistfræðilegri nálgun við stjórnun á nýtingu auðlinda hafsins.“ Skortir vistfræðilíkön Þá segir að ekki er hægt að full- yrða að hvalastofnar fari stækkandi umhverfis Ísland. „Frá því að skipu- legar hvalatalningar hófust árið 1987 hafa orðið talsverðar breytingar á fjölda og útbreiðslu hvala við Ísland, en það er þó misjafnt milli tegunda. Þannig hefur langreyði og hnúfubak fjölgað verulega á tímabilinu, en hrefnu hefur hins vegar fækkað mik- ið á landgrunninu. Það er því ekki einhlítt að hvalastofnar við Ísland fari stækkandi. Líklegt er að breyt- ingar í umhverfi sjávar hafi haft áhrif á þessar breytingar t.d. hliðrun á útbreiðslu hrefnu til norðurs og vesturs frá landgrunni Íslands.“ Við spurningu um hvort áhrif hvalastofna kunni að verða til þess, að ráðleggingar um hámarksveiði í einhverjum nytjastofnum Íslend- inga breytist, segir: „Stór og yf- irgripsmikil vistfræðilíkön fyrir ís- lensk hafsvæði hafa ekki verið fullmótuð til notkunar við fisk- veiðistjórnun. Slík líkön eru jafnan notuð til að fá tölulegt mat á afrán og tengsl mismunandi fæðuþrepa í vist- kerfi hafsins og rannsaka mismun- andi sviðsmyndir. Áhrif hvala á vist- kerfið eru fremur illa þekkt og afrán þeirra því ekki notað við stofnmat nytjategunda umfram það sem sett er sem fastur náttúrulegur dauði í stofnmatslíkönum. Í mati á stærð hrygningarstofns loðnu er tekið tillit til mats á afráni botnfiska í hrygn- ingargöngu hennar að vetrarlagi, en ekki að sumri né hausti þegar hvala- gengd er mest við landið. Fæðuvist- fræði hvalategunda sem eru í um- talsverðu magni við landið að vetrarlagi (t.d. hnúfubaks) er ekki nægilega vel þekkt til að unnt sé að taka tillit til afráns þeirra að vetr- arlagi.“ Áhrif hvala á nytjastofna óþekkt - Hafrannsóknastofnun treystir sér ekki til að meta áhrif fjölgunar hvala á nytjastofna - Afrán hvala metið um 7,6 milljónir tonna á ári hverju - Hvalveiðar í samræmi við ráðgjöf gætu minnkað afránið Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hnúfubakur Áhrif afráns hvala á nytjastofna er lítið þekkt stærð. Óvelkomni maðurinn Höf. Jónína Leósdóttir Les. Elín Gunnarsdóttir Horfnar Höf. Stefán Máni Les. Rúnar Freyr Gíslason Kennarinn sem kveikti í Höf. Bergrún Íris Sævarsdóttir Les. Árni Beinteinn Árnason Morðin í Háskólabíó Höf. Stella Blómkvist Les. Aníta Briem Palli Playstation Höf. Gunnar Helgason Les. Gunnar Helgason Snjókarlinn Höf. Jo Nesbø Les. Orri Huginn Ágústsson Klettaborgin Höf. Sólveig Pálsdóttir Les. Sólveig Pálsdóttir Hugfanginn Höf. Anna Ragna Fossberg Les. Daníel Ágúst Haraldsson vi ka 7 Haustið 82 Höf. Ásdís Ingólfsdóttir Les. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Lengsta nóttin Höf. Ann Cleeves Les. Margrét Örnólfsdóttir TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.