Morgunblaðið - 24.02.2022, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Lifandi píanótónlist
öll kvöld
Opnunartími
Mán.–Fös. 11:30–14:30
Öll kvöld 17:00–23:00
Borðapantanir á matarkjallarinn.is
eða í síma 558 0000
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Við stofnuðum Kvíðakastið í des-
ember 2021 með það að leiðarljósi
að veita fólki fræðslu um málefni
tengd geðheilsu. Ætlun okkar er að
hlaðvarpið geti
að einhverju leyti
veitt aðstoð, í
formi fræðslu og
verkefna, á með-
an einstaklingar
bíða eftir sál-
fræðiþjónustu
enda hafa biðlistar aldrei verið
lengri,“ segir Katrín Mjöll Halldórs-
dóttir, en hún heldur úti hlaðvarpinu
Kvíðakastinu ásamt þeim Sturlu
Brynjólfssyni og Nínu Björg Arn-
arsdóttur. Öll eru þau sálfræðingar
sem starfa á Litlu kvíðameðferðar-
stofunni og elska að spjalla um allt
og ekkert, að eigin sögn.
„Við viljum samt sem áður hafa
hlaðvarpið létt og skemmtilegt, í
spjallformi frekar en fyrirlestra-
formi sem fólk tengir yfirleitt sál-
fræðinga við. Okkur þykir líka
skemmtilegt að fræðast og þetta er
því okkar leið til þess að halda okkur
á tánum, lesa nýjustu rannsóknir og
miðla þeim til almennings. Einnig
viljum við auka vitundarvakningu
um andlega erfiðleika, sem gæti gert
það að verkum að fólk sem hafði
mögulega ekki leitað til sálfræðings
áttaði sig á því að það gæti gagnast
þeim. Jafnframt viljum við veita
betra aðgengi að sálfræðingum og
bjóðum við alltaf fólki að senda okk-
ur spurningar á instagram fyrir
hvern þátt sem við svo svörum í
næsta þætti. Við fáum einnig til okk-
ar aðra sálfræðinga og annarskonar
sérfræðinga í spjall um viðfangsefni
sem þau eru sérhæfð í,“ segja þau í
samtali við Morgunblaðið.
Aðspurð segja þau að viðtökurnar
hafi verið vonum framar.
„Við höfum fengið skilaboð og at-
hugasemdir úr ýmsum ólíkum átt-
um, til dæmis frá kennurum, for-
eldrum, ungu fólki og öðrum sál-
fræðingum þar sem fólk segir okkur
hvernig hlaðvarpið hefur aðstoðað
það. Okkur finnst það ótrúlega gam-
an og hvetur það okkur til að halda
áfram,“ segja þau.
K100 fékk þáttastjórnendur
Kvíðakastsins til að deila nokkrum
hlaðvörpum sem þeir mæla sérstak-
lega með en uppáhaldshlaðvörp
þeirra eru bæði fjölbreytt og fræð-
andi. Þau má sjá hér að neðan.
Beint í bílinn „Það er fátt betra en að
hlusta á Beint í bílinn með tveimur
fyndnustu mönn-
um landsins,
Pétri Jóhanni og
Sverri Þór, þar
sem þeir tala um
allt og ekkert
meðan þeir rúnta
um götur borgar-
innar. Það krefst ekki einbeitingar
og er létt og skemmtilegt.“
Síðdegisþátturinn á K100 „Siggi
Gunnars er búinn að stýra Síðdegis-
þættinum á K100 núna í þó nokkurn
tíma og er hægt að hlusta á hlað-
varpsútgáfu af þættinum á veitun-
um. Í þættinum
er farið yfir mál-
efni líðandi
stundar á léttu
nótunum. Það er
nóg að heyra
röddina í Sigga
til þess að kom-
ast í gott skap. Lífsglaðari mann er
erfitt að finna. Við mælum eindregið
með.“
Unlocking Us með Brené Brown
„Brené er sérfræðingur í skömm og
berskjöldun (e.
vulnerability). Í
hlaðvarpinu talar
hún um mann-
legu eiginleikana
í okkur öllum og
hvað tengir okk-
ur. Brené er mjög skemmtilegur
karakter og mætir til dyranna eins
og hún er klædd.“
Small Things Often „Gottman Insti-
tute kemur með stutt og gagnreynd
sambandsráð í þessu hlaðvarpi. Það
er einstaklega gott fyrir fólk sem vill
hnitmiðaðar upplýsingar, hefur lítið
úthald til að hlusta á hlaðvörp eða
takmarkaðan
tíma til þess.
Þættirnir eru 2-4
mínútur og eru
til dæmis um
væntingar til
makans, hvernig
á að halda í
rómantíkina eftir barneignir og
einmanaleika í
samböndum.“
On Purpose „Jay
Shetty, stjórn-
andi hlaðvarps-
ins, er rithöf-
undur, mark-
þjálfi og fyrr-
verandi munkur. Hann fær til sín
ýmsa fræga gesti og ræðir um al-
hliða heilsu og vellíðan.“
Bestu hlaðvörpin frá Kvíðakastinu
Kvíðakastið Sálfræðingarnir Sturla, Nína og Katrín stofnuðu hlaðvarpið
Kvíðakastið í lok árs 2021 og hafa viðtökurnar verið vonum framar.
Skilaboðin hvatning
til að halda áfram
Sálfræðingarnir Katrín Mjöll, Sturla og Nína Björg stofnuðu saman hlaðvarpið
Kvíðakastið í lok síðasta árs sem hefur vakið gífurlega mikla lukku meðal
hlustenda en þau segja viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum. K100 fékk
þau til að gefa álit á fimm hlaðvörpum sem þau mæla sérstaklega með.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Brosmildu hjónin Hu og Ling reka
kínverska veitingastaðinn Slow Boat
á stærstu eyju Kanaríeyja, Gran
Canaria, en staðurinn hefur í um 20
ár vaxið í vinsældum hjá Íslendingum
sem sækja „Kanarí“, eins og eyjan er
oft kölluð af landanum, heim reglu-
lega.
Blaðamaður snæddi á staðnum
ásamt fríðu föruneyti Íslendinga sem
venja komur sínar á staðinn og valdi
sér gómsæta pekingönd á matseðli á
íslensku áður en hún ræddi við hjónin
sem segjast vera gífurlega þakklát
Íslendingum sem hafi gætt staðinn
lífi og hjálpað honum að vaxa í gegn-
um árin.
Hjónin, sem upprunalega eru frá
Kína, tala bæði nokkur orð á íslensku
og ensku en nýta sér einnig aðstoð
tungumálaforrits í símanum og eiga
þannig samskipti við nokkra íslenska
fastakúnna, en einhverja þeirra telja
þau með sínum bestu vinum. Einn
þeirra er Þorsteinn Sigfússon sem
hefur ferðast til Gran Canaria oft á
ári á síðustu árum og var með fyrstu
Íslendingunum sem byrjuðu að fara
reglulega á Slow Boat fyrir um 20 ár-
um – en staðurinn er einmitt stað-
settur mjög nálægt Mannabar, öðr-
um veitingastað sem einnig hefur
verið gríðarlega vinsæll meðal land-
ans.
Þorsteinn tók meðal annars á móti
Hu og Ling þegar þau heimsóttu Ís-
land en í þeirri ferð heilluðust þau al-
gjörlega af landinu.
„Við komum til Íslands árið 2017 til
að tjá einlægt þakklæti okkar til Ís-
lendinga,“ segir Hu spurður út í Ís-
landsferðina.
„Íslendingar einkennast af nátt-
úrulegri einlægni og góðvild sem fyll-
ir okkur af hamingju sem minnir á
fjölskyldubönd. Þetta fær okkur til að
vilja gera vel við þá og veita þeim sér-
staklega góða þjónustu,“ segir Hu.
Gríðarlega þakklát
Íslendingum
Hjónin Hu og Ling eru af-
ar þakklát Íslendingum
sem hafa hjálpað veit-
ingastað þeirra á Kanarí
að vaxa í gegnum árin.
Vinir Hér má sjá vinina á Kanarí,
Hu, Ling og Þorstein Sigfússon.